Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 23
Ákvæðið um það, að börnum skuli séð fyrir uppfræðingu og framfæri af almannafé, ef foreldrar hafa ekki efni á að fræða sjálf börn sín, eða séu börnin munaðarlaus eða öreigar, þarfnast einnig endurskoðunar í ljósi þeirra viðhorfa og löggjafarstefnu, sem nú ríkir í landinu í skóla- málum. Sýnist hér sjálfsagt að lögfesta ákvæði þess efnis, að öllum skuli tryggður réttur til menntunar án tillits til efnahags. Og þá jafnframt að þess skuli gætt að menntunaraðstaða skuli vera sem jöfnust á öllu landinu. Yrði slíkt ákvæði einnig nýmæli í stjórnarskránni, og þarf ekki frekar að rökstyðja tillögu um slíka breytingu, þar sem rétturinn til menntunar yrði nú talinn til mannréttinda. f framhaldi af þessu má leiða hugann að því, hvort ástæða sé til þess að fjölga frekar mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar en hér hefur verið lagt til. 1 mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna (1948), mannréttindasamnirigum S.Þ. (1966) og mannréttinda- sáttmála Evrópuráðsins (1950),13) er að finna ýmis mannréttinda- ákvæði, sem ekki eru í stjórnarskránni. Þar sem þessir samnirigar hafa ekki lagagildi hér á landi, hafa komið fram ábendingar um að taka slík ákvæði upp í stjórnarskrána. Er þar m.a. að finna ákvæði um, að hver maður eigi rétt á að njóta líkamlegrar og andlegrar heilbrigði. Þá skuli hverjum manni bera réttur til þess að taka frjálsan þátt í menningarlífi þjóðfélagsins, njóta lista og eiga þátt í framförum á sviði vísinda, svo að nokkurra atriða sé getið. Það er mín skoðun, að hæpið sé að lögfesta ýmis slík ákvæði í mann- réttindakafla íslenzku stjórnarskrárinnar, þar sem þau eru meir í ætt við hátíðlégar stefnuyfirlýsingar en lögverndaðan rétt borgaranna, sem unnt er að koma fram fyrir dómstólum. En þó er um nokkur mannréttindaákvæði að ræða, sem mér sýnist æskilegt að taka upp í stj órnarskrána. Efst á blaði er þar ákvæði um jafnrétti karla og kvenna, en lög um það efni voru samþykkt á Alþingi fyrir einu ári, 1. 78/1976. Þá kemur einnig til greina að lögfesta ákvæði um, að öllum skuli tryggður réttur til vinnu, eftir því sem kostur er, og til orlofs. Fyrirmæli um vinnuvernd skuli sett í lögum. Hér á landi er ferðafrelsi ekki tryggt með stjórnarskrár- eða laga- ákvæðum. 1 mannréttindayfirlýsingu S Þ. er það hinsvegar talið meðal mannréttinda og ákvæðið er að finna í viðauka við mannréttindasátt- mála Evrópuráðsins, sem ísland er aðili að. Þess eru nokkur dæmi að ferðafrelsi manna hafi hér á landi verið skert. Á grundvelli laga um gjaldeyrismál 1948 var bannað að selja manni farmiða til útlanda, nema hann hefði fengið leyfi frá gjaldeyrisnefnd. Fimmtán árum síðar var með reglugerð bannað að selja mönnum farmiða, eða flytja þá til út- 85

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.