Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 42
Frá Lagaflcilfl Háskólans FRÁ ORATOR Á aðalfundi Orators í nóvember 1975 voru eftirtaldir laganemar kjörnir í stjórn félagsins fyrir starfsárið 1975 — 1976: Valgeir Pálsson formaður, Gunnar Guðmundsson varaformaður og ritstjóri Úlfljóts; Ingi H. Sigurðsson ritari, Bjarni Björgvinsson gjaldkeri og Símon Ólason meðstjórnandi. Viðfangsefni félagsins á starfsárinu voru í meginatriðum þau sömu og verið hefur undanfarin ár. Haldnir voru 8 félagsfundir, þar af tveir hádeg- isverðarfundir og einn almennur fundur oþinn almenningi. Á þeim fundi var fjallað um síbrotamenn. Framsöguerindi fluttu Helgi Daníelsson rannsóknar- lögreglumaður, Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur og Örn Clausen hrl. Var fundurinn fjölsóttur og þátttaka í almennum umræðum ágæt. Eitt helsta vandamálið í starfsemi félagsins síðstu ár er lítill áhugi stúdenta að mæta á fundum félagsins og málflutningsæfingum. Reynt var að bæta úr þessu á starfsárinu með því að halda nokkra félagsfundi og málflutningsæfingar ár- degis og gefa á meðan frí í kennslustundum. Fékk þetta góðar undirtektir bæði hjá félagsmönnum og kennurum og hefur orðið til að efla fundarsókn til mikilla muna. Á starfsárinu voru haldnar tvær málflutningsæfingar og einn sjónvarpsþáttur var unninn af laganemum. Var þátturinn sýndur í sjónvarpi í október 1976. og fjallaði m.a. um forræði yfir barni. Dr. Ármann Snævarr hæstaréttardómari samdi atvikalýsingu, en Guðrún Erlendsdóttir lektor annaðist lögfræðilegar leiðbeiningar. Tuttugasti og níundi árgangur Úlfljóts kom út á síðastliðnu starfsári, 1975 — 1976. Því miður var ekki unnt að vinna upp þann drátt, sem orðið hefur á útgáfu Úlfljóts undanfarin ár, en tvö tölublöð eru þegar komin út og önnur væntanleg. Fjárhagur blaðsins hefur verið mjög bágborinn. Margt hefur þó verið gert til þess að bæta afkomu blaðsins. Má þar nefna, að blaðsíðufjölda hefur verið haldið innan hæfilegra marka og þar með prentkostnaði, auglýs- ingum hefur verið fjölgað að mun, innheimtukerfið stórbætt með notkun gíró- seðla og áskrifendum fjölgað. Er nú svo komið, að horfur eru á, að endar nái saman í fjármálum blaðsins. Að vanda var 16. febrúar haldinn hátíðlegur af laganemum. Árdegis var málflutningur og dómsuppsaga á bæjarþingi Orators. Eftir hádegi tóku dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðar- og félagsmálaráðherra og frú Vala Thoroddsen á móti laganemum, kennurum og öðrum gestum í glæsilegu hófi í Ráðherra- bústaðnum. Um kvöldið var fagnaður laganema að Lækjarhvammi, Hótel Sögu. 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.