Jólabókin - 24.12.1909, Síða 12

Jólabókin - 24.12.1909, Síða 12
12 í dögun næsta morgun steig hann á hest sinn til hcimferðar, eftir nokkurra stunda næturhvild. Hann mundi gjarnan hafa kosið að dveljast leng- ur í Jerúsalem, pví að hvergi hafði hann komið er honum þætti svo liugðnæmt að vera sem þar. En honum leið ekki úr minni hin þorstláta þrá, sem skinið hafði út úr andliti Abgars konungs, og nú vissi hann sig liafa meðferðis þá orðscnding, er svala mundi sálu hans, líkt og regndögg, er fellur á sólbrent og skrælnað land. — Pess vegna mátti hann ekki tefja. Kvöldið áður, er hann kom að húsi Gamaliels Gyðings, hafði hann hitt að máli nokkra Grikki, er komnir voru til borgarinnar eins og hann til þess að fá að sjá Meistarann. En þeir töldu þess litla von, að takast mætti að þröngva sór til hans gegnum mannþyrþinguna. Ananías fekk þó loks náð tali aí einum læri- sveina hans, er kvaðst lieita Tómas. Ifonum fekk hann brdf húsbónda síns til spámannsins, og bað um að leiða sig fram fyrir hann, svo að hann gæti þó lýst honum, er heim kæmi, eí hann fengi ekki unnið hann til að fara meö sér til Edessu. Tómas hafði skilað bréfi konungsins, en það var á þessa leið: »Abgar Arscliamsson »til læknisins mikla, sem kominn er »íram á Gyðingalandi, í Jerúsaleni. »Heill sért þú!

x

Jólabókin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.