Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Side 19

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Side 19
um markaði, sbr. skurðstæðisræmu þá, sem ég nefndi hér áður dæmi um, eða hitaréttindi í Deildartunguhver, jafnvel ekki Fífuhvamms- landið. Ýmsar lagareglur mæla fyrir um, að til frádráttar bótum skuli koma sá hagur, er eignarnámsþoli kann að hafa vegna framkvæmda, sem fylgja í kjölfar eignarnámsins, t.d. á öðrum hlutum eignar sinnar. Nægir í því efni að vitna til ákvæða vatnalaga frá 1923, sbr. einnig tilvitnun í þau lög í 75. gr orkulaga frá 1967, svo og ákvæði vegalaga frá 1970 og skipulagslaga frá 1964. Með setningu þessara lagareglna hefur löggjafinn talið sér heimilt að setja nánari reglur um ákvörð- un eignarnámsbóta, sem hljóta að skoðast sem túlkun á eignarréttar- ákvæði stjskr. I þessu efni er sérstaklega athyglisvert ákvæði 29. gr. skipulags- laganna, sem gerir beinlínis ráð fyrir því, að engar bætur verði greidd- ar, ef skipulag leiðir til jafnmikilla eða meiri verðhækkana á landi en nemur bótaskyldu tjóni, sbr. raunar einnig ákvæði 59. gr. vegalaga, sem kveður á um, að bætur á óyrktu landi skulu aðeins greiddar, ef álitið er, að landeigandi hafi beðið skaða af eignarnáminu. Annars vegar virðist löggjafinn telja sér heimilt að túlka ákvæði stjskr. um „fullt verð“ á þann hátt, að þrátt fyrir eignarnám geti aðstæður leitt til þess að engar bætur verði greiddar. Kann vissuléga að vera álita- mál, hvort þessi ákvæði samrýmast þröngri túlkun á stjórnarskrár- ákvæðinu, enda er því ekki þar með slegið föstu, að landið sem tekið er eignarnámi sé eitt út af fyrir sig verðlaust með öllu. Hins vegar kveða þessi lagaákvæði á um, að bæta skuli skaða eða tjón. Hér er einnig óneitanlega um að ræða ákveðna túlkun á orðunum „fullt verð“. Löggjafarvaldið hefur þannig talið sig hafa heimild til að setja vissar viðmiðunarréglur við ákvörðun eignarnámsbóta og í þeim efnum hef- ur ekki verið talið, að ákvæði stjskr. setji þær skorður, að ógildar séu. Spurningin er því e.t.v. hversu langt löggjafinn getur gengið í þess- um efnum — og hversu langt æskilegt sé að hann gangi. Stjskr.-ákvæði þarfnast túlkunar eins og önnur lágaákvæði og í þessu tilviki er það fyrst og fremst verkefni löggjafarvaldsins að túlka orð 67. gr. um „fullt verð“ eftir ríkjandi þjóðfélagsviðhorfum og réttarvitund og draga línuna milli þess verðmætis, sem eigandinn á að fá bætt, og þess, sem ekki á að greiða bætur fyrir. Verður ekki séð, að orðalag stjskr.-ákvæðisins eða þau viðhorf, sem lágu til grund- vallar setningu þess, útiloki að með lögum séu sett ákvæði, er kveði á um meginreglur við ákvörðun eignarnámsbóta. Þar sem gætt hefur íhaldssamrar lögskýringar á þessu ákvæði er hins vegar sjálfsagt að 13

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.