Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 12
framkvæmd þessa ákvæðis, að þess er ekki lengur getið í refsidómum, að maður sé sviptur kosningarétti og kjörgengi, heldur er það verk falið semjendum kjörskrár, þ.e. sveitarstjórnaryfirvöldum, að fella þá út af kjörskrá, sem hlotið hafa dóm fyrir afbrot, sem er talið hafa mannorðsflekkun í för með sér, sbr. 14. og 15. gr laga nr. 52/1959. Á það má einnig benda í þessu sambandi, að nú ríkja önnur viðhorf en fyrr var til þess, sem skv. 33. gr. stjórnarskrárinnar telst vera flekkað mannorð. Hegningarlaganefnd samdi fyrir tveim áratugum 19 lagafrumvörp, sem öll höfðu þann tilgang að draga úr því, að rétt- indasvipting fylgdi refsingu. Frumvörp þessi voru lögtekin 1961, og eru veigamestu nýmælin í lögum nr. 31/1961 um breyting á almennum hegningarlögum. I greinargerð, sem fylgdi frumvarpinu til þeirra laga, er lýst þeirri skoðun hegningarlaganefndar, að rétt sé að nema úr lög- um, að óflekkað mannorð sé skilyrði kosningaréttar og kjörgengis við alþingiskosningar. Beindi nefndin þessu til þeirra, sem sýsla um end- urskoðun á stjórnarskránni.8) — Að minni hyggju er stjórnarskrár- ákvæðið leifar fornrar réttarvitundar, sem ekki á heima í nútímalög- gjöf. 4. Vald forseta. Fjórða atriðið varðar vald forseta fslands. Svo sem kunnugt er þarf forseti að staðfesta öll lagafrumvörp, sem Alþingi samþykkir til þess að þau öðlist lagagildi sbr. 26. gr. stjórnar- skrár. Forseti hefur til þess vald að synja lagafrumvarpi staðfestingar, ef honum sýnist svo. Þrátt fyrir það tekur lagafrumvarpið strax gildi, en leggja skal það þá undir dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef um forsetasynjun er að ræða. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrár- ákvæði hefur forseti því hvorki algjört né frestandi neitunarvald. Mun þetta ákvæði upphaflega hafa verið sett í lýðveldisstjórnarskrána með beinni hliðsjón af því, að árið 1944 var utanþingsstjórn við völd, og þótti þá óvíst, hvenær breyting fengist á því. Meðan svo stóð á, vildu menn ekki efla vald forseta og stjórnar frá því sem þá var í fram- kvæmd.7) Til greina kemur nú að breyta þessu ákvæði á þá lund, að synjun forseta á því að staðfesta lagafrumvarp með undirritun sinni hafi þau áhrif, að gildistaka þess frestist, þar til fram hefur farið þjóðarat- kvæðagreiðsla um frumvarpið. Hljóti frumvarpið ekki meirihluta í slíkri atkvæðagreiðslu, yrði það þar með úr sögunni, en tæki gildi, ef meirihluti þjóðarinnar samþykkti það, þrátt fyrir synjun forseta. 74

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.