Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 25
þykir til að bæði þing og þjóð fjalli um. Kunnast þessara ríkja er Sviss, en ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur er m.a. bæði að finna í dönsku og sænsku stjórnarskránum. Engin almenn ákvæði um þjóðaratkvæða- greiðslur er hinsvegar að finna í íslensku stjórnarskránni. Þó ber sam- kvæmt henni að leggja frumvarp, sem Alþingi hefur samþykkt, fyrir þjóðina í tveimur tilvikum. Þegar forseti hefur neitað að staðfesta lagafrumvarp, sem Alþingi hefur samþykkt, skal það borið undir dóm þjóðarinnar (26. gr.). Þegar Alþingi hefur samþykkt breytingu á kirkjuskipun ríkisins, skal þjóðin einnig spurð álits um þá breytingu (79. gr. 2. mgr.). Eru það þá úrslit í atkvæðagreiðslum þessum, sem ráða afdrifum málsins. Aldrei hefur til þess komið, að á þessi tvö ákvæði hafi reynt, svo sem kunnugt er, en í báðum þessum tilvikum er talið, að um svo mikilvæg mál sé að ræða, að rétt sé að leggja þau undir dóm þjóðarinnar. Rýmri kost á þjóðaratkvæðagveiðslu býður stjórnarskráin ekki upp á í dag, og því er það umhugsunarefni, hvort menn vilja rýmka þennan lýðræðislega rétt þjóðarinnar og taka upp almenna heimild til þjóðaratkvæðágreiðslu í stjórnarskrána, þegar til- tekinn hluti Alþingis eða kjósenda óskar þess. Athygli skal þó á því vakin, áður en lengra er haldið, að ekkert er því til fyrirstöðu, að Alþingi ákveði þjóðaratkvæðagreiðslu í tilteknum málum. Svo var 1918 um sambandslögin og 1944 um niðurfellingu þeirra og lýðveldisstjórnarskrána. Annars konar skoðanakönnun hefur verið látin fara fram þrisvar sinnum hér á landi. 1 fyrsta sinn 1908 um aðflutningsbann á áfengi, þá 1916 um þegnskylduvinnu og loks 1933 um afnám aðflutningsbannsins á áfengi. I engri þessara þriggja kannana voru úrslitin bindandi fyrir Alþingi, en eftir að hafa séð hug þjóðarinnar í þessum miklu deilumálum, hagaði Alþingi ákvörðun sinni í samræmi við hann. Slíka ólögbundna skoðanakönnun getur því Alþingi jafnan látið fara fram, ef meirihluti þess er því fylgjandi. Um það er þó ekki verið að ræða hér, heldur hitt, hvort gera á minnihluta Alþingis eða minnihluta kjósenda kleift með nýju stjórn- arskrárákvæði að krefjast þess að tiltekið mál verði lagt undir þjóð- aratkvæði. Hér er það með öðrum orðum spurningin um rétt minni- hlutans til þess að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um málefni, þar sem úrslitin eru bindandi. Ekki er því að neita, að slík stjórnarskrárheimild gengur mjög 1 lýðræðisátt, þar sem endanleg úrslit mikilvægra mála velta þá á ákvörð- un þjóðarinnar sjálfrar, en ekki einungis á afstöðu 60 kjörinna fulltrúa hennar. Er það líka forsendan fyrir slíku ákvæði í stjórnarskrá ýmissa ríkja. En ýmislegt má einnig til foráttu finna slíkri heimild. Þjóðin 87

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.