Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 43
Heiðursgestur var Páll S. Pálsson hrl. Minni Grágásar flutti Kristinn Björnsson cand. jur. Snar þáttur í starfsemi Orators eru samskipti við erlenda lagastúdenta og samtök þeirra. Eru þessi samskipti einkum við stúdenta á Norðurlöndum, og undanfarin ár hafa einnig verið samskipti við bandarískan háskóla, Ohio Northern University. Á hátíðinni 16. febrúar var einn norskur laganemi, Ole Petter Parnemann, hér á landi. Dvaldist hann hér um hálfs mánaðar skeið. í marsmánuði dvaldist hér einn laganemi frá Ohio Northern University í stúd- entaskiptum. Utanferðir íslenskra laganema voru einnig all tíðar á starfsárinu. Sex laganemar sóttu fundi Norræna laganemaráðsins, N.S.J.R., aðrar ráðstefn- ur og hóf í boði laganema á Norðurlöndum. í september og október dvöldu svo 5 laganemar í stúdentaskiptum í Ohio Northern University. Nokkrir vísindaleiðangrar voru farnir á starfsárinu, m.a. í Alþingi, til Akra- ness, Þingvalla og Akureyrar og Húsavíkur. Störf fulltrúa stúdenta á deildarfundum voru með svipuðum hætti og verið hefur á liðnum árum. Að lokum ber þó að geta þess, að skv. 7. gr. laga nr. 45/1976 um breyting á lögum nr. 84/1970 um Háskóla íslands var fulltrúum stúdenta á deildarfundum fjölgað úr tveimur í þrjá. Áhrif stúdenta á stjórn og önnur málefni deildarinnar hafa því aukist nokkuð frá því sem áður var. Valgeir Pálsson. DEILDARFRÉTTIR 1. Breytingar á kennaraliði. Guðrún Erlendsdóttir hrl. var sett lektor i stjórn- arfarsrétti frá 1. september 1976. Hún hafði um árabil verið aðjúnkt í laga- deild. — Arnljótur Björnsson var skipaður prófessor í lögfræði frá 1. ágúst 1977 að telja. Hann hafði verið settur prófessor frá 1. september 1971. — Stefán Már Stefánsson var settur prófessor frá 1. september 1977 í fjarveru Ólafs Jóhannessonar ráðherra. Áður var Stefán Már settur í stað Þórs Vil- hjálmssonar hrd. — Umsóknarfrestur um stöðu dósents í lögfræði rann út 1. október 1977. Ein umsókn barst um stöðuna, frá Páli Sigurðssyni, settum dósent. 2. Embættispróf 1977. — Vorið 1977 brautskráðust 25 lögfræðingar frá Há- skóla íslands. í nóvember munu líklega 5 kandidatar bætast í hópinn. Nöfn hinna nýju kandidata verða væntanlega birt í næsta hefti ritsins. 3. Nýstúdentar. — Sumarið 1977 voru 55 nýir stúdentar innritaðir i laga- deild. Fleiri munu þó innritast til náms, þar sem eigi liggja fyrir upplýsingar um þá, sem áður hafa stundað nám í öðrum deildum. Arnljótur Björnsson. 105

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.