Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 31 STÚDENTAR við hugvís- indadeild Háskóla Íslands geta verið stoltir af mörgu. Við deildina eru stunduð fræði sem hvergi er sinnt annars staðar á landinu og sem eru mjög mikilvæg okkar samfélagi. Þrátt fyrir stöðugt fjársvelti, vanda- mál sem deildin deilir með öðrum deildum Háskólans, stendur hugvís- indadeild sig með glæsibrag á öllum sviðum. Við stúdentar getum líka verið stolt af því að áhugi samfélags- ins á starfi deildarinnar er mjög mikill og birtist það m.a. í því að nemendum við deildina fjölgar ár frá ári. Í dag, föstudaginn 9. mars, hefst hugvísindaþing í Aðalbyggingu Há- skóla Íslands, þar sem fræðimenn á ýmsum sviðum hugvísindanna halda fyrirlestra í bland við málstofur með umræðum kennara, nemenda og annarra áhugamanna um hugvísindi. Þingið er nokkurs konar uppske- ruhátíð þess öfluga starfs sem unnið hefur verið í hugvísindum. For- sendan fyrir því að gott fræðastarf geti unnist hér á landi í þessum vís- indum er að hugvísindadeild sé fjár- hagslega sterk. Það er hún því miður ekki eins og sakir standa nú. Í reiknilíkani menntamálaráðu- neytis fyrir deildir Háskólans hefur hugvísindadeild lengi vel mátt dvelja í neðsta þrepinu og því fengið hlut- fallslega miklu minna fjármagn með hverjum nemanda en hún þarfnast. Reiknilíkan þetta er byggt á því að kennsla í hugvísindum sé nánast ein- göngu í fyrirlestraformi og býður helst upp á að nemendafjöldi á hvern kennara sé hafður í hámarki. Þessar hugmyndir um nám í hugvísindum eru löngu úreltar og löngu tímabært að þessu verði breytt. Fjárhagsvandi hugvísindadeildar hefur margar birtingarmyndir en einna helst ber að nefna að ekki gefst kostur á því fyrir deildina að ráða til sín nýtt starfsfólk til kennslu, sem nú þegar er farið að bitna á námsúrvalinu. Ákveðnar námsgreinar, t.d. heimspeki, sagn- fræði og íslenska, berjast við þennan vanda enda hafa ekki verið ráðnir nýir kennarar þar í samræmi við fjölgun stúdenta undanfarinn ára- tug. Einnig hefur mjög lítil nýliðun átt sér stað í deildinni meðal fastráð- inna kennara. Bókakostinum er ábótavant, það eru engir peningar aflögu til að panta nýjar bækur á há- skólabókasafnið. Eins og gefur að skilja er þetta ástand ekki ásætt- anlegt. Þrátt fyrir jákvætt viðmót stjórn- málamanna og atvinnulífsins til starfsins sem unnið er í hugvís- indadeild hefur deildin ekki hlotið þann beina stuðning sem hún þarfn- ast. Fyrirheit um aukið fjármagn hafa sjaldnast verið uppfyllt. Nú er kominn tími til að breyta þessu og efla hugvísindadeild þannig að hún geti áfram staðið undir væntingum í framtíðinni. Að lokum viljum við hvetja alla til að kynna sér dagskrá Hugvísinda- þingsins. Hugvísindaþing í skugga fjársveltis Ásþór Sævar Ásþórsson, Guð- rún Hulda Pálsdóttir og Kári Páll Óskarsson skrifa í tilefni af Hugvísindaþingi » Fyrirheit um aukiðfjármagn hafa sjaldnast verið uppfyllt. Guðrún Hulda Pálsdóttir Höfundar eru nemar við hugvísindadeild. Ásþór Sævar Ásþórsson Kári Páll Óskarsson SÁ MÆTI krati Jón Sæmundur Sigurjónsson sendi flokksfélögum sínum í Hafnarfirði föðurlegar áminningar í Morgunblaðinu hinn 4. mars sl. undir fyrirsögninni; „Höld- um öllum möguleikum opnum í ál- versmálum“. Skila- boðin eru þau að kjósa „með“ stækkun