Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT New York. AFP. | Átta börn og einn fullorðinn létu lífið í eldsvoða í íbúðarhúsi í New York-borg í fyrri- nótt. Er þetta mannskæðasti brun- inn í New York frá árinu 1990, ef hryðjuverkin 11. september 2001 eru ekki meðtalin. Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, sagði að fimmtán manns hefðu orðið fyrir brunasárum og nokkrir þeirra væru í lífshættu. Alls bjuggu 22 í húsinu, fjögurra hæða byggingu í Bronx. Eldurinn kviknaði í neðstu hæðinni og breiddist fljótt út þannig að íbú- arnir komust ekki niður af neðri hæðunum. Yfirvöld eru að rann- saka fréttir um að örvæntingarfull móðir hafi hent þremur börnum sínum út um glugga bygging- arinnar áður en hún stökk sjálf. Tvær fjölskyldur frá vestan- verðri Afríku bjuggu í húsinu. Önnur þeirra var frá Malí, að sögn Bloombergs. Ekki er vitað um eldsupptökin. Átta börn fórust í eldsvoða í íbúðarhúsi í New York Eldgildra Íbúðarhúsið sem brann í Bronx í New York í fyrrinótt. Jerúsalem. | Aðeins 2% ísraelskra kjósenda treysta Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og er þetta gengisleysi hans einsdæmi í ísraelskri stjórnmálasögu. Er ástæðan fyrst og fremst klúðrið í Líbanon á síðasta sumri og hneykslismál, sem snerta hann og ýmsa aðra ráðherra í ríkisstjórninni. Samkvæmt könnuninni, sem gerð var fyrir dagblaðið Yediot Aharonot, nýtur Tzipi Livni utanríkisráðherra mests trausts, 22%, og síðan Verkamannaflokks- þingmaðurinn Ami Ayalon, 18%. Olmert má muna sinn fífil fegurri en þegar hann tók við eftir góðan sigur Kadima-flokksins taldi bandaríska tímaritið Time að hann væri einn af 100 áhrifamestu stjórnmálamönnum í heimi, jós hann lofi og sagði, að líklega væri hann meiri stjórnmálamaður en nokkur annar fyrirrennari hans á forsætisráðherrastóli í Ísrael. „Olmert hefur leitt allsherjarringulreið yfir Ísrael,“ segir í dagblaðinu Haaretz. „Engin stefna, engin ábyrgð, engin virðing fyrir lögunum.“ Olmert nýtur aðeins trausts 2% ísraelskra kjósenda Vinalaus Olmert forsætisráðherra. Washington. AFP. | Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa náð saman um frumvarp um, að bandarískt herlið verði flutt heim frá Írak seint á næsta ári og raunar fyrr ef ástandið í landinu batnar ekki frá því, sem nú er. Nancy Pelosi, forseti full- trúadeildarinnar, sagði, að með frumvarpinu yrðu stjórnvöld í Írak gerð ábyrg fyrir öryggismálum í landinu og George W. Bush forseta falið að ganga úr skugga um, að einhver árangur hefði orðið í þeim efnum 1. júlí nk. og aftur 1. októ- ber. Stefnt er að því, að brottflutn- ingur herliðsins hefjist 1. mars á næsta ári og honum verði að fullu lokið á hálfu ári. Heim að ári Demókratar vilja hefja brottflutning frá Írak eftir ár. Frá Írak á næsta ári ALI Reza Asghari, fyrrverandi aðstoðarvarnarmálaráð- herra Írans, sem hvarf í síðasta mánuði er hann var í Tyrklandi, er nú sagður vinna með vestrænum leyni- þjónustustofnunum. Hefur bandaríska dagblaðið The Washington Post það eftir háttsettum embættismönnum en Asghari var áður yfirmaður írönsku byltingarvarð- anna og mjög kunnugur sambandi Írana og Hizbollah- hreyfingarinnar í Líbanon. Írönsk stjórnvöld sögðu fyrr í vikunni, að Ísraelar eða Bandaríkjamenn kynnu að hafa rænt Asghari en The Washington Post segir, að hann hafi sjálfur ákveðið að flýja frá Íran. Fréttir eru þó um, að Ísraelar hafi átt einhvern þátt í því en ekki er samt talið, að Asghari búi yfir einhverri vitneskju um kjarn- orkuáætlanir Írana. Asghari sagður hafa flúið Ali Reza Asghari REKA átti þrjár 16 ára stúlkur í einn dag úr skóla í New York fyrir að lesa upphátt úr leikritinu Píku- sögum og nefna orðið leggöng. En hætt var við brottreksturinn vegna mótmæla nemenda og foreldra. Á móti Píkusögum MEIRA en ein milljón manna í Chongqing, stórri borg við