Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Side 21

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Side 21
nauðsynleg, í samræmi við notkun hans á henni. Ég mun ekki fara nánar út í einstök atriði þeirrar lagasetningar, sem ég hef nú lýst og tel sjálfsagða, en þegar í ársbyrjun 1975 setti nefnd á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem ég var í fyrir- svari fyrir, fram þá skoðun, að við ættum að taka norsku lögin frá 1973 okkur til fyrirmyndar, enda eigi ekki að miða eignarnámsbætur fyrir land eða önnur landgæði við væntanleg eða fyrirhuguð not þessara verðmæta, eftir að hið opinbera hefur með skipulagi og framkvæmd- um breytt möguleikum til nýtingar, en það viðhorf hefur óneitanlega vegið þungt við verðlagningu fram til þessa. Ákvæði norsku laganna eru skýrð fyrir okkur í öðru erindi í dág. Ljóst er, að lagasetning, sem kveður á um meginreglur til viðmið- unar bótaákvarðana við eignarnám, getur engan veginn tæmt öll til- vik, sem upp kunna að koma. Mörgum spurningum hef ég eflaust látið ósvarað, og að sjálfsögðu verður ávallt visst mat að ráða endanlegri niðurstöðu um fjárhæðir. Eflaust verður einnig unnt að benda á, að slíkar meginreglur kunni að leiða til ósanngjarnrar niðurstöðu í ein- stökum og afmörkuðum tilvikum, t.d. með viðmiðun við önnur og eldri dæmi, þar sem landeigendur hafa fengið ríflega greiðslu fyrir eignarréttindi, eða að aðrir, sem ekki þurfa að þola eignarnámstöku, kunni síðar að verða betur settir, hafa aukna hagnaðarvon með frjálsri ráðstöfun eða nýtingu eigna sinna. Ekki vei’ður þó séð ástæða til að viðhalda almennu óréttlæti, að viðhalda sérréttindum fárra útvaldra á kostnað alls almennings, með því að skírskota til þess, að aðrir og enn fæi’i’i njóti óskei’ti’a hags- vona. Slík niðurstaða vei’ður ekki sótt til meginreglunnar um, að allir eigi að vera jafnir að lögum. Á námsstefnu Lögfræðingafélags íslands 25. október 1980 um eignarnám og eignarnámsbætur voru flutt 5 erindi. Auk erinda Jóns G. Tómassonar og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, sem birt eru í þessu hefti, voru flutt þessi erindi: Réttarfar í matsmálum (Benedikt Blöndal hrl.). Gildandi íslenskur réttur um ákvörðun eignarnámsbóta (dr. Gaukur Jörundsson prófessor). Þróun síðustu 10 ára í norskum eignarnámsrétti (Gunnlaugur Claessen hrl.). Þessi 3 erindi verða væntanlega birt í Tímariti lögfræðinga á næstunni. 15

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.