Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 27
10. Stjórnarskrárbreytingar. Hitt atriðið varðar fyrirkomulagið á breytingum á stjórnarskránni. Nú segir í 79. gr., að Alþingi skuli rofið og efnt til nýrra kosninga, þegar það hefur samþykkt breytingartillögu við stjórnarskrána. Þarf síðan hið nýkjörna þing að samþykkja tillöguna óbreytta, og öðlast hún þá fyrst gildi. Tvennt má að þessari skipan mála finna. I fyrsta lagi er það mjög fyrirhafnarmikið að koma fram breytingum á þennan hátt, þar sem hann hefur þingrof og nýjar kosningar í för með sér. Er erfitt að koma auga á nægileg rök fyrir því, að breyting á stjórnar- skránni skuli óhjákvæmilega leiða til þess, að allir þingmenn missi umboð sitt og kjósa verði nýtt þing. Engin trygging er heldur fyrir því, að í kosningunum verði stj órnarskrárbreytingin það mál, sem mikilvægast er og helzt verði kosið um, heldur er hitt líklegra, að þar beri hæst hinar venjulegu þrætubækur stjórnmálanna. 1 öðru lagi eru mörg rök til þess, að stjórnarskrárbreyting verði framkvæmd með öðrum hætti en venjuleg lagabreyting, þar sem hér er verið að fást við grundvallarlög þjóðarinnar og þar dugi ekki samþykki Alþingis eitt saman, heldur verði þjóðin að gjalda jáyrði við breytingunni í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú er þjóðin ekki spurð um álit hennar á málinu, nema á þann óbeina hátt við kjör nýrra þingmanna, sem fyrr var lýst. Af þessum sökum kemur til greina að taka upp fyrirmæli í stjórnar- skrána á þá lund, að vilji menn breyta henni, skuli fyrst samþykkja breytinguna á Alþingi og síðan fara fram um hana þjóðaratkvæða- greiðsla. Verði breytingin samþykkt af báðum þessum aðilum, skuli hún koma til framkvæmda, en ella ekki. Slíkur háttur, sem hér er stungið upp á, ætti að tryggja enn betur en ella, að þjóðin væri í raun og veru samþykk stjórnarskrárbreytingu. 11. önnur nýmæli. Hér hefur að framan verið vikið að allmörgum greinum stjórnar- skrárinnar og þau ákvæði rakin, sem helzt virðist þörf á að endurskoða, þegar stjórnarskrármálið kemur næst til umræðu á Alþingi. Má ætla að það verði, þegar sú stjórnarskrárnefnd, sem Alþingi kaus vorið 1972, skilar áliti sínu um þessi efni. Ýmis önnur ákvæði hafa þó ekki verið gerð sérstaklega að umtals- efni, þótt einnig beri að huga að þeim við slíka endurskoðun. Skulu 89

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.