Yangtze-fljót í Kína, horfist í augu við vatnsskort en vatn í fljótinu og þverám þess er nú óvanalega lítið. Óttast vatnsskort ÞREMUR af hverjum fjórum kon- um í sumum héruðum Líberíu hefur verið nauðgað. Kemur það fram í könnun og mikið er um að ungum börnum sé nauðgað. Aðeins nýlega voru sett lög gegn nauðgunum. Ömurlegt ástand FORSVARSMENN bandarísku myntsláttunnar voru heldur skömmustulegir í gær þegar þeir viðurkenndu, að eitthvað af nýrri dollaramynt hefði farið í umferð án orðanna „Við treystum guði“. Guðlausir dollarar SKOSKA heimastjórnin hefur út- hlutað þrettán milljónum punda, sem svarar 1,7 milljörðum króna, til verkefna sem miða að því að þróa tækni til að beisla sjávarorku. Megn- inu af fénu verður varið til verkefna í einu af stærstu „sjávarorkubúum“ heims, að því er fram kom á vefsetr- inu Renewable Energy Access. Nicol Stephen, aðstoðarforsætis- ráðherra heimastjórnarinnar, sagði að Skotar einsettu sér að vera í far- arbroddi í þróun sjávarorkuvera og fjárveitingin markaði þáttaskil í þeirri viðleitni. „Skotland hefur burði til að framleiða fjórðung af sjávarorku Evrópu og nauðsynlegt er að láta til skarar skríða strax ef við viljum ná langtímamarkmiðum okkar um að nýta endurnýjanlega orkugjafa.“ Þróunarstarfið fer aðallega fram í Evrópsku sjávarorkumiðstöðinni (EMEC) á Orkneyjum. Orkufyrir- tækið ScottishPower hyggst fjár- festa sem svarar 1,3 milljörðum króna í sjávarorkuveri sem á að taka í notkun á næsta ári. Þar verða not- aðar fjórar Pelamis-vélar sem fram- leiða þriggja megavatta orku. Gert er ráð fyrir því að „sjávarorkubú“ framtíðarinnar geti framleitt 30 megavatta orku sem nægir fyrir um 20.000 heimili. Tutt- ugu slík bú geta séð borg á borð við Edinborg fyrir nægri orku. Veðja á sjávar- orkuna %9 :  '  '   /   ''   ) /  9 *   9  '  ;  ) 7  2     2  2 '  // 2* .                     ! "                       ! "       " #$   #$ "  % &'( #)   *  %&'() *+,- .  + / $  11    ! $  2    2!   !  !3/  !+ , !  ! -% %&4* .5.4    % !  2 $ 6! !    ! !. # !. / . !01    *02"3% *1%"3%  %  3  2 $  0  82!  ! 3 8  2  $   9 :       ; 3!! $ ! 3 / //   ! $ ! 11   ! $  " 3  /"   2 4'  5 + ALÞJÓÐA kvennadagurinn var í gær, 8. mars, og í til- efni af því voru þessari ókulvísu konu færð blóm. Hafði hún fengið sér dálítinn sundsprett í vök á ísilögðu Moskvufljóti þar sem það rennur um borgina. Kvenna- dagurinn er haldinn hátíðlegur um allan heim. Það var fyrst gert í Bandaríkjunum 1909 en þá 28. febrúar. AP Blóm í tilefni dagsins Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is OFNÆMI hvers konar verður æ al- gengara á Vesturlöndum en tölur sýna, að það leggst ekki jafnt á alla þjóðfélagshópa. Mest er það meðal þeirra, sem best hafa það, hafa góða menntun og góðar tekjur, og því ljóst, að hér er um dæmigerðan vel- megunarsjúkdóm að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá dönskum heilbrigðisyfirvöldum þjást 25% þeirra, sem stundað hafa nám í 15 ár eða lengur, af ofnæmi en aðeins 15% þeirra, sem hafa minna en 10 ára skólagöngu. Kemur það ekki Hans J. Malling lækni á óvart. „Í þróunarlöndunum þekkist það varla og fyrir 100 árum aðeins meðal dönsku yfirstéttarinnar. Í Austur- Þýskalandi var lítið um það þar til múrinn féll,“ segir Malling. Malling segir, að ástæðan sé með- al annars sú, að við gerum okkar besta til að lifa í dauðhreinsaðri ver- öld. Mikill þrifnaður og fúkkalyf sjái til þess, að ónæmiskerfið hafi ekkert að gera. Þess vegna fái það ekki það áreiti, sem því er eðlilegt, með þeim afleiðingum að það ræðst gegn eigin líkama. Ofnæmi er sívaxandi velmegunarsjúkdómur Við lifum í dauðhreinsaðri veröld og ónæmiskerfið ræðst gegn eigin líkama út af skorti á áreiti, það vantar verkefni Grasið Þeim fjölgar sífellt sem hafa ofnæmi fyrir frjókornum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.