Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 17
þessi breyting myndi heldur draga úr fjáraustrinum úr ríkissjóði og þar með frekar gera mögulega lækkun á sköttum.n) Tillaga þessi er all athyglisverð. Með henni eru settar hömlur gegn því, að stj órnarandstaðan hafi heimild til þess að bera fram tillögur um hækkun fjárlaga, en jafnframt eru þær sömu hömlur raunar lagðar á þingmenn stjórnarílokkanna. Myndi slíkt ákvæði taka fyrir kapp- hlaup þingmanna hinna einstöku kjördæma um flutning útgjaldatil- lagna til framkvæmda án þess að f j ármagn væri tryggt, og leggj a sama haft á yfirboðstillögur stj órnarandstöðunnar á hverjum tíma við af- greiðslu fjárlaga. Hinsvégar er nokkur vafi á því, hvort slík tillaga, þótt fram næði að ganga, myndi breyta miklu í þessum efnum frá því sem nú er, þar sem stjórnarflökkarnir ákveða í raun upphæð fjárlaga. En víst má ætla, að mjög myndi draga úr útgjaldatillöguflóðinu við gerð fjárlaganna, ef tillagan næði fram að ganga. 7. Landsdómur og Hæstiréttur. Verður þessu næst vikið að þriðju grein ríkisvaldsins, dómsvaldinu, og fyrst minnzt á landsdóm. Landsdómur er sérstakur dómstóll, svo sem kunnugt er, sem hefur það eitt hlutverk að dæma í þeim málum, sem Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra, sbr. 1. gr. 1. 3/1963. Dómstóllinn hefur aldrei komið saman allan þann tíma, sem liðinn er frá því hann var settur á laggirnar fyrir 72 árum með 1. 11/1905. Sú spurning vaknar því, hvort rétt sé að fella úr stj órnarskránni lands- dómsákvæðin og fela æðsta dómstóli þjóðarinnar, Hæstarétti, þar að fjalla um embættisafbrot ráðherra. Hin sérstöku ákvæði um það, að Alþingi geti komið fram ábyrgð á hendur ráðherra fyrir brot í starfi, var þégar að finna í stjórnarskránni 1874, 3. gr. Skyldi þeirri ábyrgð háttað svo sem nánar yrði skipað fyrir með lögum, eins og það var þar orðað. En þau lög voru aldrei sett, meðan ákvæðið var í gildi, og var það því Hæstiréttur Danmerkur, sem dæma skyldi í þeim málum. Jafnframt var Alþingi heimilað að kæra til konungs út af því, hvernig landshöfðingi beitti valdi sínu, og skyldi konungur þá ákvarða hverju sinni, hvernig ábyrgð á hendur honum skyldi fram komið. Með 2. gr. stjórnskipunarlaga nr. 3, 1903 var Al- þingi veitt vald til að ákæra ráðherra. Það er síðan 1904, þegar fyrsti íslenzki ráðherrann hafði verið skipaður og heimastjórn fengin, að sett voru fyrstu lögin um ábyrgð ráðherra 1. 2/1904. Ári síðar var landsdómur settur á laggirnar, sem dæma skyldi í málum, sem Alþingi 79

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.