Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 6
lýðveldisstofnunarinnar. I áliti nefndarinnar segist hún hinsvegar muni „áfram vinna að seinni hluta verkefnisins, sem sé að „undirbúa aðrar breytingar á stjórnskipulaginu, er þurfa þykir og gera verður á venju- legan hátt.“ Má ætla að það starf verði öllu víðtækara og þurfi þar til að afla ýmissa gagna, er nú liggja eigi fyrir, svo og að gaum- gæfa reynslu þá, er lýðræðisþjóðir heimsins óefað öðlast í þessum efn- um á þeim tímum, sem nú líða yfir mannkynið. Þangað til því verki yrði lokið, ætti sú stjórnarskrá, sem hér er lögð fram, að nægja, enda eru ákvæði hennar mestmegnis þau, er nú gilda í stjórnskipunarlögum hins íslenzka ríkis, að breyttu hinu æðsta stjórnarformi, frá konung- dæmi til lýðveldis o.s.frv.“2) Breytingar þessar voru síðan lögteknar sem hluti af lýðveldisstjórn- arskránni nr. 33/1944. Hið næsta, sem gerist í þessum málum, er það að Alþingi ákveður 1945 að skipa 12 manna endurskoðunarnefnd til ráðuneytis eldri nefnd- inni. Áður en þessi nefnd lyki störfum ákvað Alþingi með þingsálykt- un 24. maí 1947 að skipa nýja nefnd sjö manna til að endurskoða st j órnarskrána. Með skipun hennar féll niður umboð þeirra tveggja nefnda, sem áður höfðu starfað að endurskoðun stjórnarskrárinnar. 1 greinargerð með þingsályktunartillögunni er þess getið að réttara þyki að ein nefnd vinni þetta verk, skipuð fulltrúum bæði frá flokkunum og einnig mönn- um skipuðum af ríkisstjórninni. Litlar líkur þyki og fyrir því að nefnd- irnar, sem áður höfðu verið skipaðar, geti lokið verkinu á þann hátt sem þyrfti, en formaður annarrar nefndarinnar hefði fallið frá og Gunnar G. Schram lauk lagaprófi 1956, og eftir framhaldsnám í Heidelberg og Cambridge lauk hann doktorsprófi 1961. Hann hefur verið blaða- maður og ritstjóri og starfað á vegum utanríkis- ráðuneytisins í New York og Reykjavfk. Frá 1974 hefur hann verið settur prófessor við laga- deild Háskólans. Dr. Gunnar er ráðunautur stjórnarskrárnefndar og fjallar í ritgerð þeirri, sem hér birtist, um ýmis atriði, sem koma til álita í því endurskoðunarstarfi, sem sú nefnd vinnur og væntanlega leiðir til þess, að sett verða ný stjórnskipunarlög hér á landi. 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.