Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 15
arskrána ákvæði, sem kemur í veg fyrir, að landið verði þingmanna- laust, eftir að þingrof hefur átt sér stað — það er, að þingmenn haldi áfram umboði sínu til næstu kosninga, en séu ekki sviptir því frá gild- istöku þingrofsins. Var þetta eitt af þeim atriðum, sem á góma bar 1974, er síðast var deilt um framkvæmd þingrofs. Svo sem kunnugt er, hefur þingrof þau áhrif samkvæmt nugildandi stjórnarskrárákvæði, að umboð allra þingmanna er fellt úr gildi frá gildistökudegi þingrofsins. Eru því engir alþingismenn til frá þeim tíma, er þingrof tekur gildi, þar til nýjar kosningar hafa farið fram. Samkvæmt ákvæðum 24. greinar stjórnarskrárinnar getur sá tími verið allt að 2 mánuðir, en skylt er að láta nýjar alþingiskosningar fara fram innan þess tíma frá þingrofi. Þessu ákvæði hefur þó ekki ætíð verið fylgt í framkvæmd, og föst venja um það myndast, að nægi- legt sé, að nýjar alþingiskosningar væru ákveðnar og auglýstar innan tveggja mánaða frestsins, þótt þær færu ekki fram fyrr en síðar. Þessi háttur hefur það því í för með sér, að landið getur verið þingmanna- laust lengur en tvo mánuði eftir þingrof. Hinsvegar er einnig í grein- inni að finna það ákvæði, að Alþingi skuli koma saman ekki síðar en 8 mánuðum eftir að það var rofið. Innan þess tíma yrðu þá nýjar kosn- ingar að fara fram, þótt ekki væri fylgt tveggja mánaða ákvæðinu, sem fyrr segir. Felst því í þessu ákvæði viss trygging fyrir því, að landið sé ekki þingmannalaust lengur en tæpa 8 mánuði, svo að reiknað sé hér með hámarksdrætti á nýjum kosningum. Hugsanlegt er, að vanrækt sé að boða til nýrra kosninga samkvæmt ákvæðum 24. greinar, að loknu þingrofi. Ef kosningar hafa ekki átt sér stað, áður en reglulegt þing á rétt á að koma saman, þ.e. átta mán- uðum eftir þingrof, er álitamál, hvort garnla þingið eigi að koma saman af sjálfsdáðum og þingrofið félli þá niður sem markleysa. Myndi sá háttur koma í veg fyrir, að ríkisstjórn gæti stjórnað lengur en 8 mán- uði án tilvistar Alþingis. Hallast Bjarni Benediktsson að þessari niður- stöðu í Stjórnlagafræði sinni.9) Fræðimenn eru þó ekki á einu máli um þetta atriði. Ölafur Jóhannesson telur þetta að vísu skynsamlega reglu, en spurningu um, hvort hún hafi næga lagastoð.10) Þá eru einnig hugsanleg þau tilvik, að aðrar ástæður en vanræksla ríkisstjórnar valdi því, að nýjar kosningar eru ekki látnar fara fram innan tilskilins frests 24. greinar, og eru þær hér öllu nærtækari. Má þar nefna landsfarsótt, styrjaldarástand og hernám landsins. Geta þessar ástæður valdið því, að ómögulégt reynist að efna til nýrra kosn- inga innan 2 mánaða frá þingrofi. Eru þess raunar dæmi úr stjórn- skipunarsögu landsins, er kosningum var frestað um 4 ár 1941 með 77

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.