Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 29 þurfi að skýra og skerpa. Setja þurfi í lyfjalög sérákvæði um neyðartilvik og neyðarbirgðir með hliðsjón af því sem gert hefur verið annars staðar á Norðurlöndunum. Þá þurfi einnig að skýra ábyrgð markaðsleyfishafa á því að lyf þeirra séu ávallt fyr- irliggjandi í landinu og íhuga þarf hvort beita eigi viðurlögum ef mis- brestir verða. Einnig kemur fram að stuðla þurfi að framleiðslu lyfja sem erfitt hefur reynst að útvega. Kostnaður ætti ekki að hindra að- gengi sjúklinga að nauðsynlegum lyfjum, segir í stefnunni. Beita þurfi greiðsluþátttöku ríkisins á þann veg að jafnt aðgengi að lyfjum sé tryggt og að kostnaður vegna nauðsyn- legra lyfja verði sjúklingum ekki of- viða. Segir að núverandi greiðslu- þátttökukerfi byggist á flóknum reiknireglum og sé ekki talið nægi- lega gagnsætt. Tryggja þurfi eins og unnt er gagnsæi greiðsluþátt- töku sjúkratrygginga og rétt er talið að greiðsluþátttaka byggist fremur á fjárhagslegum grunni en lækn- isfræðilegum. Af þeim sökum sé nauðsynlegt að endurskoða kerfið, skýra það og einfalda, m.a. með til- liti til reglna um greiðsluþátttöku vegna lyfjanotkunar barna. Jafn- framt sé mikilvægt að efla kynningu á rétti sjúkratryggðra, s.s. á lyfja- skírteinum og reglum um endur- greiðslur vegna lágra fjöl- skyldutekna, og tryggja þannig aðgengi tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna að nauðsynlegum lyfj- um. Í stefnunni kemur fram að gagn- rýnt hafi verið að afsláttarkerfi apó- tekanna sé ógagnsætt og að í því, ásamt greiðsluþátttökukerfinu, fel- ist hvatning til kaupa á meira magni lyfja í einu, auk þess sem afslættir hafi ekki skilað sér til hins opinbera heldur einungis til sjúklinga. Nauð- synlegt sé að gera afslætti sýnilega og tryggja að þeir skili sér í lægra lyfjaverði til greiðenda lyfsins, þ.e. ríkis og sjúklinga. Þegar rætt er um öryggi sjúk- linga í stefnunni er m.a. bent á að til séu tveir gagnagrunnar, annars vegar tölfræðigagnagrunnur með ópersónugreinanlegum upplýs- ingum, sem Tryggingastofnun, Lyfjastofnun og Landlæknisemb- ættið hafi aðgang að, og hins vegar lyfjagagnagrunnur með persónu- greinanlegum upplýsingum sem Landlæknisembættið eitt hefur að- gang að. Markmið með gagna- grunnunum sé að hafa eftirlit með lyfjaávísunum lækna, lyfjanotkun landsmanna, lyfjaútgjöldum og þró- un lyfjanotkunar í landinu. Lyfjalög í endurskoðun Miklar breytingar hafa orðið á lyfjamarkaðinum á Íslandi síðan lyfjalög nr. 93/1994 tóku gildi. Framleiðsla og útflutningur lyfja hefur aukist, samþjöppun hefur orð- ið á fyrirtækjum í heildsölu og smá- sölu, ný lyf hafa komið fram og lyfjakostnaður bæði almennings og hins opinbera hefur aukist verulega. Lyfjalögin eru nú til endurskoðunar í samstarfi heilbrigðisráðuneytisins og Lyfjastofnunar. Gerir Siv ráð fyrir því að drög að frumvarpi verði tilbúin næsta haust. annig að lgreinda álagn- að ná dni, en ar taki tum og fái r um lyf il áhrif á etta skipt- di hag- a, því kerfinu erf- að fækka fna að lok 2009 rænir og tur lað um m.a. fram nnu við eiða til að éu ávallt ug lyfja- ð ákveðin lun lyfja mleg ryggð ið/Ásdís efndar, gær. honum di mik- an að nú væri st hún efndir sem ískar bæði lækn- ljósi. að öll ekki yrir þess- nst hún a er mikil er ein nu koma Í HNOTSKURN » Endurskoðun á reglum umgreiðsluþátttöku á að klár- ast fyrir árslok árið 2008. » Kannanir á lyfjaverði apó-teka verða gerðar og birtar hálfsárslega frá árslokum 2007. » Leiðir til lækkunar virð-isaukaskatts verða kann- aðar fyrir árslok 2008. » Upplýsingar um lyfjanotk-un birtar á vef Landlæknis- embættisins fyrir árslok 2008.  