Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 35 gramsaði óskaplega mikið í fötum og öðru dóti. Hún var svolítil tildurrófa; vildi eiga mikið af fínum fötum, skarti og snyrtivörum og í Kolaportinu komst hún aldeilis í feitt. Mér er það minnisstætt að þegar ég, sem átti að heita heilbrigð ung kona, var alveg búin í fótunum á þessari löngu Kola- portsgöngu, þá var Gréta enn að gramsa, með súrefniskútinn í eftir- dragi, aldeilis ekki af baki dottin! Hún var heldur ekkert að kippa sér upp við það ef krakkar ráku upp stór augu þegar þau sáu kútinn, heldur sagði snaggaralega: „Þetta þarf ég nú að dröslast með út af bölvuðum reyking- unum! Varaðu þig á þeim!“ Engin Vestmannaeyjaför var full- komnuð nema komið væri við hjá Grétu og Matta. Síðustu árin dvöldu þau hjónin líka oft í bústað sínum í Grímsnesi og þá heimsóttum við Gunnar þau oft, ef við höfðum bústað í nágrenninu, enda voru Gréta og Matti bæði ræðin og skemmtileg og höfðingjar heim að sækja. Ég vil þakka þessari góðu frænku minni liðnar stundir. Mamma á um sárt að binda að horfa á eftir litlu syst- ur sinni og því sendi ég henni og nán- ustu aðstandendum Grétu hugheilar samúðarkveðjur. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Aðalheiður Hávarðardóttir. Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífs- ins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagn- arinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn. (Spámaðurinn – Kahil Gibran) Með þessum orðum vil ég minnast Grétu frænku minnar og senda mömmu, sonum Grétu og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Björg Hávarðardóttir. Þegar ég nú sest niður, og ætla að festa á blað nokkur minningarorð, um mína elskulegu vinkonu til margra ára, finnst mér sem strengur sé brostinn í hjarta mínu. Hún var mér mjög kær, fádæma trygglynd, hjálp- söm og áreiðanleg. Okkar kynni voru í gegnum barna- blaðið Æskuna, þar sem við urðum pennavinir, aðeins 15 ára gamlar. Gréta, eins og hún var kölluð, nefndi í einu bréfinu til mín, hvort ég hefði ekki áhuga á því að koma til Eyja, þar sem hún gæti útvegað mér vinnu á sjúkrahúsinu. Það vakti áhuga minn, en það var svo sem ekki hlaupið að því að fara heiman úr Bolungarvík og til Vestmannaeyja á þessum árum. Loks sló ég til, fór með smábát til Ísafjarðar, með Esjunni til Reykja- víkur og flaug svo til Vestmannaeyja. Heilmikið ferðalag og ævintýri fyrir 17 ára sveitastúlku. Gréta og fjöl- skylda hennar tóku afskaplega vel á móti mér og mér leið mjög vel í Eyj- um. Þetta voru reyndar mikil gæfu- spor fyrir mig, því þar kynntist ég svo síðar mannsefni mínu. Gréta giftist ung Þóri Jóhannssyni og eignuðust þau þrjá yndislega syni. Þórir varð bráðkvaddur 24. nóvem- ber 1968, og man ég það svo glöggt því þau voru á leið í skírn yngstu dótt- ur minnar, hér í Reykjavík. Það ræð- ur því víst enginn hvenær kallið kem- ur. Þetta var að vonum mikið áfall, yngsti sonurinn aðeins tveggja ára, og leitaði hún mikið til mín á þessum tíma, meðan mesti sársaukinn gekk yfir. Gréta kynntist svo seinna á lífsleið- inni Matthíasi Ingibergssyni og stofn- uðu þau heimili í Vestmannaeyjum. Matthías lést fyrir aðeins fjórum mánuðum eftir langvarandi veikindi, og reyndi það mikið á Grétu, sem sjálf var búin að vera sjúklingur í mörg ár. Minnisstæðar eru heimsóknir til Grétu og Matta í sumarbústaðinn í Hraunborgum, þar sem ávallt var tekið á móti manni, með veisluhöld- um. Þarna áttum við marga ánægju- stundina, húsbóndinn dundaði sér við smíðar og húsfreyjan var hrókur alls fagnaðar, gat komið öllum til að hlæja. Þakka ég nú þessari einstöku, glað- lyndu konu, samfylgdina í gegnum tíðina og veit að tekið verður á móti henni, í nýjum heimkynnum, eins og tekið var á móti mér á sínum tíma er ég kom til Eyja. