Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Qupperneq 16

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Qupperneq 16
getur ekki upp á sitt eindæmi ákveðið, að nú skuli landið skipulagt og selt það síðan sem byggingarlóðir. M.ö.o. landið er ekki söluvara sem byggingarlóðir í hendi eigandans. Til þess þarf atbeina sveita- stjórnarinnar, enda hvílir sú skylda á sveitarfélaginu að sjá íbúum sínum fyrir nauðsynlegri þjónustu, t.d. vegagerð og holræsalögn, vatns- veitu og rafmagni svo að ekki sé minnst á aðra þjónustu, sem talin er nauðsynleg í samfélagi nútímans, s.s. skóla, dagvistun og heilsugæslu. Ekki liggja fyrir nákvæmir útreikningar eða upplýsingar um, hver þessi stofnkostnaður er, en hjá borgaryfirvöldum hefur þó verið unn- in nokkur frumvinna í gerð kostnaðaráætlana fyrir tiltekna skipulags- kosti á austursvæðum í borgarlandinu. Hér er um að ræða 14 svæði, að stærð frá 45 ha og upp í 180 ha hvert. Niðurstöður þessara athug- ana eru, að kostnaður borgarinnar við að gera land byggingarhæft liggur á bilinu 150-240 millj. kr. pr. ha, að meðaltali tæpl. 200 millj. kr. pr. ha. Er þá ekki reiknað með stofnkostnaði í gerð veitumann- virkja, kostnaði við skipulagningsvinnu, né heldur öllum stofnkostn- aði vegna margvíslegrar þjónustustarfsemi. Rétt er að taka fram, að þessir peningar eru ekki allir sóttir beint í sameiginlegan sjóð borgar- búa, enda greiða lóðarhafar úr eigin vasa t.d. gatnagerðargjöld og stofngjöld til veitustofnana, en þessar greiðslur nema þó ekki nema hluta af þeirri heildarfjárhæð, sem kostar að gera hverja lóð bygg- ingarhæfa, þegar allt er talið. Þessar fjárhæðir jafngilda því, að kostnaður við hvern m2 í bygg- ingarhæfu landi verður að meðaltali um 20 þús. kr., eða nær kr. 20 millj. á góða einbýlislóð, og stofnkostnaður á íbúð verður að meðal- tali um 11 millj. kr., og er þá reiknað með, að um 18 íbúðir séu að jafnaði á hverjum ha lands. Þetta er lausleg hugmynd um þá fjárhæð, sem borgararnir þurfa að leggja fram til að gera land byggingar- hæft og sölu- eða afhendingarhæft í hendur byggjandans. Þessar fjárhæðir, þennan kostnað verður að hafa í huga, þegar meta á hvers virði landssvæði er, sem breyta á í byggingarland. Og hætt er við að í höndum einstakra eigenda yrði landið oft lítils virði, ef þeir þyrftu að kosta öllu til að gera það byggingar- og þjónustuhæft fyrir væntanlega kaupendur, en gætu ekki ætlað samborgurum sín- um það hlutverk. Jarðhitinn er þó oft enn skýrara dæmi um eignarréttindi, sem eru eiganda þeirra til lítilla eða jafnvel engra nota eða hagsbóta, nema til komi sérstakar aðgerðir á vegum samfélagsins. Þannig má t.d. nefna jarðhitann, sem um aldir hefur eflaust legið eða runnið ónotaður í iðrum jarðar undir Reykjavík, en Hitaveitan virkjar nú með djúpbor- 10

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.