Morgunblaðið - 09.03.2007, Side 31

Morgunblaðið - 09.03.2007, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 31 STÚDENTAR við hugvís- indadeild Háskóla Íslands geta verið stoltir af mörgu. Við deildina eru stunduð fræði sem hvergi er sinnt annars staðar á landinu og sem eru mjög mikilvæg okkar samfélagi. Þrátt fyrir stöðugt fjársvelti, vanda- mál sem deildin deilir með öðrum deildum Háskólans, stendur hugvís- indadeild sig með glæsibrag á öllum sviðum. Við stúdentar getum líka verið stolt af því að áhugi samfélags- ins á starfi deildarinnar er mjög mikill og birtist það m.a. í því að nemendum við deildina fjölgar ár frá ári. Í dag, föstudaginn 9. mars, hefst hugvísindaþing í Aðalbyggingu Há- skóla Íslands, þar sem fræðimenn á ýmsum sviðum hugvísindanna halda fyrirlestra í bland við málstofur með umræðum kennara, nemenda og annarra áhugamanna um hugvísindi. Þingið er nokkurs konar uppske- ruhátíð þess öfluga starfs sem unnið hefur verið í hugvísindum. For- sendan fyrir því að gott fræðastarf geti unnist hér á landi í þessum vís- indum er að hugvísindadeild sé fjár- hagslega sterk. Það er hún því miður ekki eins og sakir standa nú. Í reiknilíkani menntamálaráðu- neytis fyrir deildir Háskólans hefur hugvísindadeild lengi vel mátt dvelja í neðsta þrepinu og því fengið hlut- fallslega miklu minna fjármagn með hverjum nemanda en hún þarfnast. Reiknilíkan þetta er byggt á því að kennsla í hugvísindum sé nánast ein- göngu í fyrirlestraformi og býður helst upp á að nemendafjöldi á hvern kennara sé hafður í hámarki. Þessar hugmyndir um nám í hugvísindum eru löngu úreltar og löngu tímabært að þessu verði breytt. Fjárhagsvandi hugvísindadeildar hefur margar birtingarmyndir en einna helst ber að nefna að ekki gefst kostur á því fyrir deildina að ráða til sín nýtt starfsfólk til kennslu, sem nú þegar er farið að bitna á námsúrvalinu. Ákveðnar námsgreinar, t.d. heimspeki, sagn- fræði og íslenska, berjast við þennan vanda enda hafa ekki verið ráðnir nýir kennarar þar í samræmi við fjölgun stúdenta undanfarinn ára- tug. Einnig hefur mjög lítil nýliðun átt sér stað í deildinni meðal fastráð- inna kennara. Bókakostinum er ábótavant, það eru engir peningar aflögu til að panta nýjar bækur á há- skólabókasafnið. Eins og gefur að skilja er þetta ástand ekki ásætt- anlegt. Þrátt fyrir jákvætt viðmót stjórn- málamanna og atvinnulífsins til starfsins sem unnið er í hugvís- indadeild hefur deildin ekki hlotið þann beina stuðning sem hún þarfn- ast. Fyrirheit um aukið fjármagn hafa sjaldnast verið uppfyllt. Nú er kominn tími til að breyta þessu og efla hugvísindadeild þannig að hún geti áfram staðið undir væntingum í framtíðinni. Að lokum viljum við hvetja alla til að kynna sér dagskrá Hugvísinda- þingsins. Hugvísindaþing í skugga fjársveltis Ásþór Sævar Ásþórsson, Guð- rún Hulda Pálsdóttir og Kári Páll Óskarsson skrifa í tilefni af Hugvísindaþingi » Fyrirheit um aukiðfjármagn hafa sjaldnast verið uppfyllt. Guðrún Hulda Pálsdóttir Höfundar eru nemar við hugvísindadeild. Ásþór Sævar Ásþórsson Kári Páll Óskarsson SÁ MÆTI krati Jón Sæmundur Sigurjónsson sendi flokksfélögum sínum í Hafnarfirði föðurlegar áminningar í Morgunblaðinu hinn 4. mars sl. undir fyrirsögninni; „Höld- um öllum möguleikum opnum í ál- versmálum“. Skila- boðin eru