Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 18
höfðaði út af embættisrekstri ráðherra. Árið 1968 voru sett ný lög sama efnis á Alþingi, bæði um ráðherraábyrgð og landsdóm, 1. 3/1968 og 1. 4/1963. Svo sem fyrr segir hefur landsdómur aldrei komið saman og var lengi vel ekki skipaður samkvæmt ákvæðum laganna frá 1905. Má þvi spyrja, hvort ekki væri réttara að leggja dómstól þennan niður og fá verkefni hans Hæstarétti, sem fullfær er um að annast það. Slík breyt- ing myndi vitanlega ekki hafa nein áhrif á efni ráðherraábyrgðarlag- anna. Alþingi myndi eftir sem áður hafa í sínum höndum ákæruvaldið vegna embættisafbrota ráðherra. Þégar rætt er um aukið hlutverk Hæstaréttar, má jafnframt benda á, að æskilegt væri, að í stjórnarskrá væri að finna ítarlegri ákvæði um skipan dómsvaldsins en nú er. Dómsmálaákvæðin eru þar aðeins fjögur, í 2. og 59.—61. gr., og takmarkast við fyrirmæli um, að dóm- endur fari með dómsvaldið, að skipan dómsvaldsins verði ekki ákveðin nema með lögum, úrskurðarvald dómenda um embættistakmörk yfir- valda og réttarstöðu þeirra. Að Hæstarétti er ekki vikið í þessum greinum, enda ekki stofnaður fyrr en löngu eftir setningu fyrstu stjórn- laganna. Að dómnum er raunar vikið á öðrum grundvelli í 8. gr. Dóm- stólum eru falin tiltekin verkefni við gæslu mannréttinda í 65., 66. og 73. gr. Full ástæða sýnist til þess, að ákvæði séu lögfest í stjórnarskrá um tilvist og verksvið æðsta dómstóls þjóðarinnar og með því búið tryggi- legar um æðsta dómsvaldið en verið hefur hingað til. Kemur þá og til álita að lögfesta þar einnig ákvæði um, að dómstólar skuli skera úr því, hvort lög brjóti í bága við stj órnarskrána og hvort meðferð Alþingis á lagafrumvörpum sé í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar. Þá væri einnig ástæða til þess að fjalla um ákæruvaldið í stjórnar- skrá og embætti ríkissaksóknara, þar sem þar er um að ræða hornstein hins opinbera réttarfars. Yrði tryggilegar búið um grundvöll þess mik- ilvæga embættis, ef það væri stjórnarskrárbundið, en ekki aðeins lög- fest, svo sem nú er. Það er hlutverk dómstólanna að skera úr réttarágreiningi og kveða á um það, hvað sé rétt og lögum samkvæmt. Eitt mikilvægt úrskurðar- efni er þó undan lögsögu þeirra tekið með núgildandi stjórnarskrár- ákvæði. Er það 46. grein stjórnarskrárinnar, þar sem svo er fyrir mælt, að Alþingi skuli sjálft skera úr því, hvox-t þingmenn þess séu löglega kosnir, svo og úr því, hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. Hér er Alþingi falið vei’k, sem fellur eðli máls samkvæmt undir dómsvaldið en ekki löggjafai’valdið, og þá jafnframt boðið að gerast dómai’i í eigin 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.