Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 38
yrðu kjörnir í einmenningskjördæmum. Miðað við kjörskrá síðasta árs yrðu að meðaltali þá 4.800 kjósendur í hverju kjördæmi. Hinn helmingur þingmanna yrði kjörinn af landslistum ílokkanna. Með þvi væri tryggt, að þeir flokkar, sem ekki koma mönnum að í einmenn- ingskjördæmum, fái þingsæti í samræmi við atkvæðafylgi sitt. Til greina kæmi einnig að kjósa t.d. 40 þingmenn í einmenningskjördæm- um og þá 20 af landslistum . Þetta fyrirkomulag sameinar þannig kosti einmenningskjördæma, sem jafnan hafa átt sér formælendur hér á landi, og kosti hlutfalls- kosninga. Til greina kemur einnig, til þess að auka valfrelsi kjósenda, að heimila mönnum að kjósa frambjóðanda flokks A í einmennings- kjördæmi en landslista flokks B og skipta þannig atkvæðinu milli flokka. Er það raunar það fyrirkomulág, sem í Vestur-Þýzkalandi tíðk- ast. Jafnframt gæti landslistinn verið óraðaður, og myndi það enn auka valfrelsi kjósandans. Þriðja fyrirkomulagið má nefna persónubundna hlutfallskosningu og er svipað því sem tíðkast m.a. í Danmörku20) og Belgíu. Þar er um að ræða listakosningu í stórum kjördæmum. Kjósandi getur annað- hvort merkt við listabókstaf flokksins eða við nafn bess frambjóðanda á listanum, sem hann vill ljá persónulegt atkvæði sitt. Við útreikning úrslita er fullt tillit tekið til hinna persónulegu atkvæða, þannig að sá frambjóðandi, sem fær flest þeirra, verður í fyrsta sæti, ef um óraðaðan lista er að ræða. Atkvæði, sem falla á flokkinn skv. kosningalögum í Danmörku, telj- ast með atkvæðum frambjóðenda hans, og sé þeim ekki raðað í for- gangsröð er þeim skipt eftir hlutfalli persónulegra atkvæða þeirra. Ef frambjóðandi A hefur fengið 600 atkvæði en frambjóðandi B 300 atkvæði fær A % hluta flokksatkvæðanna en B % hluta þeirra. Þannig getur kjósandinn haft veruleg áhrif á hverjir frambjóðenda ná kosn- ingu. Sé listinn hinsvegar raðaður af hálfu flokkanna, verða áhrif kjós- andans verulega minni, sem að líkum lætur. Þetta kosningakerfi liggur næst núverandi kosningafyrirkomulagi hér á landi og lögfesting þess myndi því hafa minnstar breytingar í för með sér. Er ekki þörf stjórnarskrárbreytingar til þess. Auðkenni þau, sem í því felast, hníga mjög í átt til persónukosninga. Virðist því hér vera um raunhæfan valkost að ræða í þessu efni. 1 Belgíu er einnig um að ræða hlutfallskosningar af listum, en þar eru jafnframt ákvæði í kosningalögum, sem gefa kjósendum kost á að velja persónulega milli frambjóðenda. Þar getur kjósandinn í fyrsta lagi merkt við listabókstaf þess flokks, sem hann vill kjósa. Telst hann 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.