Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Side 22

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Side 22
Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.: ÁKVÖRÐUN UM EIGNARNÁM 1. INNGANGUR I 67. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um skilyrði þess, að maður verði skyldaður til að láta af hendi eign sína. Stjórnarskrárákvæðið takmarkar heimild handhafa ríkisvaldsins til eignaskerðinga með því, að slíkum skerðingum má því aðeins beita að gætt sé þessara skilyrða. Skilyrðin í 67. gr. stj.skr. eru sem kunnugt er 3: (1) almenningsþörf verður að krefjast eignaskerðingar, (2) lagafyrirmæli þurfa til að koma og (3) bæta verður eignaskerðingu fullu verði. Hér á eftir mun ég fjalla um nokkur atriði er varða eignarnáms- ákvörðunina, þ.e.a.s. ákvörðun um að beita í ákveðnu tilfelli þeirri eignaskerðingu, sem framangreint ákvæði stjórnarskrárinnar miðar að takmörkun á. Þegar hér er talað um eignarnámsákvörðun, er ekki aðeins átt við ákvörðun um, hvort eignarnám skuli fara fram eða ekki, heldur einnig um, hversu víðtækt eignarnámið skuli vera, þ.á m. um hvaða réttindi skuli skert og í hverju skerðingin sé fólgin. Þess verður auðvitað ekki kostur að gera þessu umfangsmikla efni skil að ráði. Verö ég lengst af að fara hratt yfir sögu, en reyni þó að líta ofur- lítið nánar á tvö atriði málsins, þ.e.a.s. spurninguna um rétt eignar- námsþola til að gæta hagsmuna sinna, þegar eignarnámsákvörðun er tekin, og um vald dómstóla til að endurskoða niðurstöður stjórnvalda um matskennd skilyrði eignarnámsheimildar. 2. HVER FER MEÐ ÁKVÖRÐUNARVALD? I íslenzkum lögum, sem hafa inni að halda heimildir til eignarnáms, er ákaflega misjafnt, hverjum fengið er valdið til slíkrar ákvörðunar. 16

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.