Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 33
Ég hefi gert könnun á því, hvaða áhrif þessar tvær breytingar á kosningalögunum myndi hafa haft á úthlutun uppbótarsæta og vægi atkvæða miðað við úrslit alþingiskosninganna 1974. Niðurstaðan hefði orðið sú að öll uppbótarþingsætin ellefu hefðu fallið til mannflestu kjördæmanna, Reykjaness og Reykjavíkur, og er það í fullu samræmi við kjósendatölu þar. Að vísu hefði nokkurt misvægi enn verið milli þessara kjördæma og kjördæma annars staðar á landinu eftir sem áður, eða um það bil helmings munur á vægi atkvæða, 1 : 2, en hér er þó fengin mikilsverð leiðrétting miðað við hin raunverulegu úrslit 1974, þar sem munurinn varð allt að fjórfaldur. Til fróðleiks skal hér getið atkvæðafjölda að baki hvers þingmanns í kjördæmum landsins, ef þessi leiðrétting hefði verið gerð fyrir kosningarnar 1974. Reykjanes hefði verið með flesta kjósendur að baki hvers þingmanns eða 2.876, Reykjavík 2.653, Norðurland eystra 2.235, Suðurland 1.775, Vesturland 1,567, Austurland 1.360, Norðurland vestra 1.205 og loks Vestfirðir 1.119. Eins og sjá má af þessum tölum hefur hér að vísu ekki náðst fullt jafnræði milli kjósenda, en atkvæðin í mannfæstu kjördæmunum vega þó ekki meir en rúmlega tvöfalt miðað við mannflestu kjördæmin (sjá töflu 4). Niðurstaðan verður því sú, að með þessum hætti, breytingu á kosn- ingalögunum einum saman, megi nálgast mjög það mark að jafna kosningaréttinn — og afnema það mikla misvægi, sem nú ríkir í þess- um efnum. Er í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu, að slík breyting verði gerð á næsta Alþingi, þannig að hún geti verið komin til fram- kvæmda í alþingiskosningunum, sem fram eiga að fara síðasta sunnu- dag í júní 1978. Varla þarf fram að taka, að þessi leið, sem hér hefur verið lýst, hef- ur vitanlega engin áhrif á skiptingu uppbótarsæta milli flokkanna, heldur aðeins milli kjördæma. Þeir fá þá tölu uppbótaisæta í sinn hlut, sem fylgi þeirra segir til um. En atkvæðamisvægið er einnig hægt að leiðrétta á annan hátt. Það er með breytingu á sjálfri stjórnarskránni, en eins og fyrr hefur verið lýst er það mun fyrirhafnarmeiri leið. Hér er í fyrsta lagi hugsanlegt að framkvæma leiðréttingu án þess að fjölga heildartölu þingmanna úr 60. Það má gera með því að fækka tölu uppbótarsæta og fjölga að sama skapi kjördæmakjörnum mönn- um í mannflestu kjördæmunum, t.d. um 5, en þá yrðu uppbótarsætin aðeins 6 talsins. Eru þessari leið því takmörk sett, þar sem torveldara verður að ná jafnrétti milli flokka á þinginu eftir því sem uppbótar- sætunum fækkar. 95

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.