Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 30
13. Misvægi atkvæðisréttar. Skal þá fyrst skoðað á hvern hátt misvægi atkvæðisréttarins eftir búsetu verður leiðrétt með breytingu á kosningalögunum. Þetta mis- vægi er verulegt, svo sem kunnugt er. Hafa þingmenn Reykjavíkur og Reykjaneskjördæmis nýlega vakið athygli á þessu máli með þings- ályktunartillögu, þar sem lagt er til að úr því verði bætt, svo sem fyrr var getið. Tafla 1. Kjósendafjöldi að baki hverjum kjördæihakosnum þingmanni í al- alþingiskosningunum 1974. Reykjanes .... 4.602 Norðurland vestra 1.205 Reykjavík .... 4.421 Norðurland eystra 2.235 Vesturland 1.567 Austurland 1.360 Vestfirðir .... 1.119 Suðurland 1.775 Tafla 2. Kjósendafjöldi að baki hverjum þingmanni eftir að úthlutun arþingsæta hafi farið fram eftir alþingiskosningar 1974. uppbót- Reykjanes .... 2.876 Norðurland vestra 1.205 Reykjavík .... 3.316 Norðurland eystra 2.235 Vesturland 1.306 Austurland 1.133 Vestfirðir .... 799 Suðurland 1.775 Má og með sanni segja, að jafn kosningaréttur sé veigamikill þáttur í lýðræðislégum sjórnarháttum. Grundvöllur hans er, að þegnarnir hafi jöfn áhrif á skipan Alþingis með atkvæði sínu, án tillits til þess, hvar þeir búa á landinu. Því fer þó fjarri, að svo sé í dag. Er þar um að kenna tvennu, — þeim kosningalögum sem við nú búum við, og, í öðru lagi, búsetuþróuninni í landinu síðustu áratugina. Ef við lítum nánar á þetta eru samkvæmt kjörskrá ársins 1976 5.433 kjósendur á bak við hvern kjördæmakjörinn þingmann í Reykjaneskjördæmi og 4.727 kjós- endur að baki hverjum slíkum þingmanni í Reykjavík. Sambæriieg tala fyrir Vestfjarðakjördæmi er hins vegar 1208 og 1271 fyrir Norð- 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.