Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 5
Gunnar G. Schram prófessor: UM ENDURSKOÐUN STJÓRNARSKRÁRINNAR Þann 18. maí 1972 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um end- urskoðun stj órnarskrárinnar. Var tillagan svohljóðandi: „Alþingi ályktar, að skipuð skuli 7 manna nefnd til að endur- skoða stjórnarskrána. Nefndarmenn skulu kosnir af Alþingi. For- sætisráðherra kveður nefndina saman til fyrsta fundar, en hún skiptir sjálf með sér verkum. Nefndinni ber að leita álits sýslunefnda og bæjarstjórna, lands- hlutasambanda sveitarfélaga og landssambanda stéttarfélaga. Hún skal leita álits lagadeildar Háskóla íslands og Hæstaréttar um lögfræðileg efni. Með opinberri tilkynningu skal þeim, sem þess kynnu að óska, gefinn kostur á að koma á framfæri við nefnd- ina skriflegum og skriflega rökstuddum breytingartillögum við núgildandi stjórnarskrá fyrir þann tíma, sem nefndin tiltekur. Kostnaður við endurskoðun stjórnarskrárinnar greiðist úr ríkissjóði“. Daginn eftir, 19. maí, fór fram á þingi kosning nefndar þessarar.1) Með því var enn hafizt handa um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Aðdragandi þess verks hófst raunar þegar árið 1942, er Alþingi kaus nefnd þingmanna til athugunar á breytingum þeim, er gera mætti á stjórnskipunarlögum landsins samkvæmt stj órnarskrárbreytingu, sem staðfest var 15. desember 1942 og gera þyrfti er stofnað yrði lýðveldi á Islandi. 1 upphafi voru fimm menn kjörnir í þessa milliþinganefnd, en með ályktun Alþingis 8. september 1942 var ákveðið að fjölga nefndarmönn- um í átta þannig að þingflokkarnir allir ættu þar tvo fulltrúa. Nefnd þessi skilaði 7. apríl 1943 stjórnarskrárfrumvarpi og greinargerð um fyrrihluta þess verkefnis, sem henni var falið, þ.e. breytingar vegna 67

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.