álvers- ins, þrátt fyrir sam- þykkt þingflokks Sam- fylkingarinnar um frestun álverafram- kvæmda. Verðbólgan fari hjaðnandi og þar með spennan í efna- hagslífinu. Það sé því allt í lagi að vera með, þótt það eigi að vera á móti. Framsókn- arflokknum gafst vel nánast alla liðna öld að vera opinn í báða enda. Jón Sæ- mundur telur greinilega að nú sé komið að Samfylkingunni að taka við því hlutverki. Það er ekki verið að kjósa um að loka álverinu í Straumsvík, heldur stækka það nærri þrefalt. Það þýðir á mannamáli í raun nýtt álver. Upp- lýsingafulltrúi Alcan sagði á fundi nýlega, að ef nú ætti að hefja bygg- ingu álvers við Straumsvík í stað 1966, myndi hann segja nei. Álver af þessari stærðargráðu eru ekkert annað en tímaskekkja inni í byggð og þessi risastækkun mun festa ál- verið á þessum stað um ókomna tíð. Það var sérkennilegt hjá grein- arhöfundi að blanda síldinni á Siglu- firði inn í þetta mál – og þó. Hann er jú gamall Siglfirðingur. Hann segir að „náttúran“ hafi leikið Siglfirðinga grátt þegar síldin hvarf, en Hafn- firðingar ætli nú að kasta gullegginu frá sér fyrir væntanlega þessa sömu „náttúru“. Þetta er satt að segja sér- kennilegur málflutningur. Ég man ekki betur en gegndarlaus ofveiði hafi ráðið hvarfi síldarinnar upp úr miðjum sjöunda áratugnum – ekki eitthvert náttúrulögmál og talandi um náttúruna annars vegar og fram- kvæmdir okkar mannanna hins veg- ar, þá er kannski rétt að minna Jón Sæmund á Skeiðsfossvirkjun í Stíflu í Fljótunum, þar sem perlu sveit- arinnar var sökkt undir vatn og bændur hrökkluðust flestir af jörð- um sínum fyrir rafmagnið til Siglu- fjarðar. Þá var orðið náttúruvernd ekki til í íslensku máli. Það komst hins vegar inn í orðaforðann þegar Þingeyingar vörðu Laxárdalinn fyr- ir annarri stíflu. Nú segir Jón Sæ- mundur að svokallaðir nátt- úruverndarsinnar ætli að leiða náttúrulögmálin til öndvegis í efna- hagsmálunum – fái þeir ráðið. Ég velti því fyrir mér hvort greinarhöf- undur hafi séð mynd Al Gore um loftslagsbreytingarnar á jörðinni. Þar er svo sannarlega ekkert nátt- úrulögmál í gangi, heldur verk okk- ar mannanna. Þessi mynd var sýnd á vegum Samfylkingarinnar í Há- skólabíói, sama dag og grein Jóns Sæmundar birtist í Mogganum. Í greininni segir að mengunin frá ál- verinu nái ekki út fyrir lóðamörkin! Hafnarfjörður er nú yfirfullur af erlendu starfsfólki. Það heldur m.a. uppi almenningssamgöngunum í bænum. Árið 1966 snerist atvinnu- lífið um þorsk, síld, kjöt og mjólk. Álið var góð búbót á þeim tíma. Nú er vatn- ið, kalt og heitt ein mesta auðlind þjóð- arinnar – gulls ígildi. Það hefur aldrei þótt hyggilegt að eyða gull- forðanum. Okkar gull- forði í vatnsins gæðum getur ekki annað en aukið verðgildi sitt á næstu árum, lánist okk- ur að gera Jörðina áfram byggilega. Það væri annars fróðlegt að vita fyrir hvaða verð Landsvirkjun ætlar að selja rafmagnið til Alcan. Hefur þú ekki áhuga á að vita það – Jón Sæ- mundur? Það er eitthvað fyrir hag- fræðinga. Opið í báða enda hjá Jóni Sæmundi í álversmálum Reynir Ingibjartsson svarar grein Jóns Sæmundar Sigurjónssonar Reynir Ingibjartsson » Það hefur aldrei þótthyggilegt að eyða gullforðanum. Höfundur er í stjórn Reykjanessfólkvangs. mbl.is smáauglýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.