Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 19
máli. Brýtur það í bága við grundvallarreglur íslenzks réttarfars, enda spurning, hve vel alþingismenn eru í stakk búnir til slíkra dómarastarfa, þótt jafnan prýði þingliðið allmargir menn með lagamenntun. Væri eðlilegra að fela Hæstarétti að skera úr ágreiningi um kjörgengi þing- manna og lögmæti kosningar þeirra, og myndi slík breyting tvímæla- laust vera aukin trygging fyrir réttdæmi í þessum efnum. Ef stofnað verður til embættis umboðsmanns Alþingis, kemur einnig til greina að lögfesta það í stjórnarskránni. 8. Mannréttindaákvæði. Verður þá vikið að mannréttindakafla stj órnarskrárinnar. Þeim fyrirmælum, sem þar er að finna, hefur vart í neinu verið breytt frá fyrstu stjórnarskrá 1874, svo sem kunnugt er. Þegar haft er í huga, að meir en öld er síðan liðin, verður að telja, að þau ákvæði hafi verið furðu ítarleg og þá þegar tryggt borgurum landsins þau grundvallarréttindi, sem enn í dag eru mikilvægust talin. Þau eru trú- frelsi (63.—64. gr.), þá persónufrelsi (65. gr.), friðhelgi heimilisins (66. gr.), friðhelgi eignaréttar (67. gr.), atvinnufrelsi (69. gr.), funda- og félagafrelsi (73. og 74. gr.), prentfrelsi (72. gr.) og þess loks getið að greiða skuli af almannafé styrk til þeirra, sem ekki geta séð fyrir sér og sínum og menntun þeirra barna, sem foreldrar hafa ekki efni á að fræða, eða munaðarlausra barna og öreiga (70. og 71. gr.). Þær breytingar, sem til greina kemur að gera á þessum kafla stjórn- arskrárinnar, eru tvíþættar. Annarsvegar breytingar á núgildandi mannréttindaákvæðum sökum breyttra þjóðfélagshátta og hinsvegar lögfesting fleiri ákvæða um mannréttindi en menn töldu nægja árið 1874. Verður hér fyrst vikið að fyrra atriðinu. 1 stj órnarskránni er ekki að finna neina almenna reglu um persónu- frelsi. 1 65. gr. er þó ákvæði um að hvern þann, sem tekinn er fastur skuli án undandráttar leiða fyrir dómara, er síðan skuli innan sólar- hrings úrskurða hvort hinn handtekni skuli settur í varðhald. Þetta ákvæði nær aðeins til þeirra manna, sem grunaðir eru um afbrot, en erigin ákvæði er að finna í stjórnarskránni um t.d. sjúka menn, sem handteknir eru til að vista þá á hælum, eða um rétt útlendinga, sem til stendur að vísa úr landi. I 3. gr. mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir: „Allir menn eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi“. Og sama ákvæði er að finna í 5. gr. mannréttindasáttmála Evrópuráðsins. Svipað almennt 81

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.