Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 21
eignarinnar á frjálsum markaði, er eignarnám fer fram, svo sem kunn- ugt er. Á síðustu árum hefur þetta ákvæði um fullt verð sætt nokkurri gagnrýni og fram komið tillögur, sem hníga að breytingum á því. Hef- um m.a. verið bent á, að það sé í hæsta máta óeðlilegt ,að menn fái bætur fyrir eignarnumið land eða náttúrugæði, sem skipt geta hundruð millj- óna eða milljörðum króna, er hafa fram að eignarnáminu verið þeim verðlítil, en skyndilega hækkað í verði vegna t.d. þéttbýlisþróunar eða ákvarðana stjórnvalda, án þess að eigandinn hafi þar nokkurs staðar komið nærri. Dæmi um það eru bújarðir í næsta nágrenni kaupstaða, sem nauðsynlegt er talið að taka eignarnámi og breyta í býggingar- lóðir, eða óræktarlönd fjarri byggð, þar sem jarðhiti finnst fyrir at- beina rannsókna hins opinbera, en ekki eiganda. Eins og ákvæði 67. greinarinnar er orðað verður tvímælalaust að greiða fullt markaðsverð fyrir slík jarðargæði með þeim fjárhagslegu byrðum, sem það hefur í för með sér fyrir sveitarfélög og aðra opinbera aðila, sem végna al- menningsþarfa þurfa að öðlast umráð eigna þessara. Af þessum sökum hafa komið fram tillögur og hugmyndir um að breyta ákvæðinu um fullt verð eða fullar bætur og setja þar í staðinn að greiða skuli sanngjarnt verð fyrir eignina við eignarnám. Slík breyt- ing myndi hafa það í för með sér, að matið myndi nú byggjast á hags- munasjónarmiðum beggja aðila: eigandans og samfélagsins, en vænt- anlega myndi eigandinn þá ekki lengur fá nema hluta þeirrar verð- aukningar, sem til hefur orðið án hans athafna eða eignarbóta. Fyrir bújörðina myndi ekki lengur greiðast hæsta býggingarlóðaverð, svo að dæmi sé tekið, heldur hæsta verð fyrir sambærilegar bújarðir með sanngjörnu álagi. Yrði hér að treysta á réttdæmi matsnefndar og dómstóla, og hlutverk þeirra yrði að sama skapi örðugra við leit að sanngjörnum málalokum en nú er, þar sem tiltölulega auðvelt er að sannreyna, hvert er gangverð eigna á frjálsum markaði í dag. Geta má þess, að ákvæði svipað því, sem hér er lýst, er að finna í 14. gr. 3 tl. stjórnarskrár Vestur-Þýzkalands,12) Ekki er ósennilegt að breyting í þessa átt, sem hér hefur verið nefnd, yrði eitt mesta deiluefnið við endui’skoðun stjórnarskrárinnar, þar sem hér er vikið að grundvelli þess einkaeignarréttar, sem íslenzk þjóðfélagsskipan byggir á. Munu ýmsir telja sig bera skarðan hlut frá borði, ef heimilað yrði að svipta þá eignum sínum, án þess að greiða þeim fullt gangverð fyrir þær, sem þeir gætu fengið á frjálsum mark- aði. En á hinn bóginn má benda á hágsmuni almennings, sem í því 83

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.