Morgunblaðið - 09.03.2007, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.03.2007, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ALÞJÓÐAFORSETI Lions- hreyfingarinnar, Jimmy M. Ross, hefur sæmt forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, sérstakri heið- ursorðu, en hún er einungis ætluð þjóðhöfðingjum og þjóðarleiðtog- um. Íslenskir forystumenn Lions- hreyfingarinnar afhentu forseta orðuna fyrir hönd alþjóðaforseta hreyfingarinnar við athöfn á Bessastöðum. „Forseti Íslands er sæmdur orðunni fyrir einstakt framlag hans í þágu hreyfingarinnar. Veiting heiðursorðunnar til for- seta Íslands er jafnframt mikil viðurkenning fyrir starf Lions- hreyfingarinnar á Íslandi,“ segir í tilkynningu. Að lokinni athöfninni á Bessa- stöðum áttu forystumenn hreyf- ingarinnar fund með forseta. Afhending Fulltrúar Lions-hreyfingarinnar ásamt forseta Íslands. Forseti Íslands sæmdur heið- ursorðu Lions-hreyfingarinnar ÍSLENSK sendinefnd er stödd í Ottawa í Kanada þar sem hún mun í dag funda við þarlend yfirvöld um íslensk varnarmál. „Við munum tala við fulltrúa úr utanríkis- og varnarmálaráðuneytinu,“ segir Grétar Már Sigurðsson, ráðuneyt- isstjóri í utanríkisráðuneytinu, sem á sæti í nefndinni. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingar ræða við Kanadamenn um varnarmál og „við ætlum að greina frá okkar áhuga“, segir Grétar Már. Í raun sé um kynningu á hug- myndum Íslendinga að ræða og í framhaldinu verði svo ákveðið hvað gert verði. „Við ætlum að greina þeim frá viðræðunum sem við höf- um átt við Dani, Norðmenn og Breta og munum segja þeim frá því að við höfum áhuga á að ræða við þá,“ segir hann. Kanadamenn séu aðilar að björg- unarsveitasamstarfi milli Kanada, Bandaríkjanna og Bretlands. „Við munum greina þeim frá því að við höfum áhuga á að taka þátt í ein- hverju slíku samstarfi.“ Í íslensku sendinefndinni eru auk Grétars þau Þórunn Hafstein úr dómsmálaráðuneytinu og Sturla Sigurjónsson úr forsætisráðuneyti. Varnir rædd- ar í Kanada FÆÐISGJALD leikskólabarna í Reykjavík mun lækka frá og með 1. apríl í kjölfar þess að virðis- aukaskattur á matvæli hefur verið lækkaður. Lækkar gjaldið úr 6.370 kr. á mánuði í 6.070 kr. Samanlagt lækka útgjöld foreldra leikskóla- barna í Reykjavík vegna fæðis- kostnaðar um 20 milljónir króna á ársgrundvelli. Fæðisgjald lækkar EINN þekktasti fjallamaður heims, Steve House, mun heimsækja Ís- land í tilefni 30 ára afmælis Ís- lenska Alpafélagsins. Hann mun halda fyrirlestur og myndasýningu um ævintýri sín í sal Ferðafélagsins, Mörkinni 6, mánu- dagskvöldið 12. mars kl. 20. Nánari upplýsingar á www.isalp.is. Fjallafyrirlestur BORGARRÁÐ samþykkti einróma í gær að veita Kvenréttindafélagi Ís- lands styrk að upphæð ein milljón króna á ári til þriggja ára til þess að styrkja starfsemi félagsins og skrifstofu. Félagið á 100 ára afmæli á þessu ári. Markmið félagsins er að bæta réttindi kvenna. Milljón í styrk STJÓRN Glitnis banka hf. hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu, sem undirrituð er af formanni stjórnar, Einari Sveinssyni: „Í framhaldi af umfjöllun fjöl- miðla um mögulegan samruna inn- lendra bankastofnana vill stjórn Glitnis taka fram að engar umræð- ur þar að lútandi hafa átt sér stað innan stjórnar Glitnis. Á undan- förnum árum hefur Glitnir styrkt stöðu sína verulega með markviss- um vexti, einkum á Norðurlönd- unum og í Norður-Evrópu. Glitnir hefur gengið í gegnum umfangs- mikið umbreytingarferli til mikilla hagsbóta fyrir viðskiptavini og hlut- hafa bankans. Bankinn hefur nú starfsstöðvar í tíu löndum og starf- semi um allan heim. Staða bankans á heimamörkuðum hans, á Íslandi og í Noregi, er mjög góð og rekstur bankans hefur gengið afar vel á undanförnum árum. Á árinu 2006 tvöfölduðust tekjur og hagnaður bankans frá fyrra ári og nam hagn- aðurinn rúmum 38 milljörðum króna. Forsvarsmenn bankans hafa lýst því yfir að stefnt sé að áframhald- andi markvissum innri og ytri vexti. Það skal ítrekað að samruni við innlenda fjármálastofnun hefur aldrei verið ræddur í stjórn bank- ans, sem fer með æðsta vald félags- ins á milli aðalfunda.“ Samruni ekki ræddur í stjórn Glitnis Hita og njóta Nú getur þú framreitt ljúffenga súpu frá Knorr úr úrvals hráefni á augabragði. Tilvalin í forrétt eða sem hressandi aðalréttur fyrir tvo. Hún er tilbúin – bara að hita og njóta!Fí t o n / S Í A F I 0 2 0 2 3 5 TÆPLEGA 350 manns sóttu tón- leika í Ísafjarðarkirkju í fyrraköld. Tónleikarnir voru haldnir til styrktar þeim Guðbjörtu Lóu Sæ- mundsdóttur og Örnu Sigríði Al- bertsdóttur, sem báðar eru nem- endur við Menntaskólann á Ísafirði. Guðbjört Lóa, sem er nem- andi á þriðja ári, hefur um margra ára skeið háð hetjulega baráttu við krabbamein en Arna Sigríður, sem er í fyrsta bekk, slasaðist alvarlega á skíðum í Noregi fyrir skömmu. Alls söfnuðust 400 þúsund krón- ur á tónleikunum, sem haldnir voru á vegum Sólrisuhátíðar, lista- og menningarviku MÍ. Meðal þeirra sem fram komu á tónleik- unum má nefna söngvarann Frið- rik Ómar. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Safnað fyrir skólasystur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.