Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 32
atkvæðisréttar almennt án þess að miðað sé sérstaklega við dreifbýli andspænis þéttbýli. Hér er gengið mjög langt, eins og sjá má, í átt til jöfnunar atkvæðis- réttarins án tillits til búsetu. Sýnist í sjálfu sér ekki ósanngjarnt að heimila nokkuð meira misvægi hér á milli dreifbýlis og þéttbýlis, eða hlutfallstöluna 1 : 2, með skírskotun til þess aðstöðumunar íbúa þétt- býlis og dreifbýlis, sem áður var nefndur. Væri það og mikil leiðrétting á því ástandi, sem nú ríkir, þar sem munurinn er fjórfaldur í dag milli helmings kjördæma landsins. Er þá komið að því að svara þeirri spurningu, hvernig þetta misvægi verði leiðrétt með breytingu á kosningalögunum einum saman. Það er unnt að framkvæma að verulegu leyti með breytingum á núgildandi ákvæðum um úthlutun hinna 11 uppbótarþingsæta, sbr. 122. gr. kosningalaga. 1 dag er þessum sætum úthlutað ýmist til þeirra frambjóðenda, sem hæsta atkvæðatölu hafa í kjördæmi sínu, eða þeirra sem hæst hafa hlutfall af atkvæðum í kjördæminu. Þessi síðari regla, hlutfallsreglan, hefur valdið því, að uppbótarsæti geta jafnt fallið til hinna fámennustu kjördæma sem hinna fjölmennustu. Með því að af- nema þessa hlutfallsreglu yrði tryggt, að uppbótarsætin kæmu þar eftir aðeins í hlut fjölmennari kjördæmanna, og -felst þegar í því nokk- ur leiðrétting. Áhrifameira hér til frekari leiðréttingar yrði þó, ef einnig væri afnumin sú régla, sem mælir svo fyrir, að aðeins komi einn maður frá hverjum flokki í hverju kjördæmi til greina við úthlutun uppbótarsæta. Afleiðing þessara tveggja breytinga á kosningalögun- um yrði þá sú, að uppbótarsætum yrði úthlutað í fullu samræmi við atkvæðafjölda í hinum einstöku kjördæmum; flest uppbótarsætin myndu því falla til þeirra kjördæma, þar sem kjósendur eru flestir. Tafla 4. Kjósendafjöldi að baki hverjum þingmanni eftir úthlutun upphótar- sæta, þar sem hlutfallsreglan er afnumin og jafnframt ákvæðið að aðeins megi vera einn uppbótarmaður fyrir hvern flokk í kjördæmi. Miðað við tölur frá alþingiskosningunum 1974. Reykjanes 2.876 Norðurland vestra . 1.205 Reykj avík 2.653 Norðurland eystra . 2.235 Vesturland 1.567 Austurland . 1.360 Vestfirðir 1.119 Suðurland . 1.775 94

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.