Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Rósa Sig-urbjörg Sig- urjónsdóttir fædd- ist 14. desember 1927 á Óðinsgötu 20 í Reykjavík. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð hinn 28. febrúar sl. For- eldrar hennar voru Sigurjón Pálsson, f. 21. júní 1887, d. 4. júní 1968, og Ás- laug Guðmunds- dóttir, f. 6. október 1901, d. 29. apríl 1961. Alsystkini Rósu eru Hansína, f. 23. febrúar 1931; Guðfinna Pálína Ólöf, f. 3. ágúst 1933; Margrét, f. 12. mars 1935; Guðný, f. 19. júní 1936, og Svavar, f. 26. ágúst 1938. Systkini Rósu samfeðra voru Björgvin, f. 21. október 1911, d. 18. júlí 1992; Guðmunda Margrét, f. 13. júní 1912, d. 19. desember 1934 og Valgeir, f. 4. júlí 1916, d. 31. maí 1999. Rósa Sigurbjörg giftist Valdi- mar Kristni Valdimarssyni hinn 15. nóvember 1947. Valdimar Kristinn fæddist 9. júní 1926 á Látrum í Aðalvík. Hann lést 6. 1955, búsett í Reykjavík, gift Sig- urgeiri Skúlasyni landfræðingi, f. 1. apríl 1957. Börn: Sigurður Skúli og Brynja Pálína. 5) Valdi- mar Friðrik sagnfræðingur, f. 14. mars 1958, búsettur í Kópavogi, kvæntur Karenu Júlíu Júl- íusdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 8. desember 1960. Börn: Gróa Mar- grét, Þórunn Vala, Júlíus og Stef- anía. 6) Rósa Áslaug kennari, f. 6. mars 1959, búsett á Höfn í Hornafirði, gift Sigurði Guðna- syni lögregluvarðstjóra, f. 8. jan- úar 1960. Börn: Hulda Rós, Val- dís Ósk og Jón Guðni. Barnabarnabörn Rósu Sig- urbjargar eru tólf. Rósa Sigurbjörg ólst upp í Reykjavík á kreppuárunum. Hún gekk í Miðbæjarskólann og lauk þaðan barnaskólaprófi. Þau Valdimar og Rósa byggðu sér hús við Álfhólsveg í Kópavogi. Þar bjó hún eiginmanni sínum og börnum fallegt heimili. Rósa var mikil handavinnukona og hafði unun af lestri góðra bóka. Þó að hún væri ekki langskólagengin þá var hún fjölfróð. Um árabil átti hún við heilsu- leysi að stríða en bjó við einstaka umhyggju Valdimars alla tíð. Síð- ustu æviárin dvaldi hún á hjúkr- unardeild Sunnuhlíðar í Kópavogi og naut þar lofsamlegrar umönn- unar starfsfólks. Útför Rósu Sigurbjargar fer fram frá Digraneskirkju í dag kl. 13. júlí 2001. Foreldrar hans voru Valdimar Ásgeirsson vélstjóri, f. 27. maí 1903, d. 7. mars 1926, og Krist- ín Jóna Friðriks- dóttir, f. 7. júní 1905, d. 17. apríl 1933. Börn Rósu og Valdimars eru: 1) Brynjar Magnús kennari, f. 1. sept- ember 1947, búsett- ur í Kópavogi, kvæntur Steinunni Sigurðardóttur skrifstofumanni, f. 28. apríl 1946. Börn: Sigurður, Friðrik, Rósa Björg og Nanna Margrét. 2) Sig- urjón viðskiptafræðingur, f. 11. des. 1949, búsettur í Kópavogi, kvæntur Ástu Björnsdóttur, kennara, f. 9. nóvember 1953. Börn: Brandur, Valdimar Kol- beinn, Signý Björg og Sara Valný. 3) Ásgeir hagfræðingur, f. 7. maí 1952, búsettur í Reykjavík, kvæntur Evu Hallvarðsdóttur framhaldsskólakennara, f. 16. apríl 1954. Börn: Hallvarður, Valdimar Björn, Þorsteinn Frið- rik og Herdís. 4) Kristín Sylvía skrifstofumaður, f. 30. ágúst Þegar ég minnist móður minnar þá kemur fram mynd af konu sem var ávallt til staðar. Konu sem hafði ákveðnar skoðanir, ákveðna lífssýn og ótrúlegt æðruleysi. Hún var víð- sýn og kenndi mér að sjá fleiri en eina hlið á hverju máli. Fyrsta minn- ing mín um móður mína er af henni við saumavélina, saumandi föt á okk- ur systkinin, köflóttar skyrtur, bux- ur, kjóla og kápur, auk þess liggur eftir hana útsaumur sem er listavel gerður. Þannig var hún sístarfandi meðan heilsan