Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 24
landa, nema þeir hefðu greitt opinber gjöld sín að fullu eða sett trygg- ingu fyrir þeim. 1 ljósi þessarar sögu sýnist ekki ástæðulaust að ferða- frelsi sé tryggt í stjórnarskrá.14) Þessu skyld eru nokkur önnur nýmæli, sem hér skulu einnig nefnd, og ég hýgg, að margir muni telja, að vel færi á að hafa í stjórnarskrá. Er það ákvæði um að allar auðlindir til lands og sjávar skuli vera eign íslendinga, allt land skuli vera eign þjóðarinnar, sem nú er ekki sann- anlega í eigu einstaklinga, félaga eða sveitarfélaga, og að fslendingum einum skuli heimilt að eiga jarðir og aðrar fasteignir hér á landi og öll þau réttindi, sem þeim eru tengd, svo sem orku og veiðiréttindi. Sum þessara atriða eru raunar þegar bundin í löggjöf, svo sem það, að út- lendingum sé yfirleitt óheimilt að öðlast eignar- eða afnotarétt yfir fasteignum hér á landi.15) En hér er um svo þýðingarmikil mál að ræða, að mjög kemur til greina að festa slík fyrirmæli í stjórnar- skránni. Eitt mál enn vil ég minnast á í þessum flokki. Okkur Islendingum hefur sem öðrum þjóðum orðið æ ljósari nauðsyn þess á síðustu árum að bæta sambúð lands og þjóðar og vinna af alefli gegn eyðingaröflum umhverfisins, hvort sem þau stafa frá höfuðskepnunum eða eru af mannavöldum. Því sýnist það ekki að ósekju, að í stjórnarskránni sé getið um skyldu okkar við landið. Það mætti gera með því að skrá þar ákvæði um, að sú skylda hvíli á öllum Islendingum að vernda náttúru landsins og tryggja að ekki spillist að óþörfu líf eða land, né mengist sjór, vatn eða andrúmsloft. Slíkt ákvæði yrði þá hornsteinn í baráttunni fyrir náttúruvernd og bættu umhverfi landsins, en ennþá skortir heildarlöggjöf hér á landi um umhverfismál og alls óvíst er hvenær hún verður sett. Erum við þar miklir eftirbátar nágrannaþjóða okkar, sem hafa skipað þessum mikilvægu málum með heildarlöggjöf, svo sem Svjar (1969) og Danir (1973). 9. Þjóðaratkvæðagreiðsla. Ymis atriði hafa hér verið nefnd, sem til álita mættu koma við end- urskoðun stjórnarskrárinnar. En áður en horfið verður að kjördæma- málinu skal minnzt hér á tvö atriði til viðbótar. Annað er nýmæli, sérstök ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu í mikilvægum málum. Hitt varðar framkvæmd breytinga á stjórnarskránni. I ýmsum löndum eru fyrirmæli í lögum eða stjórnarskrá þess efnis, að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál, sem ástæða 86

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.