Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1977, Blaðsíða 11
3. Kosningaréttarskilyrði. Þriðja atriðið varðar kosningaaldurinn. Hann var 25 ár allt frá upphafi stjórnarskrárinnar til stjórnlaga- breytingarinnar 1984, er aldursmarkið varð 21 ár. Það var síðan lækkað í 20 ár með stjórnarskrárbreytingu nr. 9 1968. Alllangt er nú síðan því var fyrst hreyft á þingi, að miða bæri við enn lægri kosningaaldur eða 18 ár. Hafa þær tillögur m.a. verið studdar þeim rökum, að ekki væri óeðlilegt, að menn hefðu rétt til þess að kjósa sér alþingismenn og sveitarstj órnarmenn 18 ára, þar sem þeim er þegar við 16 ára aldur gjört að bera hluta af sameiginlegum byrðum þjóðfélagsins og greiða skatta af tekjum sínum frá þeim tíma. Lækkun kosningaaldursins hér á landi væri einnig í samræmi við þá þróun, sem átt hefur sér stað á seinni árum í öðrum löndum, en kosningaaldurinn hefur verið færður niður í 18 ára m.a. í Bretlandi, Bandaríkjunum, Vestur-Þýzkalandi, Hollandi, Sovétríkjunum og öðrum löndum Austur-Evrópu. Hinsvegar hafa Norðurlöndin verið íhaldssamari í þessu efni, en þar er kosninga- aldurinn hinn sami og hér á landi í Danmörku og Noregi en 19 ár í Svíþjóð og 18 ár í Finnlandi. Enn hefur það verið talið slíkri breytingu til gildis, að með lægri kosningaaldri sé sennilegt, að áhugi ungs fólks á þjóðmálum aukist og það verði virkari þátttakendur á þeim vettvangi þjóðfélagsins, sem sé æskileg þróun. Gegn slíkri breytingu, sem hér er nefnd, má hins- vegar færa þau rök, að lögræðisaldurinn er 20 ár og ekki sé ástæða til þess að menn fái kosningarétt fyrr en þeir eru orðnir lögráða. Auk aldursákvæðisins setur stjórnarskráin nokkur önnur skilyrði fyrir því að menn geti farið með kosningarétt, svo sem kunnugt er, sbr. 33 gr. Er það íslenzkur ríkisborgararéttur, lögheimili hér á landi, lögræði og óflekkað mannorð. Að því er síðast talda skilyrðið varðar, óflekkað mannorð, er það áhorfsmál, hvort ekki beri að fella það niður sem kosningaréttarskil- yrði, en fá munu þau ríki, sem setja slíkt skilyrði í stjórnlögum sínum fyrir því að menn hafi kosningarétt. Til fyllingar stj órnarskrárákvæði þessu er fram tekið í 2. grein kosningalaganna nr. 52/1959, að dómur fyrir refsivert brot hafi ekki flekkun mannorðs í för með sér, nema sakborningur hafi verið fullra 18 ára að aldri, þegar hann framdi brotið og refsing sé 4 mánaða fangelsi óskilorðsbundið hið minnsta. Telja má hæpið, að það sé í samræmi við réttarvitund manna í dag að meina mönnum að neyta kosningaréttar, þótt hlotið hafi óskilorðsbundinn fangelsisdóm, sem þyngri sé en 4 mánuðir. Eru og þeir örðugleikar á 73

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.