Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Side 13

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Side 13
heimild sé því ekki nauðsynleg af þeirri ástæðu. Óvissa um landverð er þannig ekki alltaf í þágu hagsmuna eigandans, en skiljanlegt er, að hann kjósi fremur að bíða með sölu á landinu, ef ekki nær saman um endurgjald, í þeirri von, að um síðir neyðist sveitarfélagið til að ganga að þeim kostum, sem hann telur hæfiléga eða hlíta mati, sem eigandinn má að óbreyttu reikna með, að taki að verulegu leyti mið af söluverði byggingarhæfra lóða. Um þetta má nefna mörg dæmi. „1 mati þessu ber að miða við það verð, sem fengist gæti fyrir alla spilduna, ef landið væri selt sem lóðir, enda þótt þær séu ekki seljan- legar sem slíkar í dag“. Þetta er orðrétt setning úr matsgerð dómkvaddra manna frá í maí 1979. En matsmenn halda áfram: „Þá ber að hafa í huga við ákvörðun bóta, að mjög mikil eftirspurn er nú eftir lóðum á höfuðborgarsvæð- inu og hefur það án efa áhrif til hækkunar. Við ríkjandi aðstæður í þjóðfélaginu virðist sem öruggasta fjárfestingin, sem um sé að ræða, sé að setja peninga í lóðir. Þarf eigi að orðlengja það, að því veldur hvað mest ótti manna við vaxandi verðbólgu, þrátt fyrir gefnar yfir- lýsingar stjórnmálamanna“. Verið var að meta um 3800 ferm. skurðstæði fyrir aðveituæð Hita- veitu Reykjavíkur í landi Smárahvamms í Kópavogi, en skurðstæðið er að mestu leyti í staðfestri legu væntanlegrar Reykjanesbrautar, en að öðru leyti var og er landið óskipulagt og ekki nýtt, enda að mestu ógrónir melar og móar. í matsgerð þessari er síðan rakin sala á spilu úr sama landi nokkr- um árum áður, söluverðið framreiknað með byggingarvísitölu og síð- an fjórfaldað með eftirfarandi rökstuðningi matsmanna: „En mats- menn telja að vegna breyttra aðstæðna og þess sem segir hér að framan sé hið rétta verð fyrir spilduna sú fjárhæð sem þar segir“, en það var fjórföldun á verðbættri frjálsri sölu og margfalt hærra en gildandi fasteignamat þá var. Matsgerð þessari var að sjálfsögðu skotið til yfirmats og þótt yfir- matið lækkaði matsfjárhæð nokkuð, a.m.k. með hliðsjón af verðlags- þróun milli matsgerða, kemur þar einnig berlega fram, að yfirmats- menn hafa haft hliðsjón af söluverði lóða á höfuðborgarsvæðinu og að umrætt land var talið hentugt til bygginga, þótt engin áform væru uppi um ákveðna notkun á landinu og það óskipulagt að mestu leyti. Fjárhæðir þær, sem í umræddu mati fólust skiptu ekki miklu máli fyrir Hitaveitu Reykjavíkur, en munu hins vegar skipta verulegu máli, þegar Vegagerð ríkisins ræðst í gerð Reykj anesbrautar og raun- ar einnig, ef til þess kemur, að Kópavogskaupstaður vill fala landið til 7

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.