Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 10
til þess að afnema deildaskiptinguna, ekki sízt vegna mikillar fjölgunar þingmála á síðustu árum. Muni störf Alþingis þá ganga greiðar og minni hætta verða á að mál stöðvist í nefndum, þar sem nefndum mun við slíka breytingu fækka um helming frá því sem nú er. Sé ástæðulaust að halda í hina gömlu deildaskiptingu eftir að hinar sögulegu forsendur hennar eru ekki lengur til staðar. 1 þessu sambandi er fróðlegt að líta til reynslu nágrannaþj óðanna í þessu efni. Með hinni nýju stjórnarskrá, sem samþykkt var í Dan- mörku 1953, var deildaskipting danska þingsins afnumin. Hið sama átti sér stað í Svíþjóð 1971 og starfar þingið þar nú í einni málstofu. Fyrir liggur álit þingforseta beggja þinganna á því hver sé reynslan af þessari breytingu. Er samdóma álit þeirra það að kostir hins nýja fyrirkomulags séu ótvíræðir. Sé þar fyrst og fremst um að ræða fljótari afgreiðslu þingmála og virkari þátttöku þingmanna í þingstörfum. Forseti sænska þingsins hefur greint frá því að þingmenn viti nú að mál eru til lykta leidd í einni deild og verði þeir því að kynna sér þau vandlega strax í upphafi og fylgja þeim eftir til lokaafgreiðslu. Vinnu- semi þingmanna og tengsl við þingið hafi gjörbreytzt og stórlega auk- izt eftir að þingið varð ein málstofa. Hafi þetta verið ein megin orsök þess að laun þingmanna í Svíþjóð voru hækkuð skömmu eftir breyt- inguna. Hlutverk nefnda þingsins hefur aukizt til muna frá því sem áður var og starfa þingnefndir nú í þinghléum og yfir sumarið að mál- um, sem ekki fengust afgreidd meðan þingið sat, og við undirbúning nýrra þingmála. Svo sem sjá má af þessu er það samdóma álit forseta sænska og danska þingsins, að breytingin í eina málstofu hafi verið mjög til bóta að því er varðar þingstörfin, þrátt fyrir ýmsar efasemdir um gildi breytingarinnar í upphafi. Það er hinsvegar ljóst, að þingmönnum gefst ekki sama tækifæri og ráðrúm til þess að fjalla um mál, þegar þau eru aðeins tekin til þriggj a umræðna í stað sex, sem verða myndi, ef Alþingi starfaði í einni málstofu. Mætti að vísu hafa hér þann hátt á að meirihluti þingsins gæti óskað eftir því að mál, sem sérlega mikilvæg eru talin, kæmu til fjórðu umræðu og fengju á þann hátt ítarlegri meðferð í þinginu en ella. Hér má bæta því við, að Alþingi starfar raunar æ meir í einni málstofu, þar sem störf Sameinaðs þings hafa farið sífellt vaxandi. En spurningin er: Vilja menn stíga skrefið til fulls og afnema deildaskipt- inguna ? 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.