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þá minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Ókunnur höf.) Rannveig Kristjánsdóttir. Elsku amma, þau segja mér að nú sértu farin, en ég trúi því varla. Þú sem vildir ,,verða níræð eins og mamma“. Ég trúi því ekki að ég geti ekki hitt þig og afa í bústaðnum í sumar, geti ekki aftur heyrt hláturinn þinn sem var svo dill- andi og innilegur, talað við þig um lífs- ins gagn og nauðsynjar og heyrt þig segja þína óborganlegu orðatiltæki eins og ,,jesús minn, drepið mig ekki lifandi" – sem þú sagðir gjarnan þeg- ar þú varst yfir þig hissa. Ég trúi því heldur ekki að ég skyldi ekki getað verið nærri þér en raun ber vitni áður en þú fórst. Þú skildir ekki hvað ég var að vilja með því að flytja til útlanda, því þér líkaði alltaf best í þínum heimahögum, Eyjunum þínum og Valhöllinni. Þaðan skyldir þú ekki fara sjálfviljug, sama hvað ég reyndi að tala þig til og fá þig til að koma upp á land. Sagðist bara vera þrjósk eins og ég! Ég hugga mig þó við allar þær minningar sem ég á um þig, elsku amma mín. Þær yndislegu stundir sem við áttum saman og þau ófáu sím- töl sem við áttum þegar fjarlægðin var of mikil til að hittast. Það var ótrúlegt hvað þú hafðir mikla orku, þrátt fyrir veikindi þín. Hvað þú gast komist áfram og gert það sem þú ætlaðir þér, á viljanum einum saman. Heimili þitt skyldi allt- af vera hreint og fínt, fyrir jól skyldu alltaf bakaðar átta sortir – fyrir utan allar ,,skóbæturnar“ og rjómatert- urnar – og á aðfangadagskvöld átti allavega að vera þríréttað. Og við þetta stóðstu alla tíð þó svo að þú hefðir litla sem enga orku til. Þá hefur verið mér ómetanlegt að fá að kynnast léttlyndi þínu og hvað þú tókst á öllum málum af festu en um leið af stóískri ró. Sama hvað heilsa þín fór að svíkja þig, þú sagðir alltaf allt gott og að allt væri í lagi – á með- an þú fyndir ekki til. Heiðarleiki og hreinskilni þín var líka á meðal þinna stóru kosta, þú sagðir þína meiningu og komst ávallt til dyranna eins og þú varst klædd. Æðruleysi þitt var líka með eindæmum, sama hvað á móti blés, þá lést þú það ekki á þig fá held- ur tókst bara nýjan pól í hæðina og tókst stefnuna þaðan. En amma, ég vildi svo innilega að þér hefði orðið að ósk þinni og þú hefðir náð níræðu. Þá hefðu börnin mín haft tækifæri til að kynnast þér betur og þeirri ást og hlýju sem þú umvafðir alla með. Í staðinn mun ég deila með þeim minningum mínum um þig og vonandi miðla til þeirra ein- hverju af því sem þú gafst mér og kenndir. Ég vona að þú hafir nú fullan þrótt á ný á nýjum stað. Ég veit að afar mínir taka vel á móti þér og hugsa vel um þig þar sem þú nú ert, hjá Guði. Trú þín og von mun lýsa mér um ókomna tíð. Elsku amma, guð geymi þig. Þín Dagný Hulda. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, TORFI B. TÓMASSON stórkaupmaður, Tjarnarbóli 10, Seltjarnarnesi, andaðist á Landspítala Hringbraut þriðjudaginn 6. mars. Útförin verður frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 14. mars kl. 15:00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag nýrnasjúkra. Anna Ingvarsdóttir, Sigríður María Torfadóttir, Arinbjörn V. Clausen, Tómas Torfason, Karen Bjarnhéðinsdóttir, Anna Marsý, Rakel, Jens Pétur, Torfi, Ásthildur Tómasdóttir Gunnarsson. ✝ Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, EDDU RAGNARSDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, áður Bergstaðastræti 3, sem lést föstudaginn 2. mars, fer fram frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 12. mars kl. 15.00. Valva Árnadóttir, Gunnar Gunnarsson, Árni Árnason, Dröfn Björnsdóttir, Andri Árnason, Sigrún Árnadóttir, Birgitta, Rebekka og Helena Árnabörn, Edda Björk, Anna Barbara og Andri Andrabörn. ✝ Elskuleg systir mín og frænka okkar, KRISTBJÖRG NÍNA HJALTADÓTTIR, Droplaugarstöðum, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 12. mars kl. 15.00. Guðrún Hjaltadóttir, Hjalti G. Lúðvíksson, Theódór Lúðvíksson, Helga Jónsdóttir, Lúðvík Hjalti Jónsson, Kristinn R. Jónsson. ✝ Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, GUÐRÚN JAKOBÍNA JAKOBSDÓTTIR, Tungu 1, Fáskrúðsfirði, andaðist föstudaginn 2. mars. Jarðsett verður frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laugardaginn 10. mars kl. 13.30. Sigurbjörn Friðmarsson, Steinar Örn Sigurbjörnsson, Jóna Særún Sigurbjörnsdóttir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ODDRÚN SIGURGEIRSDÓTTIR, Mávahlíð 42, lést mánudaginn 5. mars. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 14. mars kl. 13.00. Þorsteinn Auðunsson, Vilhelmína Þorsteinsdóttir, Ellen Þórarinsdóttir, Halldór Pétur Þorsteinsson, Guðrún Jónína Ragnarsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Hreinn Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELSA DÓRÓTHEA PÁLSDÓTTIR, Hjallanesi, Landsveit, sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands miðvikudaginn 28. febrúar, verður jarðsungin frá Skarðskirkju í Landsveit laugardaginn 10. mars og hefst athöfnin kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningasjóð Skarðskirkju. Magnús Kjartansson, Pálína H. Magnúsdóttir, Hallgrímur H. Óskarsson, Kjartan G. Magnússon, Elínborg Sváfnisdóttir, Bryndís H. Magnúsdóttir, Rúnar Hauksson, barnabörn og barnbarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI VIGFÚSSON, Flögu ll, Skaftártungu, sem lést fimmtudaginn 1. mars, verður jarðsunginn frá Grafarkirkju laugardaginn 10. mars kl. 14:00. Sigríður Sigurðardóttir, Ásta Sigrún Gísladóttir, Vigfús Gunnar Gíslason, Lýdía Pálmarsdóttir, Sigurður Ómar Gíslason, Þórgunnur María Guðgeirsdóttir, Jóna Lísa Gísladóttir, Páll Gunnarsson, Sigurgeir Bjarni Gíslason, Jóhanna Lind Elíasdóttir, Sverrir Gíslason, Fanney Ólöf Lárusdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÞURÍÐUR INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR, áður til heimilis í Skipasundi 52, sem andaðist á Hrafnistu í Reykjavík miðviku- daginn 28. febrúar, verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn 12. mars kl. 15.00. Þorgerður S. Guðmundsdóttir, Jón F. Steindórsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Ásmundur Stefánsson, Guðmundur Ingi Georgsson, Kristbjörg Steingrímsdóttir, Hrafnhildur Hanna Þorgerðardóttir, Jóhann Einarsson, Steindór Jónsson, Gyða Ásmundsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Stefán Ásmundsson, Margrét Stefánsdóttir og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.