Meira á mbl.is/ítarefni Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is Menningarsamningur umsamstarf SparisjóðsReykjavíkur og ná-grennis og Borgarleik- hússins var undirritaður í tengslum við aðalfund SPRON sem haldinn var í Borgarleikhúsinu í gær. Samningurinn tekur til fjögurra ára og felur í sér samstarf á ýmsum sviðum leikhúslífsins. Boðað var til samstarfsins í til- efni af því að SPRON verður 75 ára hinn 28. apríl næstkomandi, auk þess sem Leikfélag Reykjavíkur fagnar 110 ára afmæli á árinu. „Við höfum náttúrlega átt mikið og gott samstarf við leikfélagið í gegnum tíðina. Það byrjaði hjá forvera mín- um, Baldvini Tryggvasyni, sem var mikill áhugamaður um Leikfélag Reykjavíkur og sat í stjórn þess lengi vel,“ segir Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri. Tímamót í sögu LR „Það sem okkur langar mest að gera er að vekja áhuga ungs fólks á leikhúsi og leikhúslífi. Það sem við horfum til er að bjóða ungu fólki í leikhús, og þess vegna ætlum við að bjóða öllum nemendum í 10. bekk á höfuðborgarsvæðinu í leikhús næsta vetur. Það verður tekið á móti þeim og þeim kynnt leikhúsið þannig að þeir fá að skoða það og sjá að þetta er ekki bara leikritið sjálft, heldur heilmikil umgjörð og margt sem þarf að koma til.“ Auk þess að bjóða nemendum 10. bekkjar í leikhús mun SPRON verða bakhjarl sýningar sem sett verður upp í tilefni af 110 ára af- mæli LR, auk þess að styrkja Dansleikhússamkeppni LR og Ís- lenska dansflokksins. Þá verður viðskiptavinum SPRON einnig boðið á leiksýningu í Borgarleik- húsinu. „Þessi menningarsamningur markar tímamót í sögu Leikfélags Reykjavíkur, bæði hvað varðar um- fang og tilhögun,“ segir Guðjón Pedersen, leikhússtjóri LR. „Það er einstaklega rausnarlegt af SPRON að bjóða viðskiptavinum sínum í Borgarleikhúsið og að bjóða öllum nemendum 10. bekkjar á Reykjavíkursvæðinu hingað til okkar er bæði fallegt og göfugt. Við erum þeim jafnframt afar þakklát fyrir myndarlegan stuðning við að minnast 110 ára samfelldrar sögu Leikfélags Reykjavíkur og má með sanni segja að saga þessara tveggja merkilegu stofnana hafi legið þétt saman allt frá stofnun SPRON.“ SPRON býður nemendum í 10. bekk í Borgarleikhúsið Morgunblaðið/ÞÖK Samstarf Guðjón Pedersen og Guðmundur Hauksson við undirritun samstarfssamningsins í gær. Uppruni tekna Straums-Burðaráss fjárfesting-arbanka er nú að meiri-hluta erlendis og að sama skapi er eignasafn bankans að miklu leyti erlent. Kom þetta meðal annars fram í máli Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns félagsins, á aðalfundi þess í gær. Stjórn Straums-Burðaráss ákvað síðla síðasta árs að uppgjörsmynt félagsins yrði evra og á fundinum var samþykkt tillaga þess efnis að stjórn bankans fengi heimild til að gefa út hlutafé í sömu mynt. Sagði Björgólfur ástæður þess- ara ákvarðana einkum þær að auð- velda skilning erlendra aðila á fé- laginu með því að gera upp og skrá félagið í mynt sem þeir þekkja og treysta og að draga úr áhættu sem stafar af sveiflum krónunnar sem er alminnsta sjálfstæða mynt heims. Að mati stjórnar Straums-Burð- aráss sé það ljóst að eigi félagið að ná markmiðum um að verða alþjóð- legur banki verði hann að hafa frelsi til að ákvarða sjálfur um sín mál – ekki síst í hvaða gjaldmiðlum hann telur hagstæðast að stunda viðskipti sín. Laðar að erlenda fjárfesta Í samtali við Morgunblaðið sagði Björgólfur að ekki ætti að skilja þetta sem fyrsta skref þá átt að flytja fyrirtækið úr landi. „Það er hægt að vera íslenskt fyrirtæki með hlutafé skráð í sterkri erlendri mynt,“ segir Björgólfur. „Ákjósan- legast fyrir okkur væri að vera staðsettir í góðu skattaumhverfi á Íslandi en gera upp reikninga fyr- irtækisins í slíkri mynt og vera með hlutaféð í sama gjaldmiðli. Það sem við fáum úr því er miklu breiðari hópur mögulegra hluthafa og þar með möguleikar á því að fá stöðugri hluthafastrúktúr en áður.