Jólabókin - 24.12.1909, Síða 8

Jólabókin - 24.12.1909, Síða 8
8 Ó, að liann heföi þó verið guð, þessi keisari! Maðnr, til að skilja mann til hlítar, en guð, til að hefja hann yíir sjálfan sig, — kveikja ljós liimins- ins inst inni við dimmar rætur hjartans í brjósti manns! Þá, — já, þá mundi Abgar konungur ekki hafa látið sér í augu vaxa þótl orðið hefði að streitast á blóðstokknum ilvegum til keisarahallarinnar í Róm, til að leggja kórónu sína og líf fyrir fætur hans! En Ágústus keisari var að eins maður — meira ekki. Og fyr mundi himininn falla á jörðu niður en að guð og maður yrðu eitt.------ Konungurinn hafði staðið þarna og starað út í náttmyrkrið, án þess að sjá hið minsta, — svo gersamlega var hann sokkinn niður í sínar alvar- legu hugleiðingar. En svo brá honum alt í einu, er hann tók eflir hvítu húsaveggjunum, sem hann hafði ekki áður i'est augu á, en komu nú frain úr núttmyrkrinu með skýrum ummerkjum. Hann gekk að öðrum glugga, cr sneri við austri, og sá, að himininn ijómaði sem at dags- bjarma, þótt enn væru óliðnar margar stundir nætur, og öll dimma himinhvelfingin yfir höfði hans var ljósgræn og gagnsæ. Og í miðju bjarma-hafinu, lítið eitt ofar sjón- deildarhringnum, var stjarna ein mikil og skær.

x

Jólabókin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.