Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 4
þeirra nær hins vegar ekki til þess að setja pólitískt markmið, heldur til að benda á leiðir til að ná settum mörkum og minna á, hvað til greina kemur. Það er lögfræðilegt verkefni að móta tillögur um framkvæmd kosninga, en ekki lögfræði, hvort kjördæmi utan suðvesturlands eigi að hafa tvisvar sinnum fleiri þingmenn að tiltölu við kjósendafjölda en Reykjanes. Ekki fremur en það væri lögfræði að halda því fram, að á Alþingi ættu næstu 25 ár að sitja helmingi fleiri konur en karlar til að bæta upp það misrétti, sem konur hafa mátt þola á stjórnmálasviðinu. Þessu næst er ástæða til að benda á, að lögfræðingar hafa ekki svör á tak- teinum við öllum spurningum, sem skynsamlegt væri að beina til þeirra, þegar unníð er að því að endurskoða stjórnarskrána. Það er t.d. ekki vitað, hvernig unnt er með löggjöf að tryggja, að í stjórnarskránni séu leikreglur fyrir þá aðila, sem mest láta að sér kveða í þjóðfélaginu. Þar er talað um Alþingi, ríkisstjórn, forseta lýðveldisins, jafnvel nokkuð um stjórnsýslu og dómstóla. Hins vegar er þar ekki reynt að marka stjórnmálaflokkum og hagsmunasamtökum starfssvið, þó að ekki sé vafamál, að þessi samtök hafa nú veruleg áhrif og þyrftu e.t.v. að starfa eftir jafnskýrum reglum og t.d. Alþingi. Vel má vera, að mönnum þyki einhver rök mæla gegn þessu, en það er ekki til umræðu hér. Hitt er vert að benda á, að lögfræðingar vita ekki, hvernig við skuli bregðast, ef ráða þeirra er leitað og spurt, hvernig ætti að orða stjórnarskrárákvæði um stjórn- málaflokka og hagsmunasamtök. Að lokum skal vikið að mikilvægu atriði: aðferðinni við endurskoðun stjórn- arskrárinnar, þegar undirbúningi þeim, sem nú stendur yfir, er lokið. Hugsan- legt er að sjálfsögðu, að samkomulag náist og að unnt verði að fá nýja stjórn- arskrá samþykkta á Alþingi. Hitt er einnig hugsanlegt, að deilur komi upp og að enn fari sem fyrr, að pólitískan vilja skorti til að koma fram heildarendur- skoðun. Ef svo fer, er mikilvægt, að menn skilji, að full þörf er á breytingum varðandi atriði, sem enginn stjórnmálaágreiningur er líklegur um, t.d. breyt- ingum á mannréttindakaflanum, dómstólakaflanum o.s.frv. Slíkum breytingum má, eins og dr. Gunnar G. Schram bendir á í ritgerð sinni, koma á í tengslum við almennar þingkosningar, og er það fyrirhafarlítil aðferð, en réttlætanleg. Þ. V. 66

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.