leyfði. Hún var alltaf tilbúin til að ræða málin og var góður kennari. Ég minnist fallega heimilisins sem hún bjó okkur, ferðalaganna þar sem hún var hrókur alls fagnaðar. Ég minnist konu sem var falleg, hlý og brosandi, yndisleg og æðrulaus. Ég er þakk- látur fyrir að hafa átt slíka móður. Megir þú hvíla í friði. Þinn sonur, Valdimar. Elsku mamma. Núna ertu búin að fá hvíldina sem þú hefur óskað eftir að fá undanfarið. Pabbi er örugglega mjög glaður að vera búinn að fá þig til sín. Mamma var fædd og uppalin í Reykjavík, ólst upp á Sölvhólsgötu 7. Hún var ekta Reykjavíkurmær. Þeg- ar maður hugsar um hana eins og hún var á myndum í gamla daga detta manni í hug ljóðlínurnar ,,… það er hún fröken Reykjavík, sem gengur þarna eftir Austurstræti á ótrúlega rauðum skóm" (Jón Múli Árnason og Jónas Árnason). Ég man eftir öllum kjólunum sem hún saumaði á mig og peysunum sem hún prjónaði. Mamma saumaði alltaf nýja náttkjóla á okkur systurnar fyr- ir hver jól, þeir voru með blúndum og leggingu, mjög flottir. Hún saumaði reyndar ekki bara á okkur heldur líka á systurdætur sínar. Mamma var mjög listræn og hefði eflaust far- ið í listaskóla í dag. En þegar hún var ung voru viðhorfin svolítið önnur en í dag. Hún hafði gaman af tónlist, kvikmyndum, lestri bóka og að ferðast. Eftir að mamma varð fyrir því áfalli að veikjast um fertugt skertust lífsgæði hennar nokkuð. Hún gat ekki gert allt sem hún gerði áður og það getur verið erfitt að sætta sig við það en hún tók þessu með einstöku æðruleysi. Margar myndir frá liðinni tíð fljúga í gegnum hugann á stundum eins og þessum. Hve róleg mamma var og nægjusöm í gegnum tíðina. Heilsu hennar hrak- aði síðan smátt og smátt eftir því sem árin liðu. En síðastliðin ár hefur hún verið á Hjúkrunarheimilinu Sunnu- hlíð. Þar hefur verið hugsað vel um hana og vil ég þakka starfsfólki Sunnuhlíðar sérstaklega fyrir þá umhyggju sem það hefur sýnt henni. Kristín Sylvía. Hugsum okkur Kópavog fyrir 1950 þegar unga fólkið á höfuðborg- arsvæðinu var að reyna að koma sér fyrir. Pabbi kom norðan úr Aðalvík og hitti mömmu, fallega Reykjavík- urmær, sem alist hafði upp á Sölv- hólsgötunni, í Skuggahverfinu eins og það var þá kallað. Húsnæðiseklan var mikil og unga parið settist að í sumarbústað við Álfhólsveginn en foreldrar mömmu höfðu fengið út- hlutað sumarbústaðarlandi til rækt- unar í Kópavogi á kreppuárunum. Við Brynjar og Ásgeir, elstu bræð- urnir, tókum þar okkar fyrstu skref og þaðan eru fyrstu minnningarnar um okkar einstaklega þolinmóðu og góðu móður. Fljótlega var hafin bygging húss ofan við Álfhólsveginn, beint á móti sumarbústaðnum, og flutt í það árið 1954. Börnunum fjölgaði: Kristín fæddist 1955, Valdimar 1958 og Rósa Áslaug 1959. Það var í nógu að snúast með sex börn og heimilishaldið hefur tekið drjúgan tíma. Þegar skólaganga okkar hófst komumst við fljótt að því að móðir okkar hafði ætíð leiðbein- ingar okkur til handa við námsefnið í skólanum. Þrátt fyrir litla menntun var hún vel talandi á ensku og ágæt- lega lesandi á dönsku. Við bjuggum að þessum hæfileikum hennar fram á menntaskólaár. Hún hafði mikinn áhuga á ferða- lögum. Sem ung stúlka stundaði hún kaupavinnu hjá frændfólki sínu fyrir norðan og í Landeyjunum. Greini- lega mátti heyra á henni hvað hún hafði notið þeirra sumra. Hún elskaði að ferðast og var dug- leg við að ýta pabba af stað með allan barnahópinn í sunnudagabíltúra um nágrenni Reykjavíkur