Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 9
lega kjörinn til embættisins og gegndi ekki öðrum störfum. Ekki myndi þá heldur skapast sú forskotsaðstaða við kosningar til embættis forseta, sem kjörinn varaforseti myndi væntanlega hafa áunnið sér. 2. Deildaskipting Alþingis. Annað atriðið, sem hér verður vikið að, varðar deildaskiptingu Al- þingis. Yfirleitt hefur sá háttuð tíðkazt á starfsemi löggjafarþinga, að þau starfa í tveimur deildum. Grundvöllur þeirrar skiptingar var sá að kosið var eða skipað til hinna tveggja deilda með mismunandi hætti. Eftir endurreisn Alþingis 1845 starfaði það þó í einni deild allan þann tíma, sem þingið var aðeins ráðgefandi, eða til 1874, er þjóðinni var veitt fyrsta stjórnarskráin. Frá þeim tíma hefur þingið skipzt í tvær deildir. 1 efri deild sátu frá 1874 til 1903 hinir sex konungkjörnu þingmenn og jafnmargir þjóðkjörnir, valdir af Sameinuðu Alþingi. Vegna þingmanna fjölgunar 1903 sátu eftir það 8 þjóðkjörnir menn í efri deild til 1915. Konungkjör þingmanna var afnumið með stjórnskipunarlögunum 1915 og þá kom landkjörið í staðinn. Voru hinir landkjörnu þingmenn sjálf- kjörnir til efri deildar á sama hátt og konungkjörnu þingmennirnir áður. Eftir að landkjörið var fellt niður 1934 og jöfnunar eða uppbótarsæti innleidd, hafa þingmenn kosið úr sínum hópi lögboðna tölu (þriðjung) þingmanna til efri deildar. Frá þeim tíma hafa því ekki verið efnislegar forsendur til deildaskiptingar Alþingis, sem hvíla á mismunandi kosn- ingahætti, og út frá því sjónarmiði má því telja að deildaskiptingin eigi ekki rétt á sér í dag. En hér kemur fleira til. Ymsir telja, að æskilegt sé að Alþingi starfi í tveimur deildum eftir sem áður, sökum þess að þingmál fái vandaðri og ítarlegri afgreiðslu á þann hátt. Nú verða lagafrumvörp að ræðast við þrjá umræður í hvorri deild, og er því lágmark, að það hafi gengið í gegn um sex umræður, áður en það hlýtur fullnaðarsamþykki sem lög frá Alþingi. 1 þeim tilvikum að breytingar séu gerðar á frumvarpi eftir síðustu umræðu í annarri deild, og það hafni að lokum í sameinuðu þingi, geta umræður um frumvarpið orðið alls níu talsins. Rétt er að slíkur umræðufjöldi ætti að tryggja það að þingmönnum gefist ráðrúm til þess að kynna sér málin til hlítar og því sé síður rasað um ráð fram í þingstörfum. En á hitt er einnig að líta að óhjákvæmilega ganga mál hægar til fullnaðarafgreiðslu með þessum hætti, en ef þingið starfaði aðeins í einni málstofu. Á það hefur því verið bent, að ástæða sé 71

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.