Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 7
ýmsir nefndarmenn hafi átt óhægt um vik að gegna nefndarstörfum, bæði sakir annríkis og sjúkleika.3) Þessi nefnd starfaði í nokkur ár en skilaði ekki áliti, fremur en hin fyrri. Næsti áfangi í endurskoðunarmálinu er síðan kjör þeirrar nefnd- ar, sem nú situr, í maí 1972, til þess að halda áfram hinu ólokna verki. Má af þessu glögglega sjá að Alþingi hefur talið, allt frá því að lýð- veldið var stofnað, nauðsyn á að endurskoða hina aldargömlu stjórnar- skrá konungsríkisins Islands og er það að vonum. Þrátt fyrir þennan augljósa vilja Alþingis heyrast öðru hvoru þó raddir um að óþarfi sé að endurskoða stj órnarskrána, í mesta lagi þurfi e.t.v. að koma fram einhverjum breytingum á kjördæmaskipan og kosningafyrirkomulagi. Um þetta má segja, að rétt er að hreyfa ekki við stjórnarskránni að óþörfu. Flas er þar ekki til fagnaðar, fremur en endranær, og nokkur íhaldssemi við hæfi. En hitt er fráleitt, að ekki sé nauðsynlegt að hyggja að breytingum á stj órnarskránni, sem á annarra mannanna verkum, ekki sízt þegar þess er minnzt að þorri ákvæða hennar á nú meir en heila öld að baki. Er því nauðsynlegt að færa ýmis ákvæði hennar í nútímahorf og taka við það verk mið af þeim þjóðfélagssjónarmiðum, sem hæst ber í samtíðinni. Verður hér á eftir getið um ýmsar þær tillögur og hugmyndir, sem fram hafa komið á undanförnum árum, innan þings sem utan, og ganga í þessa átt. Annað eru nýmæli, sem hér er hreyft í fyrsta sinn til um- hugsunar fyrir þá, sem láta sig stjórnskipunarmál einhverju skipta. Verður í fyrri kafla þessarar ritgerðar fjallað um ákvæði stjórnar- skrárinnar fyrir utan 31. grein hennar, en í þeim síðari vikið að þeirri grein og breytingum á núgildandi kjördæmaskipan og kosningafyrir- komulagi hér á landi. 1. Varaforsetaembætti. Fyrsta atriðið, sem hér verður að vikið, varðar embætti varaforseta. Það fyrirkomulag, sem hér á landi tíðkast um staðgengil forseta, mun vera nær einsdæmi í veröldinni, en því embætti gegna nú þrír menn, samkvæmt 8. grein stjórnarskrárinnar. Segir þar, að ef sæti forseta lýðveldisins verði laust eða að hann getur ekki gegnt störfum um sinn vegna dvalar erlendis, sjúkleika eða af öðrum ástæðum, skuli þá forsætisráðherra, forseti sameinaðs Alþingis og forseti Hæstaréttar fara með forsetavald. Ef ágreiningur rís þeirra í milli um framkvæmd forsetavaldsins ræður meirihluti. — Geta má þess, að áþekkt fyrir- 69

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.