Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 8
komulag tíðkast á Irlandi. Samkvæmt 14. grein írsku stjórnarskrárinn- ar gegna forsetar beggja þingdeilda og forseti Hæstaréttar störfum forseta í forföllum hans. Víða annars staðar er sá háttur hafður á, að við forsetakjör er einnig kjörinn varaforseti, sem gegnir störfum í forföllum forseta og tekur við starfi hans til loka kjörtímabilsins, ef forseta missir við. Sú skipan að oddvitar hinna þriggja greina ríkisvaldsins fari með forsetavaldið í forföllum forseta hefur ýmsa augljósa annmarka. Bjarni Benedikts- son taldi slíkt fyrirkomulag of umstangsmikið, eins og hann orðaði það4) og Ólafur Jóhannesson hefur sagt að vafasamt sé, að sú skipun sé heppileg, þótt ekki sé kunnugt að hún hafi gefizt hér illa.5) Augljóst er að ýmis vahdkvæði geta komið á daginn, ef þessir þre- menningar þyrftu að fást t.d. við myndun ríkisstjórnar í stjórnarkreppu. Undir slíkum kringumstæðum væri fráfarandi forsætisráðherra einn af handhöfum forsetavaldsins og mjög sennilegt er að forseti Sameinaðs þings væri einnig úr hópi stjórnarliða, sem eru að láta af völdum. Má við því búast að sjónarmið þeirra tveggja — meirihluta handhafanna — við val á mönnum til nýrrar stjórnarmyndunar gæti verið nokkuð annað en þjóðkjörins forseta. Þá er það einnig óeðlilegt að forseti Hæstaréttar skuli vera til þess kallaður að taka með öðrum þátt í svo pólitískum ákvörðunum sem stjórnamiyndun er, og við því búið, að hann og rétt- urinn geti á þann hátt dregizt inn í stjórnmáladeilur. Ýmislegt mælir því með því að þessari skipan á handhófn valds staðgengla forseta verði breytt. Koma þar helzt þrjá leiðir til greina. Sú fyrsta er að varaforseti sé kj örinn um leið og forseti og þá á sama hátt. Gegni hann störfum í forföllum forseta og þá út kjörtímabilið, ef forseti fellur frá, en ekki verði efnt til nýrra forsetakosninga, ef það kemur til, svo sem nú er ráð fyrir gert í stjórnlögum. Annar og þriðji kosturinn eru þeir að forseti Sameinaðs þings eða forseti Hæstaréttar gegni jafnframt varaforsetaembættinu. Hvort tveggja sýnist það vel geta komið til greina. 1 þessu tilviki er minni hætta á því að forseti Hæstaréttar sem varaforseti dragist inn í pólitískar deilur við stj órnar- myndun, þar sem hann er nú einn um þá ákvörðun, en deilir henni ekki með tveimur öðrum svo sem nú er og því þá ekki hætta á ágreiningi meðal handhafa forsetavaldsins um ákvörðun þá sem tekin er. Ýmsir munu kjósa að forseti Hæstaréttar gégndi varaforsetaembætt- inu fremur en forseti Sameinaðs þirigs, þar sem hinn síðarnefndi er pólitískur liðsoddi en forsetaembættið í eðli sínu ópólitískt. Minni kostn- aður mun ugglaust fylgja því, ef forseti Sameinaðs þings eða forseti Hæstaréttar gegndu varaforsetaembætti en ef varaforseti væri sérstak- 70

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.