Morgunblaðið - 09.03.2007, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.03.2007, Qupperneq 1
                              VINSTRI græn auka fylgi sitt sam- kvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Morgunblaðið og RÚV. Stjórnar- flokkarnir tveir tapa fylgi, en Sam- fylkingin stendur í stað milli kannana. Frjálslyndi flokkurinn bætir við sig einu prósentustigi milli kannana. Stjórnarflokkarnir mælast nú sam- anlagt með 43%, en stjórnarand- stöðuflokkarnir með 55,8%. Þegar þátttakendur eru spurðir hvað þeir hafi kosið í síðustu þing- kosningum má ljóst vera að mest tryggð virðist vera hjá kjósendum Vinstri grænna annars vegar og Sjálf- stæðisflokksins hins vegar. Þannig ætla 91,5% þeirra sem kusu VG síðast að kjósa flokkinn aftur. Hjá Sjálf- stæðisflokknum er hlutfallið 82,3%. Könnun Capacent Gallup var fram- kvæmd dagana 28. febrúar til 7. mars. Úrtakið var tilviljunarúrtak úr þjóð- skrá. Í því voru 1.570 manns á aldr- inum 18–75 ára. Svarhlutfall var 61,2%. | 4 VG bætir enn við sig Fylgi stjórnarflokkanna dalar milli skoðanakannana Í HNOTSKURN » Forsætisráðherra og við-skiptaráðherra munu flytja frumvarpið sem þingmanna- frumvarp. » Orðrétt er auðlindaákvæðiðsvohljóðandi: „Náttúruauð- lindir Íslands skulu vera þjóð- areign þó þannig að gætt sé rétt- inda einstaklinga og lögaðila samkvæmt 72. grein. Ber að nýta þær til hagsbóta þjóðinni, eftir því sem nánar er ákveðið í lög- um. Ekki skal þetta vera því til fyrirstöðu, að einkaaðilum séu veittar heimildir til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlind- um samkvæmt lögum.“ FRÉTTASKÝRING Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is SEGJA má að tilraunir ákveðins hluta Framsóknar til þess að skapa sér sérstöðu og láta brjóta á stjórn- arskrárbindingu auðlindaákvæðis stjórnarsáttmálans hafi runnið út í sandinn í fyrrinótt, hægt og hljótt, þegar þingflokkur Framsóknar samþykkti samhljóða tillögu Jóns Sigurðssonar. Siv Friðleifsdóttir, sem hafði haft forystu um það innan þingflokksins að efna til átaka og láta brjóta á auðlindaákvæðinu, samþykkti líka. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins stóðu Jón Sigurðsson, for- maður Framsóknarflokksins, Guðni Ágústsson varaformaður, Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Jón Kristjánsson, formaður stjórn- arskrárnefndar, þétt saman gegn slíkum áformum og töldu mikið óráð fyrir Framsóknarflokkinn að íhuga stjórnarslit. Í ljúfa löð á elleftu stundu Því varð úr að formenn stjórn- arflokkanna, þeir Geir H. Haarde forsætisráðherra og Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra, komust að sam- komulagi um orðalag á frumvarpi til stjórnskipunarlaga á Alþingi þar sem fram kemur kjarninn í stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að setja skuli ákvæði í stjórnarskrá þess efnis að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar. Á miðnætti í fyrrakvöld var stað- an sú að með öllu var óljóst hvort stjórnarflokkarnir næðu saman um málið og allt eins talið að til stjórn- arslita gæti komið. Forysta Sjálf- stæðisflokksins leit þannig á málið að málefnalega stæði flokkurinn vel að vígi, þar sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefði kynnt Framsóknar- flokknum nokkrar mismunandi til- lögur að orðalagi ákvæðisins, sem í upphafi var vel tekið af framsókn- armönnum, en síðan, að höfðu lög- fræðilegu samráði við Eirík Tóm- asson lagaprófessor, hafnað jafnharðan. Því taldi forystan að ef Framsókn kysi að láta brjóta á þessu ákvæði og hverfa úr ríkis- stjórn yrði einfaldlega svo að vera og þær tillögur sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefði gert í málinu yrðu einfaldlega gerðar opinberar. Samkvæmt mínum upplýsingum hefur formaður Sjálfstæðisflokksins stuðning alls þingsflokksins nokkuð tryggan á bak við sig; helst er talið að Sigurður Kári Kristjánsson muni halda uppi einhverju andófi. Stjórnarandstaðan segir nei Klukkan 18 í gær var haldinn fundur með öllum formönnum stjórnmálaflokkanna í Alþingishús- inu þar sem oddvitar stjórnarflokk- anna óskuðu eftir því að stjórn- arandstaðan samþykkti að málið yrði tekið á dagskrá þegar í dag, svo afgreiða mætti það til nefndar um helgina. Því hafnaði stjórnar- andstaðan og því verður málið ekki tekið fyrir fyrr en í fyrsta lagi á mánudag. Jón, Guðni og Jón stóðu þétt saman gegn Siv  Stjórnarandstað- an hafnar strax  Framsókn reyndi að skapa sér stöðu Morgunblaðið/G. Rúnar Samkomulag Formenn stjórnarflokkanna, Geir H. Haarde forsætisráðherra og Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra, ætla að flytja frumvarp til breytinga á stjórnarskrá sem felur í sér að auðlindir verði í þjóðareigu.  Náttúruauðlindir | 10 STOFNAÐ 1913 67. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is STÓRI BÓKAMARKAÐURINN OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 10-18 Perlunni 1. – 11. mars D Y N A M O R EY K JA V ÍK SPILAÐI OG SÖNG JÓN INGI ER Í ÁFANGA Í MK UM SJÁLFBOÐIÐ STARF OG NÁMSGÖGN HANS ERU GÍTAR >> 24 SKAPTI ÓLAFSSON Í SÖNGLEIKNUM ÁST HEILLANDI ÁST FYRIR ALLA >> 42 Brussel. AFP. | Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sagt matvælaöryggisstofnun sambands- ins, EFSA, að kanna hvort það sé lagi fyrir fólk að borða kjöt og af- urðir einræktaðra (klónaðra) dýra. Verkefni EFSA verður að „meta hugsanlegar afleiðingar einrækt- unar á öryggi matvæla, heilbrigði dýra, velferð dýra og umhverfið í Evrópusambandinu“. Fær stofnun- in hálft ár til að ljúka verkinu, einnig verður gerð rannsókn á sið- ferðislegum hliðum málsins. Bandarísk stjórnvöld sögðu í des- ember að hættulaust væri að neyta kjöts og mjólkur einræktaðra dýra og er því talið líklegt að nú styttist í að slíkar vörur verði fáanlegar í verslunum. Kjöt af klónuðum í verslanir? Munur? Kjöt af einræktuðum dýr- um gæti sést í búðum næstu árin. KARLARITIÐ Super í eigu Allers- útgáfunnar í Danmörku hefur efnt til keppni þar sem vinningurinn er vændiskona, að sögn blaðsins Jyl- landsposten. Talsmenn vinstriflokka í jafnréttismálum fordæma tiltækið. „Það er bókstaflega hryllilegt að fólki skuli geta dottið annað eins í hug,“ segir Pernille Vigsø Bagge, talsmaður Sósíalíska þjóðarflokks- ins. „Ritið niðurlægir fólk sem það notar með þessum hætti og nýtir sér óhamingju þess til að græða.“ Fyrirtækið er í eigu Bettinu Aller sem hefur neitað að tjá sig um málið. Bjóða vændi í vinning ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.