Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 39
þá una við röðina á listanum. En einnig getur hann látið vera að merkja við listabókstafinn, en þess í stað merkt við nafn þess frambjóðanda, sem hann vill ljá atkvæði sitt. Með því gefur hann til kynna, að hann styður flokkinn, en einnig sérstaklega einn af frambjóðendum hans. Við útreikning úrslita er fyrst að venju fundin hlutfallstala kosn- inganna í hverju kjördæmi. Efsta manni lista reiknast persónuleg at- kvæði hans, að viðbættum þeim skerf flokks(lista) atkvæðanna, sem hann þarf að hljóta til þess að ná hlutfallstölunni og hljóta kosningu. Öðrum manni reiknast síðan persónuleg atkvæði hans og sá skerfur af afgangi flokksatkvæðanna, sem hann þarf á að halda. Er svo fram haldið útreikningi. Niðurstaða þessa kerfis í raun í Belgíu hefur verið sú, að efsti maður á listanum er alla jafna öruggur um kosningu, þar sem hann tekur af flokksatkvæðunum óskiptum. En hafi þriðji maður mun fleiri persónuatkvæði en annar maður, færist hann oft upp íyrir hann, en það fer þó vitanlega eftir því, hver afgangur flokksatkvæða er hverju sinni, sem til annars manns fellur. Við þetta má bæta, að bæði í Svíþjóð og Finnlandi, sem búa við hlut- fallskosningar sem Island, eru rýmri ákvæði, áþekk danska kerfinu, til persónulegra kosninga en er nú að finna í kosningalögunum íslenzku. Þessi kosningakerfi, sem hér hefur verið mjög stuttlega lýst, auka verulega vald og svigrúm kjósandans til þess að hafa persónuleg áhrif á úrslit kosninga miðað við það kerfi, sem gilt hefur hér skv. 1. nr. 52/1959. 16. Niðurstöður. Að lokum skal lögð áherzla á eftirfarandi atriði: Vilji menn taka upp nýja kjördæmaskipan og kosningakerfi með stjórnarskrárbreytingu, virðast bæði írska og vestur-þýzka kerfið koma til greina með þeim breytingum, sem henta þykja miðað við íslenzkar aðstæður. Af þeim er þegar fengin ítarleg reynsla þá áratugi, sem þau hafa verið á lögbókum þessara þjóða, og sú reynsla hefir sýnt, að þau tryggja bæði, að þjóðþingin séu skipuð í samræmi við fylgi flokka og frambjóðenda með þjóðinni. Það er vitanlega kjarni málsins. Telji menn hinsvegar, að ekki sé ástæða til þess að gera grundvall- arbreytingu á kjördæmaskipan og kosningatilhögun í Ijósi þeirrar reynslu, sem fengizt hefur frá 1959, er ljóst, að taka má upp persónu- kjör innan marka núgildandi stjórnarskrárákvæða. Það er unnt að framkvæma með breytingum á kosningalögunum, þar sem lögfest væri 101

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.