Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Qupperneq 15

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Qupperneq 15
andinn situr uppi með arðlausa eign, en heldur í vonina um mikinn fjárhagslegan ávinning. Og allir þekkja eflaust dæmið um kaup Kópavogskaupstaðar á Fífu- hvammslandi, sem nefnd hefur verið dýrasta eyðijörð í heimi. Hvert var verðmæti landsins í höndum eigandans, án þess að hann gæti reiknað með, að samborgarar hans legðu fram fjármagn til að gera það söluhæft? Hver var eftirspurnin á svokölluðum „frjálsum mark- aði“? Landið var auglýst til sölu, en ekkert tilboð barst. Rétt er að nefna, að um Fífuhvamm samdist þó um landverð, sem var ívið lægi'a en gildandi fasteignamat og er það vissulega umhugsunarefni, ef fast- eignamat ríkisins leggur til grundvallar við matsgerðir sínar verðmæt- issjónarmið, sem eru alls óraunhæf, nema hið opinbera komi til og leggi fram verulegt fjármagn til slíkrar verðmætissköpunar. Milli fast- eignamatsins og endurkaupsverðsins — eða bótagreiðslunnar — þarf að sjálfsögðu að vera samræmi. Hátt fasteignamat, sem ekki er í neinu samræmi við notagildi landsins í höndum eigandans, og skattlagning til ríkis og sveitarfélaga, sem hlutfall af slíkri matsfjárhæð, ber keim af óbeinni eignaupptöku. Hins vegar er oft eftirtektarvert, að eigendur slíkra eigna virðast gjarnan vilja viðhalda óeðlilega háu mati. Þeir kæra það ekki til lækkunar í voninni um ábata síðar. Og hér er komið að kjarna málsins. Hvert er verðmæti lands eða tilgreindra landréttinda, sem nauðsynlegt er að nýta til almanna þarfa, og við hvaða verðmætissjónarmið á að miða? Hver er eðlileg og sann- gjörn túlkun á orðunum „fullt verð?“ Til þess að gera þetta mál ekki alltof langt eða flóknara en efni standa til hér, þá ætla ég aðeins að fjalla nánar um tvö tilvik, sem jafnframt eru þó þýðingarmest, annars vegar eignarnámstöku á land- svæði ti'l skipulags og bygginga og hins vegar á hitaréttindum. Enginn dregur í efa, að lóð, sem tilbúin er til byggingar t.d. í Reykja- vík eða nágrenni, er talin verðmæt eign, eign sem gengur kaupum og sölum háu verði. Við húsvegg neytandans er heita vatnið einnig óum- deilanlegt verðmæti. Eignin — landið eða jarðvarminn — er fyrir hendi, en hvað er það, sem hefur gert eignina verðmæta eða aukið verðgildi hennar? Til þess að gera sér grein fyrir þessu er nauðsynlegt m.a. að kanna, hvað það kostar að skipuleggja eða gera land byggingarhæft, eða hvert er kostnaðarverð á hitaveitu. Ákvörðun um að taka landsvæði til breyttrar notkunar, skipulags og byggingarframkvæmda er í höndum skipulagsyfirvalda, fyrst og fremst viðkomandi sveitarstjórnar. Einstaklingur, sem á landareign, 9

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.