Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 29
að mörgu leyti gefizt vel og þær vonir því að miklu leyti rætzt, sem við hana voru bundnar. Helzti kostur hennar hefur reynzt sá, að hún hefur tryggt, að skipan Alþingis hefur verið í furðu góðu samræmi við fylgi flokkanna með þjóðinni, en slíkur jöfnuður milli stjórnmála- flokkanna á löggjafarþinginu er grundvallarforsenda þingræðislegra stj órnarhátta. Hinu er þó ekki að neita, að á síðari árurn hefur komið fram vaxandi gagnrýni á núverandi skipan þessara rnála, sem hefur m.a. leitt til þess, að tillögur hafa komið fram á Alþingi um leiðréttingar í þessu efni10) og ályktanir verið urn það gerðar af samtökum yngri manna í þremur stjórnmálaflokkum.17) Þessi gagnrýni hefur fyrst og fremst beinzt að tveimur atriðum. 1 fyrsta lagi, að kosningarétturinn sé orðinn svo ójafn, eftir því hvar menn búa á landinu, að óhæfa sé. Og í öðru lagi að taka beri upp per- sónubundnari kosningar en nú tíðkast, það er, að kjósandinn ráði meiru um það með atkvæði sínu, hverjir þingmenn ná kjöri til Al- þingis, en nú er. Margt er rétt í þessum ábendingum. En þá vaknar sú spurning, á hvern hátt slíkar leiðréttingar verði framkvæmdar svo að skynsamlegt sé, vilji menn á annað borð gera breytingar á núverandi kosningakerfi. Þar koma tvær leiðir til greina. I fyrsta lagi er unnt að koma til móts við framangreind sjónarmið að verulegu leyti með því að breyta ein- ungis kosningalögunum, en hrófla ekki við sjálfri stjórnarskránni. Hljótt hefur verið um þessa leið í umræðum manna á meðal, og því er ástæða til þess að vekja á henni athýgli hér. Það er vitanlega miklum mun hægara að koma fram einfaldri laga- breytingu en stjórnarskrárbreytingu, sem óhjákvæmilega hefur í för með sér þingrof og nýjar kosningar. Er þessvegna rétt að kanna ítar- lega, hvort menn geta sætt sig við þær stjórnlagabreytingar, sem framkvæma má með lagabreytingu, áður en frekari ákvarðanir verða teknar, sem hafa í för með sér stjórnarskrárbreytingu. Því er hins vegar ekki að neita, að þessi leið til breytinga, endurskoðun kosninga- laganna einvörðungu, er all þröng og veitir ekki jafnmikið svigrúm til gagngerrar endurskoðunar og breytingar á sjálfri stjórnarskránni. Það er því þessi seinni leið, sem menn hafa aðallega fest hugann við, þegar fram hafa komið tillögur um breytta kjördæmaskipan og kosn- ingafyrirkomulag. Er þó ómaksins vert að gefa því gaum hér, hvaða breytingar er unnt að gera á kosningakerfi því, sem við búum við, með kosningalagabreytingu einni saman. Verður því fyrst um það rætt hér, en síðan vikið að úrræðum, sem krefjast stjórnarskrárbreytinga.18) 91

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.