Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 13
Með slíkri breytingu er forseta með öðrum orðum fengið frestandi neitunarvald gagnvart lagafrumvörpum og með því vegur embættis- hans nokkuð aukinn frá því sem nú er. Ýmis rök mæla með því að forseta sé fengin slík heimild til þess að stöðva lagafrumvörp, af hvaða ástæðu sem það kann að vera, og skjóta þeim til ákvörðunar þjóðar- innar. Reynslan frá 1944 hefur sýnt, að ekki hefur þurft að skipa utanþingsstjórn síðan. Sá ótti, sem þingmenn báru í brjósti 1943 um völd slíkra forsetastjórna, er því ástæðulítill. Þetta er að vísu ekki stórvægilegt atriði, og aldrei hefur komið til þess frá stofnun lýðveld- isins, að forseti hafi neitað að staðfesta lagafrumvörp frá Alþingi. En breyting í þessa átt hnígur þó að því að veita Alþingi nokkurt aðhald og eykur að sama skapi veg forsetaembættisins frá því sem nú er, án þess þó að þingræðið sé skert. 1 þessu sambandi er ekki úr vegi að rifja upp eina af þeim tillögum, sem fram komu í síðustu stjórnarskrárnefnd, í nóvember 1952, en fékk þar ekki afgreiðslu fremur en aðrar tillögur, sem þar voru fram lagðar. Tillaga þessi laut að störíum forseta og Alþingis við stj órnar- myndanir. Var hún þess efnis, að fram skuli tekið berum orðum í stjórnarskránni, að forsetinn skipi ráðherra og veiti þeim lausn í sam- ráði við meirihluta Alþingis. Ef ekki er unnt að skipa nýja ríkisstjórn, er njóti nægilegs þingstuðnings, þ.e.a.s. hafi hreinan stuðning eða hlut- leysi Alþingis, innan mánaðar frá því að fyrri stjórn fékk lausn, skuli Alþingi rofið. Ræður þá forseti hvort gamla stjórnin skuli sitja áfram, ef hún fæst til þess, eða hvort skipa skuli nýja ríkisstjórn án atbeina Alþingis. Geti meirihluti Alþingis ekki náð samkomulagi um ríkisstjórn að afstöðnum kosningum innan mánaðar frá því að þing kom saman, skal forseti íslands skipa stjórn án atbeina Alþingis, ef hann hefur ekki þegar áður gert það. En sú stjórn skal þegar láta af störfum, ef meiri- hluti Alþingis vill styðja aðra stjórn. Tillaga þessi var borin fram í nefndinni af formanni hennar Bjarna Benediktssyni, Gunnari Thoroddsen og Jóhanni Hafstein, en fékk ekki afgreiðslu, svo sem fyrr var getið. Hér er Alþingi veitt mun meira aðhald og hvatning til myndunar þingræðisstjórnar en er samkvæmt núgildandi ákvæðum, þar sem það er látið varða þingrofi, ef Alþingi kemur sér ekki saman um myndun ríkisstj órnar innan mánaðar frá því fyrri stjórn fékk lausn. Er í til- lögunni að því miðað, að við völd sitji jafnan þingræðisstjórnir, en ekki þurfi til þess að koma, að utanþingsstjórnir séu skipaðar vegna ósam- komulags þingflokkanna um stjórnarmyndun. Svo sem fyrr sagði hefur reynslan frá lýðveldisstofnuninni verið þingræðisstjórnum hliðholl, og 75

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.