Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 36
Fyrst vil ég víkja að leið að því marki, sem unnt er að fara með breytingu á kosningalögunum einum saman. Aðrar leiðir, sem nefndar verða, fela hins vegar í sér stjórnarskrárbreytingu. Breytingin á kosningalögunum er sú, að ákveðið verði, að framboðs- listarnir skuli vera óraðaðir sem kallað er, það er, að þar verði nöfn frambjóðenda skráð í stafrófsröð. Er það síðan hlutverk kjósandans að tölusetja nöfnin í þeirri röð, sem hann vill kjósa þá, sem á listanum eru. Með því er hið fyllsta valfrelsi kjósandans tryggt. Má ségja, að lengra verði ekki komizt til tryggingar persónubundinni kosningu. Hér er það því kjósandinn sjálfur, sem ræður því, hverjum hann skip- ar í fyrsta, annað, þriðja sætið og svo framvegis, í stað þess að í dag eru það samtök flokkanna, sem röðinni ráða. Þar sem frambjóðendur í hverju kjördæmi utan Reykjavíkur eru aðeins fimm eða sex, má ætla að það sé ekki ofverk kjósanda að tölusetja þann fjölda nafna, svo að slík breyting gerir kosninguna ekki miklu flóknari en nú er. 1 Reykja- vík er hinsvegar úr 12 nöfnum að velja, en vitanlega gæti kjósandinn látið nægja að tölusetja aðeins svo mörg nöfn, sem honum sýnist. Aðrir frambjóðendur fengju þá allir sama hlutfall atkvæða. Þessi lagabreyting er einföld í framkvæmd en áhrif hennar eru næsta víðtæk, svo sem ljóst má vera. Slíkt fyrirkomulag tíðkast raun- ar með öðrum þjóðum sumum, t.d. í Danmörku, þar sem flestir fram- boðslistar eru óraðaðir, en að vísu er það ekki lögskylda þar, heldur ákvörðun flokkanna, sem telja þann hátt lýðræðislegri en raðaða lista. Sennilega myndi margur kjósandinn meta slíka breytingu sem spor í lýðræðisátt, en hætt er við, að tregðu muni gæta hjá stjórnmálaflokk- unum að fallast á slíka breytingu, þar sem eftir hana væri ekki unnt að tala um nein örugg sæti — nú sætu allir frambjóðendur við sama borð. Er það vitanlega skerðing á ákvörðunarvaldi flokkanna um fram- boð, svo sem þau nú tíðkast. Á það er þó hér að líta, að áhrif flokkanna eru enn tryggð að því leyti, að þeir einir ákveða, hverjir taka sæti á listunum, þótt það sé síðan kjósandans að ákveða röðina á listunum á kjördegi. Að því leyti sameinar þessi aðferð áhrif flokkanna og vald kjósenda þeirra við val á alþingismönnum. Kosturinn er hér einnig sá, að þessa breytingu má gera á kosningalögunum að óbreyttri stjórnarskrá, og er hún því fyrirhafnarlítil i framkvæmd. 15. Þrjár leiðir. Aðrar leiðir í átt til persónubundinna kosninga fela hins vegar flest- ar í sér stjórnarskrárbreytingar, en það þýðir, að þá yrði að hverfa 98

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.