Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 1
                              VINSTRI græn auka fylgi sitt sam- kvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Morgunblaðið og RÚV. Stjórnar- flokkarnir tveir tapa fylgi, en Sam- fylkingin stendur í stað milli kannana. Frjálslyndi flokkurinn bætir við sig einu prósentustigi milli kannana. Stjórnarflokkarnir mælast nú sam- anlagt með 43%, en stjórnarand- stöðuflokkarnir með 55,8%. Þegar þátttakendur eru spurðir hvað þeir hafi kosið í síðustu þing- kosningum má ljóst vera að mest tryggð virðist vera hjá kjósendum Vinstri grænna annars vegar og Sjálf- stæðisflokksins hins vegar. Þannig ætla 91,5% þeirra sem kusu VG síðast að kjósa flokkinn aftur. Hjá Sjálf- stæðisflokknum er hlutfallið 82,3%. Könnun Capacent Gallup var fram- kvæmd dagana 28. febrúar til 7. mars. Úrtakið var tilviljunarúrtak úr þjóð- skrá. Í því voru 1.570 manns á aldr- inum 18–75 ára. Svarhlutfall var 61,2%. | 4 VG bætir enn við sig Fylgi stjórnarflokkanna dalar milli skoðanakannana Í HNOTSKURN » Forsætisráðherra og við-skiptaráðherra munu flytja frumvarpið sem þingmanna- frumvarp. » Orðrétt er auðlindaákvæðiðsvohljóðandi: „Náttúruauð- lindir Íslands skulu vera þjóð- areign þó þannig að gætt sé rétt- inda einstaklinga og lögaðila samkvæmt 72. grein. Ber að nýta þær til hagsbóta þjóðinni, eftir því sem nánar er ákveðið í lög- um. Ekki skal þetta vera því til fyrirstöðu, að einkaaðilum séu veittar heimildir til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlind- um samkvæmt lögum.“ FRÉTTASKÝRING Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is SEGJA má að tilraunir ákveðins hluta Framsóknar til þess að skapa sér sérstöðu og láta brjóta á stjórn- arskrárbindingu auðlindaákvæðis stjórnarsáttmálans hafi runnið út í sandinn í fyrrinótt, hægt og hljótt, þegar þingflokkur Framsóknar samþykkti samhljóða tillögu Jóns Sigurðssonar. Siv Friðleifsdóttir, sem hafði haft forystu um það innan þingflokksins að efna til átaka og láta brjóta á auðlindaákvæðinu, samþykkti líka. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins stóðu Jón Sigurðsson, for- maður Framsóknarflokksins, Guðni Ágústsson varaformaður, Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Jón Kristjánsson, formaður stjórn- arskrárnefndar, þétt saman gegn slíkum áformum og töldu mikið óráð fyrir Framsóknarflokkinn að íhuga stjórnarslit. Í ljúfa löð á elleftu stundu Því varð úr að formenn stjórn- arflokkanna, þeir Geir H. Haarde forsætisráðherra og Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra, komust að sam- komulagi um orðalag á frumvarpi til stjórnskipunarlaga á Alþingi þar sem fram kemur kjarninn í stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að setja skuli ákvæði í stjórnarskrá þess efnis að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar. Á miðnætti í fyrrakvöld var stað- an sú að með öllu var óljóst hvort stjórnarflokkarnir næðu saman um málið og allt eins talið að til stjórn- arslita gæti komið. Forysta Sjálf- stæðisflokksins leit þannig á málið að málefnalega stæði flokkurinn vel að vígi, þar sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefði kynnt Framsóknar- flokknum nokkrar mismunandi til- lögur að orðalagi ákvæðisins, sem í upphafi var vel tekið af framsókn- armönnum, en síðan, að höfðu lög- fræðilegu samráði við Eirík Tóm- asson lagaprófessor, hafnað jafnharðan. Því taldi forystan að ef Framsókn kysi að láta brjóta á þessu ákvæði og hverfa úr ríkis- stjórn yrði einfaldlega svo að vera og þær tillögur sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefði gert í málinu yrðu einfaldlega gerðar opinberar. Samkvæmt mínum upplýsingum hefur formaður Sjálfstæðisflokksins stuðning alls þingsflokksins nokkuð tryggan á bak við sig; helst er talið að Sigurður Kári Kristjánsson muni halda uppi einhverju andófi. Stjórnarandstaðan segir nei Klukkan 18 í gær var haldinn fundur með öllum formönnum stjórnmálaflokkanna í Alþingishús- inu þar sem oddvitar stjórnarflokk- anna óskuðu eftir því að stjórn- arandstaðan samþykkti að málið yrði tekið á dagskrá þegar í dag, svo afgreiða mætti það til nefndar um helgina. Því hafnaði stjórnar- andstaðan og því verður málið ekki tekið fyrir fyrr en í fyrsta lagi á mánudag. Jón, Guðni og Jón stóðu þétt saman gegn Siv  Stjórnarandstað- an hafnar strax  Framsókn reyndi að skapa sér stöðu Morgunblaðið/G. Rúnar Samkomulag Formenn stjórnarflokkanna, Geir H. Haarde forsætisráðherra og Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra, ætla að flytja frumvarp til breytinga á stjórnarskrá sem felur í sér að auðlindir verði í þjóðareigu.  Náttúruauðlindir | 10 STOFNAÐ 1913 67. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is STÓRI BÓKAMARKAÐURINN OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 10-18 Perlunni 1. – 11. mars D Y N A M O R EY K JA V ÍK SPILAÐI OG SÖNG JÓN INGI ER Í ÁFANGA Í MK UM SJÁLFBOÐIÐ STARF OG NÁMSGÖGN HANS ERU GÍTAR >> 24 SKAPTI ÓLAFSSON Í SÖNGLEIKNUM ÁST HEILLANDI ÁST FYRIR ALLA >> 42 Brussel. AFP. | Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sagt matvælaöryggisstofnun sambands- ins, EFSA, að kanna hvort það sé lagi fyrir fólk að borða kjöt og af- urðir einræktaðra (klónaðra) dýra. Verkefni EFSA verður að „meta hugsanlegar afleiðingar einrækt- unar á öryggi matvæla, heilbrigði dýra, velferð dýra og umhverfið í Evrópusambandinu“. Fær stofnun- in hálft ár til að ljúka verkinu, einnig verður gerð rannsókn á sið- ferðislegum hliðum málsins. Bandarísk stjórnvöld sögðu í des- ember að hættulaust væri að neyta kjöts og mjólkur einræktaðra dýra og er því talið líklegt að nú styttist í að slíkar vörur verði fáanlegar í verslunum. Kjöt af klónuðum í verslanir? Munur? Kjöt af einræktuðum dýr- um gæti sést í búðum næstu árin. KARLARITIÐ Super í eigu Allers- útgáfunnar í Danmörku hefur efnt til keppni þar sem vinningurinn er vændiskona, að sögn blaðsins Jyl- landsposten. Talsmenn vinstriflokka í jafnréttismálum fordæma tiltækið. „Það er bókstaflega hryllilegt að fólki skuli geta dottið annað eins í hug,“ segir Pernille Vigsø Bagge, talsmaður Sósíalíska þjóðarflokks- ins. „Ritið niðurlægir fólk sem það notar með þessum hætti og nýtir sér óhamingju þess til að græða.“ Fyrirtækið er í eigu Bettinu Aller sem hefur neitað að tjá sig um málið. Bjóða vændi í vinning ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.