Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Síða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Síða 20
taka af vafa og breyta þessu stjórnarskrárákvæði um leið og stjórnar- skráin er í heild endurskoðuð, þannig að í stað orðanna „fullt verð“ komi ákvæði þess efnis, að eignarnámsþoli fái bætur, sem miðist við sannanlega eða eðlilega notkun eignarinnar, þegar til eignarnámsins kemur. Eignarnámsþoli á þannig tryggt, að honum verði bætt tjón hans, en hann á ekki von á bótum eða endurgreiðslu fyrir mögulega verðhækkun, sem breytt notkun eignarinnar gæti gefið af sér, ekki fyrir hugsanlega verðhækkun í framtíðinni eða verðhækkun, sem framkvæmdin, sem tengd er eignarnámstökunni, leiðir af sér. Eign- arnámsþoli er m.ö.o. jafnsettur og ekki hefði komið til eignarnáms- ins eða þeirra framkvæmda hins opinbera, sem leiða til verðhækkana á eign hans. 1 samræmi við það sem nú er sagt er rétt að setja í lög ákvæði um meginreglur til viðmiðunar við ákvörðun eignarnámsbóta, reglur, sem hefðu það að höfuðmarkmiði að gera eignarnámsþola jafnsettan fjár- hagslega og ef til eignarnáms hefði ekki komið, en útiloka jafnframt, að hann hafi beinlínis fjárhagslegan ávinning af eignarnáminu vegna þeirra breytinga, sem eignarnámstaka hefur á nýtingarmöguleika landsins. Bæturnar ber þannig að miða við notkun fasteignar, og með hliðsjón af notkun eignar, sem eðlilegt er að reikna með eftir aðstæð- um á staðnum, en með viðmiðun við þá starfsemi eða þann tilgang, sem notkun eignarinnar hefur verið tengd. Hins vegar ber hvorki að taka tillit til möguleika á verðhækkun eignarinnar í framtíðinni, né meta verðbreytingar, sem leiða af til- gangi eða markmiði eignarnámstökunnar eða framkvæmdum eða starf- semi, sem er í tengslum við eignarnámstökuna. Ekki á heldur að taka tillit til þess, þótt eignarnemi hefði viljað kaupa eignina hærra verði, vegna sérstakra þarfa hans, ef eignarnámsheimild hefði ekki verið fyrir hendi. Þá þarf einnig að hafa ákveðinn öryggisventil, þannig að framangreindar reglur leiði ekki til núll-virðis eignarinnar og þar með eignarupptöku, enda ber að draga skíra línu á milli annars vegar eign- arupptöku og skerðingar á friðhelgi eignarréttarins og hins vegar setn- ingu reglna um bætur fyrir eignarnám, sem mál mitt hefur fjallað um. Upphaf eignarréttarins á landi var sjálftaka. Með landnámi eða lang- varandi notkun — þ.e. hefðarrétti — urðu menn eigendur landsins. Ástæðan fyrir viðurkenningu á þessum eignarrétti var einmitt, að eigandinn sýndi, að hann hafði not fyrir eignina, hann nýtti hana sjálfum sér eða öðrum til framfærslu eða í framleiðsluskyni til að skapa önnur verðmæti. Notkunin skóp eignarréttinn. 1 upphafi skyldi endirinn skoða og bæta eigandanum töku eignarinnar, ef hún gerist 14

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.