og berjatínsla á haustin var hennar uppáhald. Veikindi hennar takmörkuðu vissulega ferðalögin en þrátt fyrir þau fóru þau pabbi margar ferðirnar austur á Hornafjörð eftir að Rósa Áslaug settist þar að. Helsta áhugamál pabba var fót- boltinn og mamma tók þátt í því með honum með því að fara með honum á leiki og árum saman var hún einn traustasti áhorfandi Breiðabliks og þó sérstaklega kvennaliða félagsins. En það er þessi yfirvegun og um- burðarlyndi sem ætíð situr eftir í þankanum; aldrei styggðaryrði um nokkurn mann. Hvaðan kom öll þessi gæska? Síðastliðið haust var haldið fjölmennt ættarmót móðurættar mömmu, þremenningar og fjór- menningar saman komnir. Þar kynntist ég mörgu fólki úr ætt ömmu minnar og heyrði mörg dæmi um þetta einstaka umburðarlyndi og æðruleysi. Minntist ég þá aðdáunar pabba og hinna tengdasonanna á tengdamóður sinni. Gæsku hennar minnist ég reyndar sjálfur þrátt fyr- ir að hún dæi langt um aldur fram. Einhvern veginn finnst mér að þessi einstaka góðmennska og vænt- umþykja séu bestu gjafirnar sem við eigum og því gleðjumst við yfir að þessir eiginleikar skuli koma fram hjá afkomendunum. Allt fólk á sér sitt ævintýri. Sög- unni af móður minni, Reykjavíkur- meynni sem faðir minn úr Aðalvík- inni var svo lánsamur að kynnast, er nú lokið. Áfram lifa afkomendurnir þakklátir í minningunni um þetta ævintýri. Elsku mamma, pabbi bíður þín, megir þú hvíla í friði við hlið hans til eilífðar. Sigurjón Valdimarsson. Nú hefur tengdamóðir mín lokið sinni jarðvist. Okkar kynni hófust þegar ég kom inn í fjölskyldu henn- ar, þá var hún tæplega fertug, ung kona, sex barna móðir og húsmóðir á stóru heimili. Mér er í fersku minni sunnudag- urinn í maímánuði 1968, þegar við Brynjar buðum henni í ökuferð að Kaldárseli, undir rótum Helgafells. Þar fórum við í gönguferð en vorum ekki komin langt þegar hún féll í jörðina í krampakasti. Einhvern veginn gátum við borið hana að bílnum og ekið á slysavarð- stofuna. Æð hafði bilað í höfði hennar og fljótlega var hún send til Kaup- mannahafnar í aðgerð, sem ekki var þá farið að framkvæma hér á landi. Við Brynjar fluttum inn á heimili tengdaforeldra minna þá, í þeim til- gangi að rétta hjálparhönd á stóru heimili. Dvöl okkar þar varð nokkrir mánuðir og á þeim tíma kynntist ég Rósu tengdamóður minni vel. Hún var heimakær og nægjusöm naut þess að lesa og sauma út, þó að vinstri höndin setti henni takmörk við það eins og annað. Margar ferðir voru farnar á bráða- móttöku, hvíldarinnlagnir á spítala og sumarið 1997 vistaðist hún á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð, þar sem hún naut góðrar umönnunar í tæp 10 ár, og þar lést hún hinn 28. febrúar . Ég vil þakka tengdamóður minni fyrir samfylgdina öll árin, fyrir sam- tölin við eldhúsborðið, fyrir að hafa fengið að þroskast í návist hennar í gleði og sorg. Að leiðarlokum bið ég henni bless- unar. Steinunn Sigurðardóttir. Mig langar að minnast með nokkr- um orðum Rósu tengdamóður minn- ar sem kveður okkur nú þegar dag- inn er farið að lengja svo um munar. Hún fór ekki óvænt. Í nokkur ár höfðum við fylgst með því þegar þróttur hennar fjaraði smám saman út. Stundum var erfitt að skilja það sem hún sagði undir það síðasta, en í skýru augnaráðinu glitti enn í Rósu eins og hún var áður en veikindin ágerðust svo mjög. Ég man vel eftir Rósu þegar hún kom á móti mér fram ganginn í fyrsta skipti sem ég kom með Ásgeiri syni hennar á Álfhólsveginn. Hún