“ Segir Björgólfur stöðuna þá að fáir erlendir fjárfestar séu tilbúnir að taka á sig þá tvöföldu áhættu sem felst í fjárfestingum í íslensk- um fyrirtækjum. „Þeir þurfa ekki einungis að kynna sér fyrirtækið sjálft og gera áhættumat á fjárfest- ingu í því, heldur þurfa þeir að kynna sér stöðu íslensku krónunn- ar og meta gengisáhættu krónunn- ar. Með því að fjarlægja þann áhættuþátt situr fyrirtækið við sama borð og erlendir samkeppn- isaðilar hvað þetta atriði varðar og getur það skipt sköpum fyrir okk- ur. Skref sem þetta eru einnig nauðsynleg fyrir íslenskan fjár- málamarkað ef á að fá hingað fleiri erlenda fjárfesta svo eignarhald á íslenskum fyrirtækjum verði ekki jafn einsleitt og það hefur verið. Það að hafa hlutabréf í sterkri er- lendri mynt auðveldar íslenskum fyrirtækjum einnig að fjármagna erlend kaup með skiptum á hlutafé,“ segir Björgólfur. Leiðandi fjárfestingarbanki Á fundinum sagði Björgólfur Straum-Burðarás hafa tekið mikl- um breytingum á árinu 2006. Stjórn bankans hefði ákveðið að fylgja fast eftir markmiðum sameiningar Burðaráss og Straums um að félag- ið yrði öflugt alþjóðlegt fyrirtæki sem væri í hópi leiðandi fjárfesting- arbanka á Norðurlöndum og í Norður-Evrópu. „Alþjóðavæðing íslenskra félaga hefur fram til þessa falist helst í því að íslensk fyrirtæki hafa á erlend- um mörkuðum gert það sem þau voru orðin góð í á heimamarkaði og hefur sú þróun því oft verið kennd við útrás. Við í stjórn Straums- Burðaráss höfum einsett okkur að nálgast uppbyggingu félagsins með öðrum hætti. Markmið okkar er að bankinn verði í eðli sínu alþjóðlegur – að hann starfræki öflugar starfs- stöðvar í mikilvægustu fjármála- borgum Norður-Evrópu, hafi á að skipa starfsfólki með ólíkan menn- ingarlegan bakgrunn og þekkingu, sé leiddur áfram af framúrskarandi alþjóðlegum stjórnendum með þekkingu og reynslu á sviði fjár- festingarbankastarfsemi, eigi al- þjóðlegar eignir og hafi tekjur í öfl- ugum myntum,“ sagði Björgólfur. Sagði hann vinnu hafna við að breyta nafni bankans, enda væri Straumur-Burðarás ólipurt nafn í framburði fyrir útlendinga sem ekki þekktu íslenska sérhljóða. Ný stjórn kjörin Björgólfur vék í máli sínu að at- burðum síðasta árs og breytingum á hluthafahópi og stjórn bankans. „Þau umskipti hafa ekki verið átakalaus eins og fram kom á síð- asta ári m.a. þegar ráðinn var nýr forstjóri, Friðrik Jóhannsson, í stað Þórðar Más Jóhannessonar og fór væntanlega ekki framhjá neinum sem hér situr í dag. En þannig er það oftast á tímum umbreytinga – og þannig er það einnig á tímum umbóta. Sitt sýnist hverjum. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að stjórn Straums-Burðaráss hafi tek- ið réttar ákvarðanir við erfiðar að- stæður og sýnt frumkvæði og áræði þegar máli skipti – einkum hvað varðar að styrkja alþjóðlegan grunn félagsins.“ Að lokum vék Björgólfur að af- komu bankans og lét í ljósi ánægju sína með hana, en síðasta ár hefði verið fyrsta heila starfsár Straums- Burðaráss. „Á undanförnum vikum hafa erlendir fjárfestar keypt hlutabréf í Straumi-Burðarási og hafa þeir nú eignast umtalsvert hlutafé í félaginu. Að mínum dómi er þetta skýrasta viðurkenningin á að alþjóðleg stefnumótun félagsins er að ganga eftir.“ Á aðalfundinum var kjörin stjórn bankans og aðalmenn í stjórn voru kosnir Björgólfur Thor Björgólfs- son, Birgir Már Ragnarsson, Guð- mundur Kristjánsson, Friðrik Hall- björn Karlsson og James Leitner. Varamenn í stjórn voru kjörnir Alden Edmonds, Baldur Örn Guðnason, Heiðar Már Guðjónsson, Jóhann Páll Símonarson og Þórunn Guðmundsdóttir. Eykur skilning fjárfesta Morgunblaðið/Sverrir Nýtt nafn Björgólfur Thor Björgólfsson stjórnarformaður sagði á aðal- fundinum að vinna væri hafin við að finna nýtt nafn á Straum-Burðarás. Stjórnarformaður Straums-Burðaráss segir mikilvægt að geta gert upp reikn- inga fyrirtækja og hafa hlutafé þeirra í sterkri erlendri mynt eins og evru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.