Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Qupperneq 7

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Qupperneq 7
lik.lltllHM.A 1. HEFTI 31. ÁRGANGUR MAÍ 1981 EIGNARNÁM OG STJÓRNARSKRÁ Lögfræðingafélagið efndi 25. október í haust til samkomu af því tagi, sem nú kallast málþing, og var þar fjallað um eignarnám og eignarnámsbætur. Flutt voru 5 erindi, og eru tvö þeirra birt í þessu hefti. Þau eru að sönnu byggð á ólíkum forsendum. i öðru er stefnt að lögfræðilegri greinargerð um afmarkað efni, hitt er umfjöllun á breiðum grundvelli um ákvörðun eignarnámsbóta. Engu að síður birtast næsta ólík viðhorf í þessum erindum, og minnir það á, að óvissa og ágreiningur er um eignarnám, þar á meðal aðferðir við útreikning bóta. Þetta er sérstaklega umhugsunarvert vegna þess, að um eignarnám er fjallað í stjórn- arskránni, svo að deilurnar eru um skýringu ákvæðis í henni. Stjórnarskránni er ætlað að mæla fyrir um nokkur grundvallaratriði um skipulag ríkisins og réttarstöðu þegnanna. Það verður að teljast verulegt vandamál, hvernig eignarnámsákvæði hennar eigi að vera. Þessi vandi er ekki aðeins sá, hvert efnið skuli vera, en það er pólitískt álitaefni, heldur einnig hipp, hversu itar- lega skuli um málið fjallað í stjórnarskránni. Er þar komið að lögfræðilegu atriði, a.m.k. að mestu. Hver sem niðurstaðan verður um hina efnislegu vernd eignarréttarins hjá stjórnarskrárgjafanum, hlýtur það að vera torleyst úr- lausnarefni fyrir lögfræðilega ráðgjafa hans, hvort og hvernig eigi og megi til dæmis leysa ágreining um fjárhæð eignarnámsbóta í stjórnarskránni. Höfundur þessara lína er þeirrar skoðunar, að setja eigi eins nákvæmar og raunhæfar reglur og unnt er í sjálfa stjórnarskrána um þau efni, sem þar er um fjallað. Þetta getur að vísu leitt til þess, að oftar en ella þurfi að endur- skoða stjórnarskrána. Vel má vera, að öðrum þyki æskilegt, að ákvæði henn- ar séu ekki of fastskorðuð, svo að móta megi réttarástandið með almennri löggjöf. Þetta leiðir þó til þess, að gildi stjórnarskrárákvæðanna verður minna en ella og minna en vera má. Það dregur úr þýðingu stjórnarskrárverndarinnar og skapar óvissu um meginatriði, eins og til dæmis þau efni, sem nú er fjallað um í 67. gr. stjórnarskrárinnar. Það eru því mörg rök, sem mæla með því, að efni þessarar greinar sé endurskoðað með það í huga, að samsvarandi grein í nýrri stjórnarskrá verði gleggri en núgildandi ákvæði og fjalli m.a. um meginsjónarmið við ákvörðun eignarnámsbóta. Þór Vilhjálmsson. 1

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.