Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Síða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Síða 11
gjaldið skuli ákvarðast með hliðsjón af þeim hagsmunum, sem eignar- nemi kann að hafa af eignarnáminu. Milli þessa hagsmunamats getur þó verið regin munur, nánast hyldýpi, þegar það er metið til fjár. Samkvæmt þeim reglum, sem taldar hafa verið í gildi, hefur eignar- námsþoli vissulega átt möguleika á mikilli hagnaðarvon vegna verð- hækkana, sem stafa af fjárfestingum eða framkvæmdum hins opin- bera. Þetta hefur skapað ójöfnuð og mörg vandamál í þjóðfélagi nú- tímans, sem nauðsynlegt er að leysa. Samhliða því, að ríki og sveitar- félög leggja mikið fjármagn í opinberar framkvæmdir hafa einstakir landeigendur gert háar kröfur um bætur fyrir verðmætisaukningu, sem rekja má til þessara sömu framkvæmda. Skattgreiðandinn þarf ekki aðeins að borga fyrir framkvæmdirnar, heldur er einnig gerð krafa um, að hann greiði fyrir þá verðhækkun á eigninni, sem framkvæmd- irnar leiða af sér. Þessi sjónarmið hafa vissulega reynst sveitarfélögunum erfið. Þau hafa haft takmarkaða tekjumöguleika, en vaxandi skyldum að gegna, m.a. við undirbúning á nýjum byggingarsvæðum og uppbyggingu á alhliða þjónustukerfi fyrir íbúana þar. Vandamál, sem leitt hafa af háu landverði, hvort heldur það byggist á eignarnámsmati eða á samn- ingsverði, sem oftast hlýtur að taka mið af áætluðum eignarnámsbót- um, hafa leitt til seinkunar á framkvæmdum, eða til þess að hagstæð- asti kosturinn er ekki alltaf valinn. Spurningin sem leita þarf svars við er sú, hvort hið opinbera skuli við eignarnám greiða bætur fyrir verðmæti, sem það sjálft hefur skap- að eða leiðir af athöfnum þess, m.ö.o. hvort sækja eigi í vasa skatt- borgaranna greiðslu fyrir verðmæti, sem þeir hafa þegar greitt fyrir. Stjórnarskráin segir ekkert um, hvar draga eigi mörkin milli þess verðmætis, sem eigandinn á að fá í formi endurgjalds og þeirra verð- mæta, sem ekki á að bæta. Ekkert ákvæði er um, að einstakir eigend- ur eigi að hljóta ávinning, sem í mörgum tilvikum getur verið óviss og tilviljanakenndur og án þess að þeir hafi nokkuð lagt þar sjálfir af mörkum. Það er því eðlilegt að líta svo á, að um þetta efni skuli settar reglur i almennri löggjöf, að löggjafarvaldið hafi svigrúm til að setja megin- reglur tii viðmiðunar, þótt víst verði að viðurkenna, að um er að ræða margþætt og flókið viðfangsefni, sem engan veginn verða gerð tæm- andi skil, þannig að leiði ávallt til afdráttarlausrar niðurstöðu, fremur en gildir um svo margt annað í þjóðfélágslegum samskiptum. Ef fyrst er litið til hagsmuna einstaklingsins má hreyfa því sjón- armiði, að ákvæði stjskr. séu þannig úr garði gerð, að þau veiti honum 5

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.