þau að kjósa „með“ stækkun álvers- ins, þrátt fyrir sam- þykkt þingflokks Sam- fylkingarinnar um frestun álverafram- kvæmda. Verðbólgan fari hjaðnandi og þar með spennan í efna- hagslífinu. Það sé því allt í lagi að vera með, þótt það eigi að vera á móti. Framsókn- arflokknum gafst vel nánast alla liðna öld að vera opinn í báða enda. Jón Sæ- mundur telur greinilega að nú sé komið að Samfylkingunni að taka við því hlutverki. Það er ekki verið að kjósa um að loka álverinu í Straumsvík, heldur stækka það nærri þrefalt. Það þýðir á mannamáli í raun nýtt álver. Upp- lýsingafulltrúi Alcan sagði á fundi nýlega, að ef nú ætti að hefja bygg- ingu álvers við Straumsvík í stað 1966, myndi hann segja nei. Álver af þessari stærðargráðu eru ekkert annað en tímaskekkja inni í byggð og þessi risastækkun mun festa ál- verið á þessum stað um ókomna tíð. Það var sérkennilegt hjá grein- arhöfundi að blanda síldinni á Siglu- firði inn í þetta mál – og þó. Hann er jú gamall Siglfirðingur. Hann segir að „náttúran“ hafi leikið Siglfirðinga grátt þegar síldin hvarf, en Hafn- firðingar ætli nú að kasta gullegginu frá sér fyrir væntanlega þessa sömu „náttúru“. Þetta er satt að segja sér- kennilegur málflutningur. Ég man ekki betur en gegndarlaus ofveiði hafi ráðið hvarfi síldarinnar upp úr miðjum sjöunda áratugnum – ekki eitthvert náttúrulögmál og talandi um náttúruna annars vegar og fram- kvæmdir okkar mannanna hins veg- ar, þá er kannski rétt að minna Jón Sæmund á Skeiðsfossvirkjun í Stíflu í Fljótunum, þar sem perlu sveit- arinnar var sökkt undir vatn og bændur hrökkluðust flestir af jörð- um sínum fyrir rafmagnið til Siglu- fjarðar. Þá var orðið náttúruvernd ekki til í íslensku máli. Það komst hins vegar inn í orðaforðann þegar Þingeyingar vörðu Laxárdalinn fyr- ir annarri stíflu. Nú segir Jón Sæ- mundur að svokallaðir nátt- úruverndarsinnar ætli að leiða náttúrulögmálin til öndvegis í efna- hagsmálunum – fái þeir ráðið. Ég velti því fyrir mér hvort greinarhöf- undur hafi séð mynd Al Gore um loftslagsbreytingarnar á jörðinni. Þar er svo sannarlega ekkert nátt- úrulögmál í gangi, heldur verk okk- ar mannanna. Þessi mynd var sýnd á vegum Samfylkingarinnar í Há- skólabíói, sama dag og grein Jóns Sæmundar birtist í Mogganum. Í greininni segir að mengunin frá ál- verinu nái ekki út fyrir lóðamörkin! Hafnarfjörður er nú yfirfullur af erlendu starfsfólki. Það heldur m.a. uppi almenningssamgöngunum í bænum. Árið 1966 snerist atvinnu- lífið um þorsk, síld, kjöt og mjólk. Álið var góð búbót á þeim tíma. Nú er vatn- ið, kalt og heitt ein mesta auðlind þjóð- arinnar – gulls ígildi. Það hefur aldrei þótt hyggilegt að eyða gull- forðanum. Okkar gull- forði í vatnsins gæðum getur ekki annað en aukið verðgildi sitt á næstu árum, lánist okk- ur að gera Jörðina áfram byggilega. Það væri annars fróðlegt að vita fyrir hvaða verð Landsvirkjun ætlar að selja rafmagnið til Alcan. Hefur þú ekki áhuga á að vita það – Jón Sæ- mundur? Það er eitthvað fyrir hag- fræðinga. Opið í báða enda hjá Jóni Sæmundi í álversmálum Reynir Ingibjartsson svarar grein Jóns Sæmundar Sigurjónssonar Reynir Ingibjartsson » Það hefur aldrei þótthyggilegt að eyða gullforðanum. Höfundur er í stjórn Reykjanessfólkvangs. mbl.is smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.