var grönn og hávaxin, en ég tók eftir því að hún haltraði lítillega og gat ekki beitt vinstri handlegg jafnt á við þann hægri vegna heilablóðfallsins sem hún hafði fengið nokkrum árum fyrr. Þrátt fyrir þetta var hún glæsi- leg kona, og þótt húsverkin lægju ekki eins vel fyrir henni eftir áfallið var hún samt sem áður miðpunktur í heimilishaldinu. Hún sat oft í góðum stól í stofunni og saumaði út, lagði kapal, púslaði eða las. Þyrftu börnin hjálp við lærdóminn komu þau ekki að tómum kofunum hjá móður sinni, sem hafði staðið sig svo vel í skóla að kennarar hennar mæltu með því að hún fengi að ganga menntaveginn. Hún var viðræðugóð og minnug; þurfti til dæmis ekki að skrifa hjá sér afmælisdaga afkom- endanna þótt barnabörnin yrðu mörg. Við kaffiborðið á Álfhólsveg- inum var oft glatt á hjalla og þar var vinsæll viðkomustaður allra í fjöl- skyldunni eftir að börn Rósu og Valdimars voru búin að stofna sín eigin heimili. Brosmilda með dökka, þykka hárið, klædda bláum V-háls- málskjól með krosslagðar hendur sé ég hana fyrir mér við borðsendann. Valdimar tengdafaðir minn og Rósa voru kankvís hvort við annað; hann hellti upp á kaffið og færði henni, en tók alltaf fram að þetta væru „fimm- tán krónur“. Aldrei fékk hann pen- ingana en alltaf bros eða hlátur. Þau voru miklir félagar og létu fötlun hennar ekki aftra sér frá að fara á fjölmarga knattspyrnuleiki þar sem vel fór um Rósu í framsæti bíls við völlinn. Á sendiferðabílnum sem Valdimar lagaði að þörfum hennar seinni árin, með rennum og festing- um fyrir hjólastól, ferðuðust þau jafnt austur á Hornafjörð til yngri dótturinnar sem til Vestfjarða í berjamó. Nú þegar hún slæst í för með hon- um á ný mega þau líta stolt um öxl yf- ir farinn veg. Ég þakka Rósu og Valda öll góðu árin sem við fylgdumst að. Eva Hallvarðsdóttir. Elsku amma okkar. Nú ert þú farin og við vitum að þér líður betur núna, en við eigum eftir að sakna þín. Núna ert komin til afa þar sem þú vilt vera. Okkur finnst þú vera góð amma og okkur þykir vænt um þig. Kysstu afa frá okkur. Þín barnabörn, Sigurður Skúli og Brynja Pálína. Elsku amma Rósa, Við kveðjum þig nú í hinsta sinni og þökkum fyrir allt sem þú gafst okkur í gegnum árin. Við gleymum seint góðu stundun- um hjá ykkur afa á Álfhólsveginum þar sem ilmurinn af jólakökum – mínus rúsínur fyrir okkur stelpurnar – fyllti húsið og mettaði magana. Sjaldan var komið að luktum dyrum og ávallt var vel tekið á móti okkur. Jólin og áramótin stóðu sérstaklega upp úr því þá sameinaðist stórfjöl- skyldan hjá ykkur og er mikil eft- irsjá að þeim stundum þó svo að minningarnar ylji okkur um ókomna tíð. Þú áttir alltaf þinn stað á Álfhóls- veginum, í veglegum húsfreyjustól, þar sem þú gast saumað út, glímt við krossgátur og lesið bækur. Þú varst mikil lestrarkona, áttir fjölmarga bókaflokka og varst iðulega með bók í hönd eða í seilingarfjarlægð. Þú varst mjög handlagin og erum við þakklát fyrir að eiga fallegar út- saumaðar minningar frá þér. Við minnumst þín sem einstaklega sterkrar konu því ótrúlega þrautseig varstu og dugleg þrátt fyrir marga hvínandi stormana sem feykt hefðu minni konum út í veður og vind. Þú krafðist aldrei neins og lést veikindin ekki stöðva þig. Afi var duglegur að viðra þig í ferðum, löngum sem stutt- um, þú vílaðir ekki fyrir þér að koma með í kartöflugarðinn og á völlinn og þurftum við því aldrei að líða ömmu- skort sökum veikinda þinna. Eftir að þú