Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 34
Tafla 5. Ibúar að baki hverjum þingmanni 1960 og 1974. 1960 1974 Reykjavík (12) 6.034 7.064 Reykjanes (5) 5.205 8.789 Vesturland (5) 2.395 2.772 Vestfirðir (5) ... 2.101 1.988 Norðurland vestra (5) . 2.048 2.018 Norðurland eystra (6) . 3.295 3.928 Austurland (5) 2.073 2.384 Suðurland (6) 2.670 3.088 Tafla 6. Fjöldi íbúa eftir kjördæmum 1960 og 1974. 1960 1974 Aukning Reykjavík 72.407 84.772 12.365 Revkj anes 26.010 43.944 17.934 Vesturland 11.973 13.862 1.889 Vestfirðir 10.507 9.940 - 567 Norðurland vestra 10.241 10.090 - 151 Norðurland eystra 19.769 23.572 3.803 Austurland 10.367 11.919 1.552 Suðurland 16.018 18.529 2.511 Því mælir margt með því að velja hér annan kost. Hann er sá að fjölga heildartölu þingmanna frá því sem nú er, t.d. um 4 eða 6, og myndi þá sú fjölgun ganga til mannflestu kjördæmanna til jöfnunar við önnur kjördæmi. Þessi leið er raunar í fullu samræmi við fjölgun íbúa landsins frá 1959, er þingmönnum var síðast fjölgað. Þá bjuggu í landinu um 177 þús. manns, en nú rúmlega 220 þús. manns, og er það um fjórðungs aukning á þessu tímabili. Með það í huga má rök- styðja, að þingmönnum sé fjölgað, þótt ekki væri nema um 10% frá því sem nú er. Mótbárur munu þó heyrast gegn slíkri fjölgun frá þeim, sem telja þingmenn meir en nógu marga í dag, aukinn kostnað vera henni samfara og þinghús þegar of lítið, svo að nokkuð sé nefnt. Hér skal enginn dómur á það lagður, hvert af þessum ún-æðum er skynsamlegast að velja til þess að jafna atkvæðisréttinn í landinu. 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.