Jólabókin - 24.12.1909, Síða 30

Jólabókin - 24.12.1909, Síða 30
30 ÖHum sölubúðum var lokað, og þar sem fyr um kvöldið var bjart sem um hádag, glórði að eins í vesælt luktarljós. Ljósbjarma sá í hús- gluggunum af jólatrjám, sem búið var að kveikja á. Sumstaðar voru gluggatjöld dregin fyrir, svo að ekki sást annað en skuggar þeirra, sem gengu í kringum trén og sungu. En skuggarnir bentu til þess, livar trén ljómuðu. Og sumstaðar mátti sjá alla dýrðina utan al strætinu. Hvar sem maður nam staðar og hlustaði,barst að eyrum manns ómur af jólasöng. f*ar mátti þekkja úr rödd húsföðurins, sterka og djúpa, og hósmóðurinnar, mjóa og þreytulega, af því að raula vögguljóð ákvöldin; og barnaraddirnar voru hvellar og skærar af jólafögnuðinum. En ekki voru þeir margir, sem nú voru á ferli, þegar allir voru komnir heim til sin, þeir er lieimili áttu. Og smámsaman liljóðnaði söngurinn og dó á kertunum. Og hljótt varð í húsunum. Litlu börnin sváfu vært, með rjóðar kinnar, ogdreymdi um jólin. Fullorðna fólkið sat liátíðlegt og hljótt og ánægt, en þreytulegt. Lögregluþjónninn gekk fram og aftur um strættið, einmana og óskaði sér værðar. Um þelta leyti gekk maðurinn, sem enginn þekti. upp dyrariðið á stóru og skrautlegu húsi. Hann nam staðar á neðsta gólfi og hringdi

x

Jólabókin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólabókin
https://timarit.is/publication/437

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.