fluttist í Sunnuhlíð komstu á helstu viðburði innan fjöl- skyldunnar og nærvera þín var ávallt notaleg. Þrátt fyrir að sorgin hafi kveðið dyra hjá okkur er huggun harmi gegn að afi Valdi er alsæll með að hafa þig loks aftur hjá sér. Þið voruð sköpuð fyrir hvort annað og ást ykk- ar svo skilyrðislaus að lærdóm ber að draga af. Elsku amma okkar, megir þú loks- ins hlaupa frjáls um við hlið afa á himnum. Takk fyrir allt. Þín sonarbörn, Valdimar Kolbeinn, Signý Björg og Sara Valný Sigurjónsbörn Hún Rósa hefur nú fengið hvíld frá langvarandi veikindum. Það eru yfir 60 ár síðan ég frétti af fallegri Reykjavíkurmær sem hann Valdi frændi minn og uppeldisbróðir væri trúlofaður. Ég átti heima fyrir vest- an og Valdi sendi mömmu mynd af kærustunni sinni, henni Rósu, ég man alltaf hvað mér fannst hún fal- leg á þessari mynd. Ég kynntist Rósu fyrst þegar hún var sumar- langt hjá foreldrum mínum í Tungu í Skutulsfirði á meðan Valdi var að róa á lítilli trillu með Friðriki afa norður á Látrum. Það voru áreiðanlega tals- verð viðbrigði fyrir unga stúlku að koma frá Reykjavík og eiga að búa hjá væntanlegu tengdafólki nokkru innan við Ísafjörð og unnustinn ekki í kallfæri. Í Tungu þurfti að dæla öllu neysluvatni upp úr brunni og skola þvottinn úr ánni sem rann spölkorn frá húsinu, og sími var bara á næsta bæ. En Rósa sætti sig við þetta og hjálpaði mömmu við húsverkin á gestkvæmu heimili. Valdi og Rósa hófu búskap í litlum sumarbústað í Kópavoginum og að fimm árum liðnum voru synirnir orðnir þrír svo að Rósa hafði nóg að gera við bleyjuþvott og barnaupp- eldi. En hjónin voru samhent og Valdi tók mikinn þátt í húsverkunum eftir því sem útivinnandi heimilisfað- ir hafði tök á. Rósa var afskaplega dagfarsprúð kona og kvartaði ekki þótt frístundir væru fáar. Hún hafði mikið yndi af bóklestri og hannyrð- um og fann því ævinlega einhverjar stundir til að sinna þessum áhuga- málum sínum. Aðstaða fjölskyldunn- ar batnaði mikið þegar pabbi og Valdi byggðu saman hús í Kópavogi. Það er ekki vandalaust fyrir unga konu með fullt hús af börnum að búa undir sama þaki og tengdafólkið, en aldrei varð ég vör við annað en mikla vináttu á milli Rósu og mömmu. Þær áttu sama afmælisdaginn og deildu honum saman árekstralaust. En unga fjölskyldan hélt áfram að stækka og eftir 12 búskaparár voru börnin orðin sex. Rósa var mikið heima og alltaf til taks þegar börnin þurftu á að halda. Hún reyndi að finna stundir til að sauma fallega púða og annað sem prýða mætti heimilið og hún fann hvíld og til- breytingu í því að lesa góðar bækur. Foreldrarnir studdu hin efnilegu börn sín við íþróttaiðkun, leik og dans ásamt hefðbundnu skólanámi. Rósa vék hiklaust húsverkunum til hliðar þegar um var að ræða að fylgj- ast með börnunum á íþróttavellinum eða á danssýningu. Áhugamál barnanna urðu jafnframt áhugamál Rósu og Valda. Rósa bjó við skerta heilsu í tugi ára en þrátt fyrir lang- varandi heilsuleysi var það eitt mesta áhugamál hennar að fylgjast með knattspyrnuleikjum og öðrum boltaíþróttum sem börnin hennar eða barnabörnin tóku þátt í. Fjöl- skyldan var henni alltaf efst í huga og hún fylgdist vel með öllu eftir því sem aðstæður leyfðu. Að lokum vil ég þakka fyrir að hafa kynnst Rósu og æðruleysi hennar við erfiðar aðstæð- ur. Við Jón Freyr vottum öllum að- standendum innilega samúð. Matthildur Guðmundsdóttir Rósa Sigurbjörg Sigurjónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.